335. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 15. ágúst 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 15. ágúst 2011.  Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 335. fundur sveitarstjórnar, áttundi fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi  oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

15.     Daggjöld á afrétti 2011.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Samningur SASS og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á Suðurlandi.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.

2.        Framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu 2010-2014

Sveitarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti.

3.        Náttúrustofa á Suðausturlandi, samstarf við sveitarfélagið Hornafjörð.
Sveitarstjóra falið að ræða nánar við Hornfirðinga um Náttúrustofu á Suðausturlandi.

4.        Eldvilji ehf. ársreikningur og tilnefning fulltrúa á aðalfund.
Oddvita falið að sækja aðalfundinn fyrir hönd Skaftárhrepps.

5.        Björgunarsveitin Stjarnan – umsókn um niðurfellingu byggingarleyfisgjalda, dags. 25. júlí 2011
Sveitarstjórn samþykkir niðurfellingu byggingarleyfisgjalda af væntanlegri byggingu húsnæðis sveitarinnar í landi Grafar.

6.        Sauðfjárveikivarnarlína, erindi frá Matvælastofnun, dags. 20. júlí 2011
Sveitarstjóra og Jóhannesi falið að ræða við hagsmunaaðila og landeigendur sem eiga jarðir að girðingunum varðandi yfirtöku Mýrdalssandslínu, Eldhraunslínu og Hólmsárlínu.
 

7.        Stofnun lögbýlis í landi Botna, umsögn.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum.

8.        Vátryggingar sveitarfélagsins, erindi frá Sjóvá, dags. 6. júní 2011
Sveitarstjórn samþykkir erindið og mun óska eftir tilboðum frá fleiri tryggingafélögum.
 

9.        Fundarboð SASS vegna almenningssamgangna 16. ágúst 2011
Sveitarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Skaftárhrepps.

10.    Auglýsing UMFÍ um að halda landsmót UMFÍ 50+  2012.
Skaftárhreppur mun ekki sækja um að halda landsmót UMFÍ 50+  2012.

11.    Þátttaka ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október 2011, dags. 30. júní 2011.
Sveitarstjórn mun kanna möguleika sveitarfélagsins að senda fulltrúa Skaftárhrepps á Umhverfisþingið.
 

12.    Fjárhagsstaða sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og mun setjast yfir skipulag fjármálanna og stöðuna á næstu vikum.

13.    Staða málningarverkefnis í samstarfi við Vinnumálastofnun.
Áætlun gerir ráð fyrir kosnaði uppá 5.274 þúsund á móti kemur 1.932 þúsund frá Vinnumálastofnun og 3.342 þúsund úr sjóði á vegum atvinnulífsins.

14.    Ársreikningur Hjúkrunarheimilisins Klausturhóla 2010.
Sveitarstjórn lýsir ánægju með þann árangur sem náðst hefur í rekstri hjúkrunarheimilisins, en leggur áherslu á að ná þarf rekstrarhallanum niður enn frekar.

15.    Daggjöld á afrétti 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að daggjöld á afrétti verði óbreytt frá síðasta ári, framreiknuð samkvæmt vísitölu neysluverðs án húsnæðiskostnaðar í júlí 2011.  Daggjöld 2010 voru 11.469 kr. og vísitala í júlí 2010 361,7 stig, vísitala í júlí 2011 var 379,9 stig og verða daggjöld því 12.046 kr. árið 2011.


Fundargerðir til samþykktar.

1.      119. fundur Fræðslunefndar, 27. júní 2011
Fundargerðin samþykkt.

2.    78. fundur Skipulags- og byggingarnefndar, 4. júlí 2011
1.mál: Deiliskipulag fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæjarklaustri - samþykkt
2.mál: Klausturvegur 10, byggingarleyfisumsókn - samþykkt
3.mál: Botnar, byggingarleyfisumsókn - samþykkt
4.mál: Umsókn um stikun Faxasundsleiðar og Breiðbaksleiðar - samþykkt
5.mál: Skilti meðfram Klausturvegi, byggingarleyfisumsókn – samþykkt
Jóhannesi og Þorsteini falið í samstarfi við skipulags- og byggingafulltrúa að móta
reglur um staðsetningu skilta á og við Kirkjubæjarklaustur.

Fundargerðin samþykkt.

3.      79. fundur Skipulags- og byggingarnefndar, 10.ágúst 2011
1. mál: Deiliskipulagsbreyting Hótel Núpar - samþykkt
2. mál: Breyting á aðalskipulagi vegna byggingar Þekkingarseturs - samþykkt
3. mál: Fossar, stofnun lóðar - samþykkt
4. mál: Kirkjubær 2, stofnun lóðar - samþykkt
5. mál: Skilti við Klausturveg, byggingarleyfisumsókn. – samþykkt

Fundargerðin samþykkt.

4.      84. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla.
Fundargerðin samþykkt.


III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      301. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 14. júní 2011

2.      10. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.  9.júní 2011

3.      42. fundur stjórnar félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 29. júlí 2011

4.      11. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.  26. júlí 2011

5.      3. aðalfundur Háskólafélags Suðurlands, 14. júní 2011


IV.             Annað kynningarefni.

1.        Bréf SASS til forsætisráðuneytis, dags 15. júní 2011

2.        Afrit af bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytis til heimsminjaskrifstofu UNESCO, dags. 28. júní 2011

3.        Styrkur frá Eignarhaldsfélagi Brunabótarfélags Íslands, 30. júní 2011

4.        Bréf frá veiðiréttarhöfum Grenlækjar, 20. júní 2011

5.        Bréf Umhverfisráðuneytis til Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulags, 21. júní 2011

6.        Niðurstöður díoxínmælinga í jarðvegi, bréf frá Umhverfisstofnun, 6. júlí 2011

7.        Bréf Heilbrigðisnefndar vegna fráveitumála sveitarfélaga, 14. júní 2011

8.        Ungt fólk og lýðræði, ráðstefna UMFÍ 22.- 24. september 2011

9.        Ársreikningur Héraðssjóðs Vestur- Skaftafellssýslu 2010

10.    Ársþing SASS 28.og 29. október í Vík.


V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  17:40

 

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 12.september  2011 kl. 13:00.

 


 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

 

 

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 

 

 

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir