342. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 9. janúar 2012

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 9. janúar 2012.
Fundur hefst kl. 1000 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 342. fundur sveitarstjórnar, 1. fundur ársins 2012.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.
Sérstaklega var Þórunn Júlíusdóttir boðin velkomin á sinn fyrsta fund sveitarstjórnar sem aðalmaður.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar / afgreiðslu:
6.  Málefni Strætó b.s.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri greindi frá því að niðurstöður úr mengunarmælingum Sorporkustöðvarinnar sem gerðar voru 8. desember s.l. hafa borist.  Mæla þurfti lífrænt kolefni (TOC), skv. starfsleyfi má lífrænt kolefni vera 20 mg/Nm3 og mældist nú <1 mg/Nm3.

 

Dagskrá

I.  Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1. Kosning varaoddvita Skaftárhrepps og tilnefning fulltrúa í félagsmálanefnd, barnaverndarnefnd, Héraðsnefnd og varafulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fulltrúar Ó - lista og L - lista gera með sér eftirfarandi samstarfssamkomulag:

Í ljósi sameiginlegrar niðurstöðu við úrvinnslu aðalskipulags Skaftárhrepps 2010 til 2022, gera listarnir með sér samkomulag um áframhaldandi samstarf. Í samkomulaginu felst meðal annars að vinna áfram í sameiningu að þeim þáttum sem komu fram í endurskoðuðu aðalskipulagi Skaftárhrepps, leita leiða til atvinnuuppbyggingar, leita nýrra tekjustofna og verja grunnstoðir sveitarfélagsins. Jafnframt munu listarnir vinna sameiginlega að því að leita lausna á þeim bráða fjárhagsvanda sem við blasir hjá sveitarfélaginu. Fulltrúaval við lausn verkefna skal miðast við samkomulag um samvinnu listanna.

Kosning varaoddvita í samræmi við 13. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í nýjum sveitarstjórnarlögum er heimild fyrir kosningu tveggja varaoddvita. Í ljósi atvinnu tveggja sveitarstjórnarmanna, þykir sveitarstjórn rétt að nýta sér þessa heimild og kjósa tvo varaoddvita sem starfa sem slíkir fram í júní 2012 eða fram að næsta oddvitakjöri.

Kosning 1. varaoddvita. 
Tilnefndur er Þorsteinn M. Kristinsson - samþykkt samhljóða.

 Kosning 2. varaoddvita.
Tilnefndur er Jóhannes Gissurarson - samþykkt samhljóða.

 Í ljósi þess að ný sveitarstjórnarlög hafa tekið gildi, er það ákvörðun sveitarstjórnar að endurskoða samþykktir um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps. Sveitarstjórn tilnefnir Jóhönnu Jónsdóttur og Þórunni Júlíusdóttur til að endurskoða samþykktirnar.  Endurskoðun  samþykktanna skal vera lokið eigi síðar 1. maí 2012.

Tilnefning fulltrúa í félagsmálanefnd - kosningunni frestað.

Tilnefning fulltrúa í barnaverndarnefnd - tilnefnd er Sólveig Pálsdóttir, Prestsbakkakoti - samþykkt samhljóða.

Breyting á fulltrúum í Héraðsnefnd V. Skaftafellssýslu. 
Þorsteinn M. Kristinsson tekur sæti aðalmanns og varamaður hans er tilnefndur Þórunn Júlíusdóttir - samþykkt samhljóða.

Varafulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður Þorsteinn M. Kristinsson - samþykkt samhljóða.

 

2. Tillaga að nýjum reglum um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði, frá Félagsþjónustu Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, dags. 27. desember 2011.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

3. Staðsetning þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri, frá Landgræðslu ríkisins, dags. 30. des. 2011.
Sveitarstjórn áréttar að lóðin sem ætluð er undir Þekkingarsetur er rúmlega 22.000m2, en áætluð stærð hússins er um 1800m2. Staðsetning hússins á lóðinni hefur ekki verið fastákveðin.
Sveitarstjórn vísar erindi Landgræðslunnar til umsagnar hjá verkefnastjórn Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri.

4. Gjaldskrár Skaftárhrepps.
Mötuneyti Kirkjubæjarskóla - 7.000 kr. pr. mánuður, hækkun samanstendur af vísitöluhækkun og að gjald fyrir ávexti er inni í mötuneytisgjaldi.

Kæribær - mánaðargjald, 31.000 kr., systkinaafsláttur verði 30% fyrir 2. barn, 75% fyrir 3.barn og 100% fyrir 4.barn. ½ mánaðargjald, 15.500 kr., matargjald 5.850 kr.

Tónlistarskóli - 25.000 kr önnin, ½ nám 15.500 kr pr.önn.

