343. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 13. febrúar 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 13. febrúar 2012. 
Fundur hefst kl. 1000 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 343. fundur sveitarstjórnar, 2. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar / afgreiðslu
13. Yfirdráttarheimild fyrir Klausturhóla. 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Fimmtudaginn 2. febrúar fóru sveitarstjóri og verkefnastjóri Friðar og frumkrafta á fund með Strætó b.s., fulltrúum Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Markaðsstofu Suðurlands ásamt fulltrúum Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi.  Stjórn hefur tekið tillit til athugasemda við skipulag almenningssamgangna á Suðurlandi og gaf út nýja áætlun sem tók gildi sunnudaginn 12. febrúar.  Bætt hefur verið við ferð á þriðjudögum og ferðinni á föstudögum hefur verið seinkað til kl. 12 úr Reykjavík.
Sveitarstjórn fagnar breytingunni og þakkar skjót viðbrögð.

 

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 1. Samningur við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagslega úttekt. (2012.01.042)
  Samningurinn samþykktur.
 2. Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald, bréf frá RARIK dags. 20.jan (2012.01.038)
  Í bréfinu óskar RARIK eftir viðræðum um yfirtöku á því götulýsingarkerfi sem er á vegumráðasvæði sveitarfélagsins.
  Sveitarstjórn þiggur viðræður við RARIK um málefnið.

 3. Reglur um snjómokstur í Skaftárhreppi, bréf frá Þorsteini M. Kristinssyni um dags. 26. janúar (2012.01.060)
  Sveitarstjórn felur Þorsteini M. Kristinssyni og Jóhannesi Gissurarsyni að endurskoða viðmiðunarreglur sveitarfélagsins um snjómokstur í samvinnu við Vegagerð ríkisins.
 4. Tillaga að reglum um félagslega heimaþjónustu (2012.01.054)
  Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
 5. Skólahreysti - umsókn um styrk (2012.01.043)
  Sveitarstjórn samþykkir að veita 20.000 kr í verkefnið.
 6. Tillaga að viðtalstímum sveitarstjórnarmanna, bréf dags. 15. janúar 2012. (2012.01.020)
  Tillaga frá Þorsteini M. Kristinssyni og Þórunni Júlíusdóttur um vikulega viðtalstíma sveitarstjórnarmanna, annarra en oddvita. Tilgangur viðtalstímanna er að opna betur stjórnsýslu fyrir íbúum, að þeir geti komið á framfæri hugmyndum sínum, fengið aðstoð sveitarstjórnarfulltrúa í að koma ákveðnum málefnum formlega fyrir sveitarstjórn.
  Samþykkt að sveitarstjórnarmenn hafi viðtalstíma á þriðjudögum kl. 10:30 - 11:30. Þriðjudaginn 21. febrúar verður Þorsteinn M. Kristinsson til viðtals.
  Þriðjudaginn 28. febrúar verður Jóhannes Gissurarson til viðtals.
  Þriðjudaginn 6. mars verður Þórunn Júlíusdóttir til viðtals.
  Þriðjudaginn 13. mars verður Jóhanna Jónsdóttir til viðtals.
  Oddviti hefur fasta viðtalstíma annan og fjórða mánudag í mánuði kl. 10 - 11:30
 7. Tilnefning fulltrúa í starfshóp um stefnumótun um framboð, reglur og leiguverð félagslegs leiguhúsnæðis. (2012.01.055)
  Tilnefnd er Þórunn Júlíusdóttir fyrir hönd Skaftárhrepps.
 8. Erindi frá UMFÍ um gistingu íþróttahópa dags. 3.janúar 2012. (2012.02.012)
  Aðstaða Íþróttamiðstöðvar Skaftárhrepps er mjög góð og getur tekið við hópum til iðkunar íþróttar sinnar í skemmri eða lengri tíma. Margir þjónustuaðilar eru í sveitarfélaginu með gistiaðstöðu og fagnar sveitarstjórn áhuga UMFÍ á samningaumleitunum.
  Sveitarstjórn vísar erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt æskulýðs- og íþróttanefndar.

