344. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 12. mars 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 12. mars 2012. 
Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 344. fundur sveitarstjórnar, 3. fundur ársins 2012.
Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
10. Ályktun frá Jóhönnu Jónsdóttur.

Fundargerðir til kynningar:
4.  Fundargerð aðalfundar Friðar og frumkrafta frá 1. mars 2012.
5.  115. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, 22. febrúar 2012.
6.  Fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, 29. febrúar 2012.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Sveitarstjórnarmenn greina frá viðtalstímum sem heppnast hafa vel.

Dagskrá

I.  Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 1. Tillaga að Stjórnunar- og verndaráætlun vegna stækkunar Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi; Langisjór, Skælingar og Eldgjá (2012.02.051)
  „Stækkun þjóðgarðsins tekur til tveggja svæða á afréttum Skaftártungu- og Síðumanna í Skaftárhreppi, samtals um 420 km2 . Bæði eru á Náttúruverndaráætlun 2009-2013. Annars vegar er um að ræða stórt landsvæði (400 km2), kennt við Langasjó og Eldgjá, þar sem verndargildið er fyrst og fremst jarðfræðilegs eðlis, tengt eldvirkni á löngum gossprungum. Svæðið er í þeim hluta austurgosbeltisins þar sem eldvirkni hefur verið einna mest á landinu á síðustu 100 þúsund árum; þar er að finna langar gígaraðir og gossprungur frá nútíma og móbergshryggi frá síðasta hlýskeiði ísaldar sem þykja einstakir á heimsvísu.
  Hins vegar er um að ræða lítið svæði (20 km2), í norðausturhluta Skaftáreldahrauns vestur af Síðujökli, sem verndað er vegna sérstæðs gróðurfélags hraunanna, svokallaðrar breyskjuhraunavistar, sem óvíða finnst annars staðar á landinu."

  Tillagan er unnin af svæðisráði og starfsmönnum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og byggir m.a. á þremur samráðsfundum sem haldnir voru 23. - 25. janúar s.l. 

  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við áætlunina.

 2. Krakkaskák, styrkbeiðni (2012.03.001)
  Að þessu sinni getur Skaftárhreppur ekki styrkt verkefnið.

 3. Framkvæmdaleyfi við Rauðárvirkjun, bréf dags. 6. febrúar 2012 frá Ragnari Johansen (2012.02.032)
  Ragnar óskar eftir að ákvörðun sveitarstjórnar frá 14. nóvember s.l., þar sem segir að framkvæmdaleyfi það sem gefið var út í febrúar 2009 sé fallið úr gildi, verði afturkölluð.

  Þar sem um er að ræða endurgerð og lagfæringar á húseign og lögnum sem fyrir eru, telur sveitarstjórn ekki þörf á veitingu byggingarleyfis né framkvæmdaleyfis, skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslögum nr. 123/2010. Ef fara á í framkvæmd sem felur í sér nýsmíði af einhverju tagi þarf framkvæmdaraðili að sækja um byggingarleyfi fyrir þeirri framkvæmd og skila viðeigandi gögnum þar um. 4. Götulýsing á veitusvæði RARIK, bréf dags. 16. febrúar 2012 (2012.02.042)
  Í bréfinu segir að samkomulag hafi orðið um að RARIK og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga gerðu uppkast að rammasamningi um yfirtöku sveitarfélaga á götuljósaeigninni sem hægt væri að styðjast við í samningum við einstök sveitarfélög. RARIK telji ekki tímabært að fara í viðræður við einstök sveitarfélög fyrr en þessi drög liggi fyrir.

  Sveitarstjórn mun óska eftir fundi með forsvarsmönnum RARIK um málið þegar drögin að rammasamningi liggja fyrir. 5. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, dags. 2. febrúar 2012. (2012.02.041)
  Skaftárhreppur hefur hlotið styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til fjögurra verkefna.
  Fjaðrárgljúfur, bætt aðgengi og öryggi fyrir ferðamenn - kr. 1.800.000.
  Fagrifoss, bætt aðgengi og aukið öryggi fyrir ferðamenn - kr. 300.000.
  Eldhraun, deiliskipulag fyrir nýjan áningastað - kr. 300.000.
  Dverghamrar, bætt aðstaða fyrir ferðamenn - kr. 300.000.

  Sveitarstjórn þakkar veittan stuðning og hefur framkvæmdahópur um bætt aðgengi að ferðamannastöðum þegar hafið störf við þessi verkefni.


 6. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf, 23. mars 2012. (2012.03.014)
  Sveitarstjóri mun fara með atkvæði Skaftárhrepps á hluthafafundinum.


 7. Fyrirkomulag fjallskila í Skaftárhreppi, bréf dags. 7. mars 2012 frá Jóhannesi Gissurarsyni (2012.03.012)
  Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Vestur-Skaftafellssýslu, dags. 18. apríl 2006, ber sveitarstjórn ábyrgð á framkvæmd fjallskila í Skaftárhreppi. Eitthvað hefur borið á að ekki sé farið eftir gildandi samþykktum. Skerpa þarf á eftirfylgni með fjallskilasamþykktinni og hlutverki fjallskilanefnda.

  Sveitarstjórn leggur til að formenn fjallskilanefnda verði kallaðir á fund sveitarstjórnar til að ræða fjallskilasamþykktina og framkvæmd fjallskila.

  Sveitarstjóra falið að boða fundinn.


 8. Aksturskostnaður Skaftárhrepps, bréf dags. 29. febrúar 2012 frá Guðmundi Inga Ingasyni (2012.03.013)
  Í fjárhagsáætlun fyrir 2012 er gert ráð fyrir 2.050.000 krónum í kostnað vegna aksturs starfsmanna í þágu Skaftárhrepps.

  Sveitarstjórn leggur til að lagt verði í nánari skoðun á kaupum á bifreið og þeirri hagræðingu sem kaupin gætu haft í för með sér.


 9. Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3458/2011
  Guðmundur Ingi oddviti lýsir vanhæfi sínu og víkur af fundi.

  Þorsteinn M. Kristinsson 1. varaoddviti tekur við stjórn fundar.

  Dómsorð:
  Stefndi, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhólum, greiði stefnanda, MA, 6.000.000 kr. (sex milljónir), auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001 frá 13. september 2011 til greiðsludags.
  Stefndi greiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað, þ.m.t. virðisaukaskattur.

  Sveitarstjórn mun una dómnum.

  Guðmundur Ingi oddviti mætir aftur á fundinn og tekur við stjórn hans.


 10. Ályktun frá Jóhönnu Jónsdóttur.
  Öskufall frá Grímsvatnagosi á síðasta ári hafði mikil áhrif á vatnsföll í Skaftárhreppi. Árnar lituðust, framburður óx og breytingar hafa orðið á farvegum. Óttast er að þessar breytingar kunni að hafa neikvæð áhrif á nytjastofna í ánum, en tekjur af veiðileyfasölu skipta landeigendur í sveitarfélaginu miklu máli. Því beinir sveitarstjórn Skaftárhrepps því til viðkomandi yfirvalda að hlutast til um að rannsóknum þeim, sem Veiðimálastofnun stóð fyrir á síðasta ári og beindust að áhrifum öskufallsins á ferskvatnsfiska á svæðinu verði framhaldið með fjárstuðningi frá ríkisvaldinu.

  Sveitarstjórn tekur undir ályktun Jóhönnu og felur sveitarstjóra að koma ályktuninni til viðeigandi yfirvalda.

II.  Fundargerðir til samþykktar.

 1. 83. fundur skipulags- og bygginganefndar, 8. mars 2012.
  1. mál. Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í landi Botna.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  2. mál. Breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010 - 2022. Skipulags og matslýsing.
  Breytingin tekur til lagningu háspennulína frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og þaðan að Sigöldulínu 4, við Fremri Tólfahringa.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  3. mál. Klausturvegur 2 - umsókn um leyfi til endurbyggingar þaks.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  4. mál. Hörgsland 1 - breyting á vélaskemmu í gistiaðstöðu.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  5. mál. Mörk, íþróttasvæði - flutningur húss.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  6. mál. Kirkjubær 2 - álit nefndar á smáhýsum til gistingar.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  Fundargerðin samþykkt.


  2.      49. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 8. mars 2012
  Fundargerðin samþykkt.

   

   

  III.             Fundargerðir til kynningar.

  1. 139. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 24. febrúar 2012.

  2. 306. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 5. mars 2012.

  3. 794. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. febrúar 2012.

  4. Fundargerð aðalfundar Friðar og frumkrafta. 1. mars 2012.

  5. 115. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, 22. febrúar 2012.

  6. Fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, 29. febrúar 2012.

  IV. Annað kynningarefni.

  1. Ályktun kirkjuþings til sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2012. (2012.02.027)
  „Kirkjuþing 2011 hvetur til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi. Hún felur í sér víðtækt frelsi til tjáningar og iðkunar trúar en virðir jafnframt ólíkar lífsskoðanir.
  Foreldraréttur skal virtur. Trúarleg og siðferðileg mótun ungmenna sé í samræmi við trú eða lífsskoðanir foreldra."
  Sveitarstjórn Skaftárhrepps tekur heilshugar undir ályktun kirkjuþings.

  2. Vinnandi vegur, átak til atvinnusköpunar 15. febrúar - 31. maí 2012. (2012.02.061)

  3. Kostnaðaráhrif reglugerðar um brennslu úrgangs, bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til Umhverfisráðuneytis dags. 29. febrúar 2012. (2012.03.004)

  4. Trúnaðarmál frá stjórn félagsþjónustunnar.

   


  V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


  Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:40

  Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 16. apríl  2012  kl. 13:00. 

  ____________________________
  Guðmundur Ingi Ingason
  ____________________________
  Þórunn Júlíusdóttir
  ____________________________
  Jóhannes Gissurarson.
  ____________________________
  Þorsteinn M. Kristinsson
  ____________________________
  Jóhanna Jónsdóttir