339. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 14. nóvember 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 14. nóvember 2011.  Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 339. fundur sveitarstjórnar, 12. fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

 

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

16.  Beiðni frá Gyðu Sigríði Einarsdóttur um að fá Kirkjubæjarskóla leigðan yfir sumartímann til reksturs ferðaþjónustu.

17. Greinargerð Landgræðslunnar um brýnustu varnaraðgerðir við Hverfisfljót og Brunná.

18. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 1. nóvember 2011.

19. Skýrslur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um reglubundið eftirlit í Kirkjubæjarskóla, Kærabæ, Klausturhólum og sundlaug.

 

Annað kynningarefni

5.    Umsögn Skaftárhrepps við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Erindi frá Halldóri Jóhannssyni dags. 17. október 2011.
Beiðni um að fá jörðina Á leigða til langtíma eða keypta til skógræktar.
Á fundi sveitarstjórnar þann 14. júní s.l. var tekin ákvörðun um að jörðin Á yrði ekki seld.  Þá var einnig ákveðið að leita eftir samningum við þá tvo aðila sem gert höfðu tilboð í jörðina á vordögum.  Þeim samningum er enn ólokið.
Sveitarstjórn hafnar því beiðni Halldórs Jóhannssonar, um leigu á jörðinni Á, að svo stöddu.

 

2.        Snorraverkefnið, beiðni um styrk fyrir starfsárið 2012.
Verkefni á vegum Norræna félagsins og Þjóðræknisfélags Íslendinga sem hefur það markmið að auka tengsl Íslendinga við samfélag fólks af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjunum.
Sveitarstjórn getur ekki veitt verkefninu styrk fyrir árið 2012.

3.        Umhverfisráðuneytið, landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023.
Sveitarstjórn er gefin kostur á að koma að vinnu við útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingar á rammatilskipun um úrgang.
Sveitarstjórn mun óska eftir fundi með fulltrúum Umhverfisráðuneytisins um landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023.

4.        Umhverfisstofnun, beiðni um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Ný lög um stjórn vatnamála tóku gildi 7. apríl 2011.  Íslandi hefur verið skipt upp í fjögur vatnasvæði og skal starfrækja eina vatnasvæðisnefnd á hverju svæði.  Skaftárhreppur skal tilnefna fulltrúa sveitarstjórnar og umhverfis- og náttúrunefndar.
Einnig var tekinn fyrir tölvupóstur frá Þorvarði Hjaltasyni framkvæmdastjóra SASS þar sem lögð er fram tillaga um að kanna vilja sveitarfélaganna til að sameinast um tilnefningar í nefndina.
Sveitarstjórn tekur vel í tillögu SASS og vill gjarnan að sameiginlegur fulltrúi verði tilnefndur í nefndina.

5.        Kirkjubæjarstofa, beiðni um styrk fyrir starfsárið 2012.
Óskað er eftir 1.000.000 kr styrk vegna verkefna ársins 2012.
Beiðninni vísað til vinnu vegna fjárhagsáætlunar 2012.

6.        Umsókn um stofnun lóðar í landi Arnardrangs.

Helgi V. Jóhannsson kt. 220552-3069 og Sigurdís Þorláksdóttir kt. 290550-4119, sækja um að stofna lóð úr jörð sinni Arnardrangi ln. 163297, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ljúka málinu.

7.        Bréf frá Lex lögmannsstofu vegna áforma um virkjun í Rauðá.
LEX lögmannsstofa fyrir hönd umbjóðenda sinna, fer fram á að útgáfa framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í Rauðá, sem veitt var þann 9. febrúar 2009, verði afturkölluð hið fyrsta.
Skv. 9.mgr. 27.gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997, fellur framkvæmdaleyfi úr gildi hefjist framkvæmdir ekki innan tveggja ára frá útgáfu þess.
Sveitarstjórn er ekki kunnugt um að neinar framkvæmdir hafi hafist á umræddu svæði enn.  Engar tilkynningar hafa borist skipulags- og byggingafulltrúa Skaftárhrepps þess efnis og ekki hefur nein beiðni um úttekt byggingafulltrúa á framkvæmdasvæðinu borist.
Framkvæmdaleyfið er því fallið úr gildi og til að hefja framkvæmdir vegna virkjunar Rauðár þarf að sækja um framkvæmdaleyfi að nýju.


8.        Beiðni framkvæmdahóps um uppbyggingu ferðamannastaða um aðkomu Skaftárhrepps á uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða í sveitarfélaginu.
Áhersla framkvæmdahópsins beinist fyrst og fremst að áningastað í Eldhrauni, áningastað við Fjaðrárgljúfur, aðstöðu við Fagrafoss og aðstöðu við Dverghamra.  Beiðnin felur í sér að Skaftárhreppur láti vinna deiliskipulag á þeim stöðum sem þess þarf og geri samninga við landeigendur þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar.  Einnig að Skaftárhreppur kanni möguleika á að ráða landvörð til starfa á láglendi í samstarfi við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð.
Sveitarstjórn tekur undir með framkvæmdahópnum að þörfin fyrir bættan aðbúnað á almennum áningastöðum í sveitarfélaginu er brýn.  Sveitarstjórn samþykkir að standa að styrkumsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og ræða við framkvæmdahópinn um nánari útfærslu á verkefninu.

9.        Drög að samkomulagi um framlag  Skaftárhrepps vegna þátttöku í Friði og frumkröftum.
Samkomulagið felur í sér að Skaftárhreppur er þátttakandi í samtökum Friða og frumkrafta og leggur til aðstöðu fyrir starfsmann samtakanna á skrifstofu Skaftárhrepps í stað greiðslu félagsgjalda.
Sveitarstjórn samþykkir samkomulagsdrögin og felur sveitarstjóra að ganga frá formlegu samkomulagi við stjórn Friða og frumkrafta.

10.    Umhverfisráðuneytið, beiðni um umsögn um drög að nýrri skipulagsreglugerð.
Drögin má nálgast á heimasíðu umhverfisráðuneytis,
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1934 .
Sveitarstjórn mun ekki veita umsögn um drögin.

 

11.    Málefni félagsheimilisins í Efri - Ey, ályktun íbúafundar þann 3. október 2011 í Meðallandi um að áhugamannafélag taki yfir eignarhald og rekstur félagsheimilisins.
Sveitarstjórn tekur undir ályktun íbúafundarins og sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

12.    Umhverfisráðuneytið, beiðni um umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Drögin má nálgast á heimasíðu umhverfisráðuneytis,
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1917 .
Sveitarstjórn mun ekki veita umsögn um drögin.

13.    Drög að verkáætlun um rammaskipulag fjallabakssvæðisins í samvinnu við Rangárþing eystra og Rangárþing ytra.
Vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í þessu verkefni að svo stöddu.

14.    Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012.
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að styrkja Stígamót starfsárið 2012.

15.    Fjárhagsáætlun Skaftárhrepps 2012, fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.  Áformað er að halda íbúafund um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins 28. nóvember kl. 20:00.

16.    Beiðni frá Gyðu Sigríði Einarsdóttur um að fá Kirkjubæjarskóla leigðan yfir sumartímann til reksturs ferðaþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita, formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra að ræða við umsækjanda og að skoða nýtingu skólahússins í heild sinni  m.t.t. skólasamfélagsins og vinnu við skólastefnu og fleiri atriði.

17.    Greinargerð Landgræðslunnar um brýnustu varnaraðgerðir við Hverfisfljót og Brunná.
Sveitarstjóra falið að senda forsætisráðuneytinu bréf þar sem brýnna úrbóta er þörf nú þegar á svæði Hverfisfljóts og Brunnár, vegna aukins leir- og eðjuframburðar af völdum goss í Grímsvötnum .

 

18. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 1. nóvember 2011.
Erindi varðandi útblástursgildi lífræns kolefnis og útblásturshraða sorporkustöðvar. 
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

19. Skýrslur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um reglubundið eftirlit í Kirkjubæjarskóla, Kærabæ, Klausturhólum og sundlaug.
Sveitarstjórn fór yfir skýrslurnar og felur sveitarstjóra að láta vinna að úrbótum.

 

Fundargerðir til samþykktar.

1.      121. fundargerð fræðslunefndar, 2. nóvember 2011.
Sveitarstjórn tekur undir hvatningu til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að nota bílbelti og endurskinsmerki.
Fundargerðin samþykkt.

2.      Fundargerð umhverfis- og náttúruverndarnefndar, 20. október 2011.
Fundargerðin samþykkt.

3.      46. fundargerð stjórnar félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu b.s. 31. okt. 2011.  
Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2012.
Fundargerð og fjárhagsáætlun samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      45. fundur stjórnar félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu b.s. 18. október 2011.

2.      Fundargerð aðalfundar félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu b.s. 18. október 2011

3.      14. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 27. október 2011.

4.      112. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 19. október 2011

5.      447. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 7. október 2011.

6.      448. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 27. október 2011.

7.      136. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 27. október 2011.

8.      Fundargerð 6. aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, 28. október 2011.

9.      134. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 6. október 2011.

10.  82. fundur Héraðsnefndar V. Skaftafellssýslu, 22. júní 2011.

11.  449. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 3. nóvember 2011.

12.  Fundargerð 42. aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 28. og 29. október 2011.

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011.

2.        Samþykkt aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, bréf dags. 20. október 2011.

3.        Kynning á drögum að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028, bréf dags. 21. október 2011.

4.        Öryggi barna hjá dagforeldrum: Framkvæmd reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.  Velferðarráðuneytið, bréf dags. 1. nóvember 2011.

5.        Umsögn Skaftárhrepps við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, bréf dags. 10. nóvember 2011.


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:25

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 30.11.2011  kl. 10:00.

  

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

 

 ____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

 

 ____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 

  ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 ____________________________
Jóhanna Jónsdóttir