341. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 12. desember 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 12. desember 2011. 
Fundur hefst kl. 1000 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 341. fundur sveitarstjórnar, 14. fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

 

Fundargerðir til kynningar:
4.  83. fundur Héraðsnefndar Vestur- Skaftafellssýslu, 3. nóvember 2011.
5.  84. fundur Héraðsnefndar Vestur- Skaftafellssýslu, 5. desember 2011.
6.  47. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu, 8. des 2011.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Föstudaginn 8. desember fóru sveitarstjóri og oddviti á fund Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.  Niðurstaða fundarins varð sú að Eftirlitsnefndin mun leggja til ráðgjafa sem fara mun yfir bókhald Skaftárhrepps og athuga með að finna ráðleggingar og lausnir á fjármálastöðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri verður í leyfi 18. til 23. desember næstkomandi.

 

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Endurskipulagning heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi, frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dags. 24. nóvember 2011.

Sveitarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum vegna  þeirra áforma sem koma fram í bréfi Heilbrigðisstofnunar.  Öll áform um breytingar á heilbrigðisþjónustu þurfa að vera vel kynnt íbúum og vera vel ígrunduð og skilgreind. Sveitarstjórn óskar eftir fundi með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um áform stofnunarinnar.

2.        Beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðra leyfisveitinga, frá sýslumanninum í Vík, dags. 23. nóv. 2011. 
Þorsteinn Kristinsson lýsir yfir vanhæfi sínu og víkur af fundi.
Jóhanna Jónsdóttir lýsir yfir vanhæfi sínu og víkur af fundi.
*Leyfisveiting vegna Ferðaþjónustunnar Hunkubökkum ehf, kt. 580100-2280, sótt er um leyfi til að reka gististað í  flokki V, gistiheimili.  Sveitarstjórn gerir ekki ahugasemd við leyfisveitinguna.
*Leyfisveiting vegna Geirlands ehf, kt. 410703-3780, sótt er um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel og veitingastaður.  Sveitarstjórn gerir ekki ahugasemd við leyfisveitinguna.
*Leyfisveiting vegna Ferðaþjónustunnar Efri-Vík ehf, kt. 631078-0799, sótt er um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel.  Sveitarstjórn gerir ekki ahugasemd við leyfisveitinguna.
*Leyfisveiting vegna Systrakaffi ehf., kt. 530201-2010, sótt er um leyfi til að reka veitingahús í flokki II, veitingahús. Sveitarstjórn gerir ekki ahugasemd við leyfisveitinguna.
Þorsteinn og Jóhanna koma inn á fundinn aftur.

3.   Kortlagning auðlinda ferðaþjónustu, ósk um aðgengi að gögnum, erindi frá Ferðamálastofu, dags. 16. nóv. 2011.
Óskað er eftir stuðningi sem felst í aðgengi að öllum kortagögnum sem unnin hafa verið á svæðinu í tengslum við t.a.m. aðalskipulagsvinnu og aðra skipulagsvinnu.  Einnig er óskað eftir því að sveitarstjórn tilnefni tvo fulltrúa og einn til vara í samráðshóp verkefnisins.

Sveitarstjórn samþykkir að hópurinn fái aðgang að þeim gögnum sem sveitarfélagið hefur og getur nýst í þessari vinnu.  Tilnefnd eru Anton Kári Halldórsson, skipulags- og byggingafulltrúi og Dagbjört Agnarsdóttir, verkefnastjóri Friða og frumkrafta.  Til vara er Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri.

4.    Umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2011, erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags 17. nóv. 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 5.000 kr pr. nemanda í 3ja bekk Kirkjubæjarskóla, skólaárið 2011-2012.

5.    Safnahelgi á Suðurlandi 2012, beiðni um styrk, dags. 11. nóvember 2011.
Undirbúningur safnahelgar 2012 er hafinn og er áætlað að hún verði haldin fyrstu helgina í nóvember 2012.  Til að geta kynnt dagskrá helgarinnar nægilega eru sveitarfélög beðin um aðstoð sem felst í því að kosta dreifingu á dagskrá helgarinnar til allra íbúa á sínu svæði.
Sveitarstjórn vísar erindinu til menningarmálanefndar.

6.    Erindi frá Jónu Sigurbjartsdóttur, dags. 7. desember 2011.
Í bréfi Jónu segir: „Undirrituð óskar hér með eftir lausn frá setu í sveitarstjórn Skaftárhrepps, vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu, frá og með n.k. áramótum 2011 og 2012.  Ég þakka samstarfsfólki mínu gott samstarf og óska þeim velfarnaðar í vandasömu starfi um ókomin ár.  Um leið vil ég óska Skaftárhreppi og íbúum hans, farsældar og hamingjuríkra daga.“

Sveitarstjórn þakkar Jónu Sigurbjartsdóttur það óeigingjarna starf sem hún hefur innt af hendi í þágu Skaftárhrepps þau 17 ár sem hún hefur starfað að sveitarstjórnarmálum Skaftárhrepps.  Hún mun nú snúa sér að nýjum verkefnum á nýjum stað.  Sveitarstjórn þakkar samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Sveitarstjórn felur kjörnefnd að útbúa ný kjörbréf í samræmi við breytingarnar.

 

Fundargerðir til samþykktar.

1.      81. fundur Skipulags- og bygginganefndar, 5. desember 2011.
1. deiliskipulagsbreyting Hörgslandi 1. 
    Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2. erindi Skipulagsstofnunar vegna björgunarsveitarhúss á lóð í landi Grafar, Skaftárhreppi, dags. 16. nóvember 2011.
   
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

Fundargerðin samþykkt.


2.      122. fundur fræðslunefndar, 2. desember 2011.
Fundargerðin samþykkt.

3.      48. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 28. nóvember 2011.
Fundargerðin samþykkt með fyrirvara um lagfæringar.
Sveitarstjóri ásamt skipulags- og byggingafulltrúa eru að skoða og fara yfir kostnað við orkuöflun íþróttamiðstöðvar í sambandi við sorpbrennsluna með tilliti til hagkvæmni.  Sveitarstjórn hvetur starfsfólk íþróttamiðstöðvar til að gæta ítrustu sparsemi í rekstri mannvirkjanna.

 

4.      Fundargerðir fjallskilanefndar Álftaversafréttar.
Fundargerðirnar samþykktar.

 

 

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      15. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 30. nóvember 2011.

2.      113. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 23. nóvember 2011.

3.      135. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 17. nóvember 2011.

4.   83. fundur Héraðsnefndar Vestur- Skaftafellssýslu, 3. nóvember 2011.
5.   84. fundur Héraðsnefndar Vestur- Skaftafellssýslu, 5. desember 2011.
6.   47. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu, 8. des 2011.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.    Bættar samgöngur að Lakagígum, erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði, dags. 25. nóv. 2011. 

2.   Ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra,
dags. 2. desember 2011.

3.        Ályktanir 47. sambandsþings Ungmennafélags Íslands, haldið á Akureyri 15. – 16. október 2011.V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit


Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  14:40

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 9. janúar 2012  kl. 10:00.

 

 

 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir