337. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 10. október 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 10. október 2011.  Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 337. fundur sveitarstjórnar, tíundi fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 3 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi oddviti, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

 

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

7.     Varmadælur fyrir félagsheimili.

8.     Áskorun til sveitarstjórnar vegna svifryksmælis í Fljótshverfi.

 

Fundargerðir til kyningar

8.     44. fundargerð stjórnar félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaft, 5. okt. 2011.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Tillaga að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti.

2.        Beiðni um umsögn vegna leyfisveitingar til Skúla Baldurssonar, Syðri Steinsmýri.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

3.        Beiðni um umsögn um umsókn Sóley Minerals ehf um leyfi til rannsókna á magnetíti á Meðallandssandi í Skaftárhreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.        Jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun, bréf frá Jafnréttisstofu, dags 29. sept 2011.
Sveitarstjórn felur jafnréttisnefnd að yfirfara jafnréttisáætlun 1997-2000 sem til er fyrir sveitarfélagið og koma nýrri áætlun ásamt framkvæmdaáætlun til Jafnréttisstofu.

5.        Sala vallarhúss að Kleifum.

Tilboð hefur borist í vallarhúsið að Kleifum frá Hótel Skaftafelli að fjárhæð 3.700.000 kr.  Sveitarstjórn samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

6.        Þekkingarsetur, tilnefning fulltrúa í vinnuhóp.
Sveitarstjórn tilnefnir oddvita og sveitarstjóra sem sína fulltrúa í vinnuhópinn, Þorsteinn M. Kristinsson og Jóhanna Jónsdóttir tilnefndir varamenn.

7.        Varmadælur fyrir félagsheimili.
Oddviti fer yfir þann undirbúning sem átt hefur sér stað við að fá varmadælur í félagsheimili sveitarfélagsins.  Sótt hefur verið um styrk til verkefnisins til Orkustofnunar.  Sveitarstjórn felur oddvita ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa að klára verkefnið.

8.        Áskorun til sveitarstjórnar vegna svifryksmælis í Fljótshverfi.
Sveitarstjórn tekur undir áskorun íbúa að nauðsynlegt er að svifryksmæli verði aftur komið upp í Fljótshverfi sem fyrst.  Í ljósi aðstæðna telur sveitarstjórn nauðsynlegt að svikryksmælir sé bæði á Kirkjubæjarklaustri og í Fljótshverfi. 

Fundargerðir til samþykktar.

1.      Fundargerð skipulags og bygginganefndar, 3. október 2011
1. Ósk um breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps. – afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
2. Gröf , stofnun lóðar – afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
3. Seljaland, byggingarleyfisumsókn - afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
4. Arnardrangur, byggingarleyfisumsókn – afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
5. Gröf, byggingarleyfisumsókn –
afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      111. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 28. september 2011.

2.      13. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 22. september 2011.

3.      2. fundur Stýrihóps um aðgerðir gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár, 23. september 2011.

4.      Fundargerð stjórnar Hulu b.s. 5. október 2011

5.      Fundargerð aðalfundar Hulu b.s. 5. október 2011

6.      Fundargerð stjórnar Hulu b.s. 5. október 2011

7.      303. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 5. október 2011.

8.      44. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaft.  5. október 2011.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Fjármál sveitarfélaga, bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. september 2011

2.        Hvatning vegna kvennafrídagsins 25. október, bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. september 2011.

3.        Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 12. október 2011, bréf dags. 19. september 2011.

4.        Fundir með fjárlaganefnd Alþingis.

5.        Sveitarstjórnarlög samþykkt á Alþingi í september 2011.V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  16:40

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 14.nóvember  2011 kl. 13:00. 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson
____________________________
Jónína Jóhannesdóttir