336. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 19. september 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 19. september 2011.  Fundur hefst kl. 1000 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 336. fundur sveitarstjórnar, níundi fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Jóna Sigurbjartsdóttir starfandi oddviti, í fjarveru Guðmundar Inga, býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Fundargerðir til kynningar

10.     133. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 15.september 2011.

11.     789. fundur stjórnar Sambands Ísl. Sveitarfélaga, 9. september 2011.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

I.  Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Boð frá Suðra, íþróttafélagi fatlaðra um að taka þátt í bocciamóti.
Sveitarstjórn þakkar kærlega fyrir boðið.

2.        Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps.
Sverrir Gíslason lýsir vanhæfi sínu og víkur af fundi.
Erindinu vísað til Skipulags- og bygginganefndar.
Sverrir kemur inn á fundinn aftur.

3.        Ársþing SASS, 28. og 29. október n.k. – kjörbréf.
Skaftárhreppur hefur rétt til setu tveggja fulltrúa, oddviti og varaoddviti verða aðalfulltrúar og sveitarstjóri með seturétt.  Þorsteinn Kristinsson og Jóhanna Jónsdóttir tilnefndir varafulltrúar.

4.        Umsögn um stofnun nýs lögbýlis í landi Botna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að stofnað verði lögbýli í landi Botna skv. framlögðum gögnum.

5.        Beiðni um umsögn um umsókn Sóley Minerals ehf um leyfi til leitar og rannsóknar á magnetíti á hafsbotni undan suðurströnd Íslands, ásamt Héraðsflóa.
Svetiarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.        Fyrirspurn frá Menningarmálanefnd Skaftárhrepps varðandi Múlakotsskóla.
Sveitarstjórn þakkar Menningarmálanefnd fyrir ábendinguna.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna nánar varðandi mat Viðlagatrygginga á Múlakotsskóla og í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa að klára þau viðhaldsverkefni sem byrjað var að undirbúa. 

7.        Sala vallarhúss að Kleifum.
Kaupendur  hafa fallið frá kaupunum að húsinu, sveitarstjóra falið að ganga frá uppgjöri er varða söluna og auglýsa eignina til sölu aftur.  

8.        Fjármál Skaftárhrepps.

Sveitarstjórn mun endurskoða fjárhagsáætlunar 2011og hefja undirbúning fjárhagsáætlunar 2012.  Formenn nefnda og forstöðumenn stofnana munu verða kallaðir til við vinnu við áætlun næsta árs. Endurskoðun á tryggingum sveitarfélagsins er komin í vinnslu.

II.  Fundargerðir til samþykktar.

1.      Fundargerð 29. ágúst og fjallskilaseðill fjallskilanefndar Skaftártungu.
Fundargerðin og fjallskilaseðill samþykkt.

2.      Fjallskilaseðill Austur Síðu afréttar.
Vegna  liðar 6 í fjallskilaseðli vill sveitarstjórn árétta að samkvæmt fjárhagsáætlun 2011 er akstur ekki greiddur vegna fjallskila.
Fjallskilaseðill samþykktur að öðru leiti.

3.      Fundargerðir 3. ágúst og 25. ágúst og fjallskilaseðill Landbrots- og Miðafréttar.
Fundargerðirnar og fjallskilaseðill samþykkt.

4.      120. fundur fræðslunefndar, 5. september 2011.
Formaður fræðslunefndar óskar eftir því að bókað verði að náðst hefur fram hagræðing í rekstri Kirkjubæjarskóla með styttingu skólaárs um 7 daga með tilfærslu á kennslustundum.
Fundargerðin samþykkt.

5.      46. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 2. september 2011.
4. liður – sveitarstjórn tekur undir með æskulýðs- og íþróttanefnd og ákveður að taka þátt í verkefninu.
Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

6.      47. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 9. september 2011.
Fundargerðin samþykkt.  Hvað varðar opnunartíma íþróttamiðstöðvar vísar sveitarstjórn til hagræðingar í rekstrinum án þess þó að slá af öryggiskröfum og hvetur æskulýðs- og íþróttanefnd ásamt sveitarstjóra að finna hagkvæmustu lausn málsins.

7.      Fundargerð menningarmálanefndar, 8. júní 2011.
Fundargerðin samþykkt, með fyrirvara um að smávægilegar villur verði leiðréttar.

8.      Fundargerð menningarmálanefndar, 18. ágúst 2011.
Fundargerðin samþykkt.

9.      Fundargerð menningarmálanefndar, 5. september 2011.
Fundargerðin samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      135. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 9. september 2011.

2.      445. fundur stjórnar Sambands sunnlenskra Sveitarfélaga, 12. ágúst 2011.

3.      446. fundur stjórnar Sambands sunnlenskra Sveitarfélaga,  9. september 2011.

4.      302. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 7. september 2011.

5.      43. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 8. september 2011.
Sveitarstjórn tekur undir með stjórninni að finna verður viðunandi lausn á húsnæðismálum Félagsþjónustunnar.

6.      131. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 18. ágúst 2011.

7.      132. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 1. september 2011.

8.      110. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 31. ágúst 2011.

9.      12. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 1. september 2011.

10.  133. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 15.september 2011.

11.  789. fundur stjórnar Sambands Ísl. Sveitarfélaga, 9. september 2011.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

2.        Náttúrustofa á Suðausturlandi, bréf til umhverfisráðherra.

3.        Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

4.        Fyrirhuguð niðurfelling héraðsvegarins Þverárvegur (nr. 2029) af vegaskrá.

5.        VII. Umhverfisþing 14. október 2011.

6.        Aðgerðaráætlun sveitarfélaga um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  14:00

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 10.október  2011 kl. 13:00.

 

____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir

____________________________
Sverrir Gíslason