 9. Breytt skipan umhverfisstofnana. (2012.02.019)
  Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs en þar segir: „Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfisráðherra að óásættanlegt sé að meiriháttar ákvarðanir um stjórnskipun Vatnajökulsþjóðgarðs eigi að taka án lögbundins samráðs við viðkomandi sveitarfélög. Góð sátt við sveitarfélögin var lykilforsenda þess að Vatnajökulsþjóðgarður varð að veruleika. Þar lék skýrt skilgreind aðkoma heimaaðila að stjórn garðsins aðalhlutverk. Ef ráðast á í verulegar breytingar á stjórnskipan þjóðgarðsins án samráðs, mun þeim árangri sem náðst hefur á starfstíma hans vera stefnt í voða."
 10. Beiðni frá Umhverfisstofnun um tilnefningu fulltrúa í ráðgjafanefnd um friðland að Fjallabaki dags. 31.janúar 2012. (2012.02.021)
  Skv. auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 354/1979 er ljóst að Skaftárhreppur á ekki land innan marka friðlands að Fjallabaki. Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum frá Umhverfisstofnun um ástæður tilnefningar fulltrúa Skaftárhrepps.
 11. Beiðni Landgræðslunnar um styrk vegna verkefnisins Bændur græða landið 11.janúar 2012. (2012.02.022)
  Erindið samþykkt í samræmi við fjárhagsáætlun.
 12. Athugasemdir kennara Kirkjubæjarskóla vegna breytinga á gjaldskrá mötuneytis, 2. febrúar 2012. (2012.02.024)
  Sveitarstjórn samþykkir að matarmiðar fyrir hádegisverð starfsmanna Kirkjubæjarskóla verði kr. 300/stk.
 13. Yfirdráttarheimild fyrir hjúkrunarheimilið Klausturhóla.
  Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkir að ábyrgjast yfirdráttarheimild fyrir hjúkrunarheimilið Klausturhóla að upphæð kr. 5.000.000, fimm milljónir króna.

Fundargerðir til samþykktar.

 1. 82. fundur Skipulags- og byggingarnefndar, 6. febrúar 2012. (2012.02.013)
  1. Ósk Landsnets um breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  2. Deiliskipulagsbreyting Hörgslandi 1.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna malartöku við Hörgsá og Kúðafljót.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  4. Hrífunes - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  5. Klausturhólar - umsókn um byggingarleyfi fyrir þökum á tengibyggingar.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  6. Lýsing deiliskipulaga fyrir Eldgjá og Langasjó.
  Sveitarstjórn veitir Vatnajökulsþjóðgarði heimild til skipulagsgerðar og samþykkir framkomnar lýsingar deiliskipulaganna.

  7. Múlakot - beiðni um breytta skráningu.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  8. Hörgslandskot - landskipti.
  Uppdrættir hafa borist frá Landsnotum ehf.
  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin.

  9. Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir skipulags og byggingafulltrúaembætti Skaftárhrepps.
  Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
 2. 123. fundur fræðslunefndar, 9. febrúar 2012. (2012.02.018)
  Fundargerðin samþykkt.

III. Fundargerðir til kynningar.

 1. 17. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 25. janúar 2012.
 2. 136. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 11. janúar 2012.
 3. 305. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 19. janúar 2012.
 4. 48. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 5. janúar 2012.
 5. 49. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 16. janúar 2012.
 6. 50. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 25. janúar 2012.
 7. 51. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 30. janúar 2012.
 8. 138. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands, 20. janúar 2012.
 9. 1. fundur verkefnisstjórnar um Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri, 19. janúar 2012.
 10. Fundargerð stjórnar Hulu b.s., 3.febrúar 2012.
 11. 793. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. janúar 2012.
 12. 452. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 9. desember 2011.
 13. 453. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 3. febrúar 2012.
 14. 137. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 9. febrúar 2012.

IV. Annað kynningarefni.

 1. Tenging Hólmsár- og Búlandsvirkjana með háspennulínum - ákvörðun um tillögu að matsáætlun, bréf frá Skipulagsstofnun, 18. janúar 2012.
 2. Vinnandi vegur, átak til atvinnueflingar með áherslu á einstaklinga sem hafa verið án vinnu lengur en 12 mánuði.


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  16:10

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 12.mars 2012  kl. 13:00.

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Þórunn Júlíusdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir