345. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 17. apríl 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 17. apríl 2012. 
Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 345. fundur sveitarstjórnar, 4. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

 

Málefni til umfjöllunar /afgreiðslu:
13.            Bréf frá vélhjólaíþróttaklúbbnum (VÍK) dags. 13. apríl 2012, þar sem óskað er leyfis sveitarstjórnar Skaftárhrepps til að halda akstursíþróttakeppni 27. maí n.k.
14.            Skólaakstur í Skaftárhreppi skólaárin 2012 /2013 og 2013/2014.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

 

Á fundinn mætti Sigþrúður Ingimundardóttir hjúkrunarforstjóri Klausturhóla og greindi frá starfsemi hjúkrunarheimilisins og áformum um áframhaldandi uppbyggingu heimilisins.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri greinir frá Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 23. mars 2012.  Einnig greinir sveitarstjóri frá fundi með formönnum fjallskilanefnda þann 12. apríl s.l.

Sveitarstjóri var í  leyfi 2. til 10. apríl s.l.

 

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 • 1. Tillaga að Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028, bréf dags. 19.03.2012.
  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012 - 2028.

 • 2. Samstarf um innheimtur, bréf frá sveitarstjórn Rangárþings ytra, bréf dags. 30.03.2012.
  Sveitarstjóri Rangárþings ytra vekur athygli á þjónustu Cristiane L. Bahner lögfræðings, sem starfandi er á Hvolsvelli, og þjónustað hefur Rangárþing ytra. Sveitarstjóra falið að kanna málið nánar.

 • 3. Útbreiðsla flóða við Skaftá við fyrirhugaðan byggingarreit Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. Minnisblað Verkís hf. unnið fyrir verkefnastjórn um Þekkingarsetur, bréf dags. 27.03.2012.
  Sveitarstjórn þakkar framkomið minnisblað. Minnisblaðið sýnir að verði grunnur Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri byggður á fyllingu þar sem gólfhæð verður um 26 m. y.s. má koma í veg fyrir að byggingin verði umflotin í flóðum í Skaftá af þeirri stærðargráðu (374 m3/s) sem hugsanlega gæti orðið á um 100 ára fresti. Einnig mætti verja fyrirhugaðan byggingareit með því að styrkja og lengja varnargarð sem fyrir er, sem Landgræðslan ýtti upp til að verja íbúðabyggð á Kirkjubæjarklaustri.
  Sveitarstjóra falið að svara bréfi Landgræðslustjóra Sveins Runólfssonar frá 30.12.2011 þar sem hann varar við staðsetningu Þekkingarsetursins.


 • 4. Fundarboð um málefni landsvæða sem úrskurðuð hafa verið þjóðlendur, frá forsætisráðuneytinu, bréf dags. 28.03.2012.
  Sveitarstjórn mun mæta til fundarins. Sveitarstjóra og byggingafulltrúa falið að taka saman þau gögn sem ráðuneytið hefur beðið um.

 • 5. Mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Beiðni um athugasemdir og ábendingar vegna þingsályktunartillögu. Bréf frá iðnaðarráðuneyti dags. 23.03.2012.
  Jóhannes og Þórunn munu kynna sér málið nánar og leggja upplýsingar fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn mun fjalla um málið nánar á næsta fundi.
 • 6. Tilnefning í ráðgjafanefnd um friðland að Fjallabaki. Svar Umhverfisstofnunar um ástæður þess að óskað er eftir tilnefningu Skaftárhrepps í nefndina, dags. 15.03.2012.
  Lagt er til að Kári Kristjánsson verði tilnefndur í nefndina og Jóhannes Gissurarson til vara.
  Sveitarstjórn óskar eftir að fá sendar fundargerðir nefndarinnar.
  Tillagan samþykkt.
 • 7. Umsókn um framlengingu á yfirdráttarláni hjá Arion banka uppá kr. 30.000.000 (þrjátíumilljónir).
  Skaftárhreppur kt. 480690-2069 sækir um framlengingu á yfirdráttarláni hjá Arion banka upp á krónur 30.000.000 (þrjátíumilljónir) á tékkareikningi 0317 - 26 - 1990. Sótt er um framlengingu til eins árs eða til mars 2013, eða þar til niðurstaða fæst í endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins í samvinnu við Eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Samningur þess efnis er við Eftirlitsnefndina með gildistíma til 15. maí 2012.
  Sveitarstjóra, Eygló Kristjánsdóttur kt. 051274-3509, falið að ganga frá heimild þessari.


 • 8. Tilnefning í fjallskilanefnd Skaftártungu.
  Jóhannes Ingi Árnason og Lilja Guðgeirsdóttir hafa bæði óskað eftir að vera leyst frá störfum í fjallskilanefnd Skaftártunguafréttar.
  Sveitarstjórn leggur til að varamennirnir Jón Geir Ólafsson Gröf og Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð, sem jafnframt verði formaður, verði aðalmenn í fjallskilanefnd og nýir varamenn verði Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Ljótarstöðum, og Páll Oddsteinsson Hvammi.
 • 9. Framhaldsskóladeild í Skaftárhreppi, samskipti við FSU, FAS og Fræðslunetið.
  Sveitarstjóri hefur átt í samskiptum við Örlyg Karlsson skólameistara FSU, Eyjólf Guðmundsson skólameistara FAS og við Ásmund S. Pálsson framkvæmdastjóra Fræðslunets Suðurlands, um hugsanlega samvinnu við að koma á framhaldsskóladeild á Kirkjubæjarklaustri.