Íþróttamiðstöð -
sund fullorðnir, 450 kr
sund börn og elli- og örorkulífeyrisþegar , 250 kr
sund 10 skipti börn og elli- og örorkulífeyrisþegar, 2.000 kr
sund 30 skipti börn og elli- og örorkulífeyrisþegar, 4.500 kr
sund 10 skipti fullorðnir, 4.000 kr
sund 30 skipti fullorðnir, 10.000 kr
sund árskort börn og elli- og örorkulífeyrisþegar 15.000 kr
sund árskort fullorðnir 30.000 kr.

Íbúar Skaftárhrepps, 16 ára og yngri án endurgjalds í sund.

Tækjasalur og sund
stakur tími, 650 kr
10 skipti, 5.500 kr
4ra mánaða kort, 15.000 kr
árskort, 40.000 kr.

Íþróttasalur
stakur tími, 3000 kr.
1x í viku a.m.k. í 12 skipti, 25% afsláttur
2x í viku a.m.k. í 12 skipti, 35% afsláttur

Handklæðaleiga 400 kr.
Sundföt leiga 400 kr.

Álagning fasteignagjalda 2012.
Sveitarstjórn samþykkir að álagningahlutfall fasteignagjalda skuli vera óbreytt frá 2011, með vísan til a-, b- og c liða 3.mgr. 3.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr 4 /1995 (máb) og heimild skv. 4. mgr. sömu greinar laga.

Fasteignagjöld skv. a lið 0,625%
Fasteignagjöld skv. b lið 1,32%
Fasteignagjöld skv. c lið 1,65%
Holræsagjald verður 0,15% af fasteignamati húss og lóðar á Kirkjubæjarklaustri.

Sorphreinsun

 

2012

 

Íbúðir

 

17.200,0

 

Lögbýli b1

 

14.750,0

 

Lögbýli b2

 

29.500,0

 

Fyrirtæki eyðing

   

 

c1

 

19.800,0

 

c2

 

59.000,0

 

c3

 

118.200,

 

c4

 

236.300,

 

Frístundahús eyðing

 

6.800,0

 

     

 

Nýbygging kr/m3

 

40,5

 

Viðhald/endurbætur

   

 

b1

 

8.270,0

 

b2

 

24.800,0

 

b3

 

82.700,0

 

Rif á mannvirkjum kr/m3

 

40,5

 

Sveitarstjóra falið að kanna forsendur flokkunar á sorpeyðingargjöldum lögbýla og fyrirtækja.


Gjaldskrár Skaftárhrepps samþykktar samhljóða.

5. Reglur um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi til elli- og örorkulífeyrisþega.
Sveitarstjórn samþykkir að halda óbreyttum reglum frá 2011.

6. Málefni Strætó b.s.

Sveitarstjórn lýsir furðu sinni með þá áætlun sem gefin hefur verið út um áætlanir almenningssamgangna austur fyrir Mýrdalssand.  Hingað til hafa verið 3 ferðir í viku föstudaga, sunnudaga og þriðjudaga yfir vetrartímann og daglega yfir sumartímann, en nú er áætlun sett upp með ferðir á föstudögum og sunnudögum. 
Sveitarstjórn Skaftárhrepps mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem áætlun Strætó b.s. leggur upp.  Skv. 2. gr samnings um almenningssamgöngur milli Vegagerðar og Sambands Sunnlenskra sveitarfélaga frá 26. júlí 2011 er kveðið á um að sambandið og sveitarfélögin leitist við að skipuleggja almenningssamgöngur með þeim hætti að þjónusta verði sem best.  Ekki hefur verið haft samráð við Skaftárhrepp vegna þessarar áætlunar.
Sveitarstjórn krefst þess að Samband sunnlenskra sveitarfélaga endurskoði áætlunina nú þegar.

II.  Fundargerðir til samþykktar.

1. 84. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 29. nóvember 2011.
fundargerðin samþykkt.

III. Fundargerðir til kynningar.

1. 14. fundur Inntökuráðs ART teymis, 17. maí 2011.
2. 15. fundur Inntökuráðs ART teymis, 12. desember 2011.
3. 16. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 14. desember 2011.
4. 114. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 14. desember 2011.
5. 137. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 9. desember 2011.
6. 452. fundur stjórnar SASS, 9. desember 2011.

IV. Annað kynningarefni.

1. Aðalskipulag Rangárþings eystra, umsögn, nóvember 2011.

 


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  14:40

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 13. febrúar 2012  kl. 10:00.

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason
____________________________
Þórunn Júlíusdóttir
____________________________
Jóhannes Gissurarson.
____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson
____________________________
Jóhanna Jónsdóttir