338. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 26. október 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði miðvikudaginn 26. október 2011.  Fundur hefst kl. 2000 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 338. fundur sveitarstjórnar, 11. fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 2 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Dagskrá

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.      Aðalskipulag Skaftárhrepps.

Frestun staðfestingar Aðalskipulags Skaftárhrepps 2010 – 2022 á 170 – 220 m breiðu belti er varðar legu háspennulínu frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og frá henni til norðurs að Sigöldulínu 4.  

Sveitarstjórn óskaði þann 23. febrúar 2011 eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 til staðfestingar umhverfisráðherra.  Skipulagsstofnun taldi sveitarstjórn þurfa að bregðast við nokkrum atriðum áður en stofnunin gæti afgreitt aðalskipulagið til staðfestingar.  Sveitarstjórn brást við athugasemdunum.  Þann 3. júni 2011 sendi Skipulagsstofnun bréf til umhverfisráðuneytis þar sem fram kemur að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn Skaftárhrepps og taldi að sveitarfélagið hafi komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar að öllu leyti nema því sem lýtur að stefnu um raflínur.  Í bréfinu kemur fram að Skipulagsstofnun mælir með staðfestingu Aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022 skv. 19. gr. skipulags- og byggingarlaga, að undanskilinni ákvörðun um legu háspennulína frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og frá henni til norðurs að Sigöldulínu 4.

Umhverfisráðuneytið sendi Skaftárhreppi bréf dags. 17. október 2011 þar sem fram kemur að niðurstaða ráðuneytisins sé að fresta beri staðfestingu á þeim hluta aðalskipulags  sem varðar legu háspennulínu frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og frá henni til norðurs að Sigöldulínu 4.  Ráðuneytið óskaði eftir að sveitarstjórn Skaftárhrepps undirritaði gögn og staðfesti að skipulagsuppdráttur og greinargerð sé með sama efni og auglýst var af hálfu sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á auglýstri tillögu fyrir utan það svæði sem frestunin nær til.


Staðfestingu aðalskipulags hefur verið frestað á 170-220 m breiðu belti er varðar legu háspennulínu frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og frá henni til norðurs að Sigöldulínu 4.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps staðfestir að skipulagsuppdráttur dags. 11.04.2011, með breytingu dags. 26.10.2011, og greinargerð dags. 11.04.2011, með breytingu 26.10.2011, sé með sama efni og auglýst var af hálfu sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á auglýstri tillögu fyrir utan það svæði sem frestunin nær til.
Sveitarstjórn samþykkir uppdráttinn og greinargerðina.II.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit
Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  21:40.

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson
____________________________
Jóhanna Jónsdóttir