Sveitarstjórn styður að áframhaldandi viðræður fari fram.

 • 10. Rammaskipulag fyrir Fjallabakssvæðið / hálendið vestan og norðan Mýrdalsjökuls.
  Tillaga er um að sveitarstjóra og oddvita sé falið að leita leiða til fjármögnunar verkefnisins. Ákvörðun um þátttöku í verkefninu frestað til næsta fundar.
  Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum.

  Jóhannes óskar bókunar:
  „Á fundi sínum 14. nóvember s.l. tók sveitarstjórn fyrir erindið „Drög að verkáætlun um rammaskipulag Fjallabakssvæðisins" samstarfsverkefni sveitarfélaganna Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps um skipulagsmál að Fjallabaki.
  Á þeim fundi var erindinu hafnað af sveitarstjórn að svo stöddu vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Engar forsendubreytingar hafa orðið síðan þá í fjármálum Skaftárhrepps sem réttlætt geta þátttöku í verkefninu, á sama tíma og sveitarstjórn vinnur með hagræðingar og niðurskurðartillögur Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
  Auk þess tel ég mjög svo gagnrýnivert það verklag samstarfsaðilanna og skipulagsráðgjafa sem viðhaft hefur verið við vinnslu þessa máls. Því sit ég hjá við þessa afgreiðslu."

  Sveitarstjórn tekur undir bókun Jóhannesar hvað varðar stjórnsýsluþáttinn en lýsa miklum áhuga á verkefninu og vísa til þess sem fyrr segir, að leitað verði leiða til fjármögnunar verkefnisins f.h. Skaftárhrepps.

 • 11. Sorporkustöð Skaftárhrepps.
  Niðurstöður nýjustu mælinga liggja nú fyrir. Mælingar á útblæstri fóru fram 1. mars s.l. og voru framkvæmdar af Verkís h.f. Öll mæligildi eru innan núverandi starfsleyfis bæði mæld og umreiknuð nema rykmagn sem hefur hærra gildi í umreiknuðum gildum.
  Sveitarstjórn mun sækja um nýtt starfsleyfi stöðvarinnar.


 • 12. Trúnaðarmál.
  Fært í trúnaðarmálabók.

 • 13. Bréf frá Vélhjólaíþróttaklúbbnum (VÍK) dags. 13. apríl 2012, þar sem óskað er leyfis sveitarstjórnar Skaftárhrepps til að halda akstursíþróttakeppni 27. maí n.k.
  Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 • 14. Skólaakstur í Skaftárhreppi skólaárin 2012 /2013 og 2013/2014.
  Endurnýja þarf samninga um skólaakstur í Skaftárhreppi.
  Sveitarstjórn tilnefnir Guðmund Inga Ingason, Sverri Gíslason og Þórunni Júlíusdóttur til að vinna að nýjum samningum um skólaakstur.

Fundargerðir til samþykktar.

 • 1. 84. fundur skipulags- og bygginganefndar, 12. apríl 2012.
  1. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæ.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
  2. Foss 1 - Umsókn um leyfi til að klæða íbúðarhús.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
  3. Hörgsá - grenndarkynning malarnáms.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
  4. Stöðuleyfi ökutækis til sölu veitinga.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
  5. Kirkjugólf, leyfi fyrir skilti.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
  6. Katla Jarðvangur, leyfi fyrir skilti.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

 • 2. Fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 16. apríl 2012.
  Fundinum var frestað og liggur því engin fundargerð fyrir.

 

 

•III.             Fundargerðir til kynningar.

 • 1. 3. fundur verkefnastjórnar um Þekkingasetur á Kirkjubæjarklaustri, 19. mars 2012.
 • 2. 454. fundur stjórnar SASS, 9. mars 2012.
 • 3. Fundur í Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, 5. mars 2012.
 • 4. Aðalfundargerð Markaðsstofu Suðurlands, 21. mars 2012. Ásamt ársreikningi.
 • 5. 795. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. mars 2012.
 • 6. 4. fundur starfshóps um áhrifasvæði Skaftár, 15. febrúar 2012.
 • 7. Aðalfundargerð Eignarhaldsfélags Suðurlands, 22. mars 2012. Ásamt ársreikningi.

 

 

•IV.             Annað kynningarefni.

 • 1. Lokun afgreiðslu Þjóðskrár á Selfossi, bréf dags. 26. mars 2012.
 • 2. Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 739/2003 um brennslu úrgangs, bréf umhverfisráðuneytisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. mars 2012.
 • 3. Skýrsla með tillögu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, dags. 21. mars 2012.
 • 4. Afsláttur til námsmanna vegna almenningssamgangna og sala farmiða, dags. 15. mars 2012.
 • 5. Kerfisáætlun Landsnets 2012 til næstu fimm ára 2012-2016, bréf dags. 22. mars 2012.
 • 6. Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands janúar - mars 2012.
 • 7. Trúnaðarmál.
 • 8. Í nám - til vinnu, Vinnandi vegur, tilkynning frá Vinnumálastofnun, ódagsett.
V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  20:00.

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 15. maí 2012  kl. 13:00.

 

 

 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir