334. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 14. júní 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði þriðjudaginn 14. júní 2011.  Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 334. fundur sveitarstjórnar, sjöundi fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 3 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi  oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
9. Málefni íþróttamiðstöðvar. 

 

Fundargerðir til kynningar
11. 444. fundur stjórnar SASS, 10. júní 2011.

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjórn þakkar öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu okkur lið í kjölfar Grímsvatnagoss í maí 2011.   Höfðinglegt boð Hafnarfjarðarbæjar tilhanda grunnskólanemendum í Skaftárhreppi sérstaklega þakkað.

Sveitarstjóra falið að útbúa fréttatilkynningu með þökkum til birtingar.

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Kosning oddvita og varaoddvita sveitarstjórnar Skaftárhrepps.
Guðmundur Ingi Ingason réttkjörinn oddviti, með öllum greiddum atkvæðum.
Jóna Sigurbjartsdóttir réttkjörinn varaoddviti, með öllum greiddum atkvæðum.

2.        Styrkbeiðni frá Skólahreysti, maí 2011
Því miður getur Skaftárhreppur ekki styrkt Skólahreysti að þessu sinni.

3.        Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2011, 4.maí 2011
Styrkbeiðninni hafnað.

4.        Boð um kaup á Álfinum, fjáröflunarverkefni SÁÁ, maí 2011
Skaftárhreppur getur ekki orðið við beiðni SÁÁ að þessu sinni.

5.        Styrkbeiðni félags eldri borgara í Skaftárhreppi vegna sumarferðar, 20. maí 2011
Sveitarstjórn samþykkir að veita 30.000 krónum, skv. fjárhagsáætlun, til félags eldri borgara vegna sumarferðar.

6.        Verkefnið Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri.
Staða verkefnisins kynnt fyrir sveitarstjórn.  Rætt var um að stjórnsýsla sveitarfélagsins myndi hugsanlega verða samvinnuaðili í verkefninu um Þekkingarsetur og að starfsemin myndi flytja sig yfir í nýtt hús. 
Sveitarstjórn lýsir fullum vilja til að stjórnsýslan verði hluti af starfseminni í Þekkingarsetri.
Endanleg ákvörðun verði tekin þegar nánari kostnaðaráætlun liggur fyrir.

7.        Sala jarðarinnar Áar,
Jóhannes Gissurarson lýsir vanhæfi sínu og víkur af fundi.  Fyrsti varamaður komst ekki og tekur því annar varamaður Ó lista, Guðmundur Vignir Steinsson sæti á fundinum.

Þrjú tilboð liggja fyrir fundinum.  Tvö frá Sæmundi Oddsteinssyni í Múla. Annarsvegar í hraunhluta jarðarinnar uppá kr. 6.000.000.- og hinsvegar í alla jörðina kr. 13.000.000.-.  Hið þriðja er frá Gísla Halldóri Magnússyni og Stefni Gíslasyni í alla jörðina að upphæð 12.900.000.-

Einnig liggja fyrir greinargerðir frá báðum aðilum um nýtingaráform þeirra og hugsanlega uppbyggingu.
Sveitarstjórn þakkar tilboðsgjöfum sýndan áhuga og góðar greinargerðir.


Í ljósi aðstæðna í sveitarfélaginu og óvissu hvað varðar beitiland og vatnaveitingar á áhrifasvæði Skaftár, hefur sveitarstjórn ákveðið að hætta við sölu á jörðinni Á.  Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita eftir samningum við þá tilboðsgjafa sem komið hafa fram um langtímaleigu jarðarinnar þar sem tekið verði tillit til nýtingar og hagkvæmni.

Guðmundur Vignir Steinsson víkur af fundi og Jóhannes kemur inn aftur.

8.        Málefni íþróttamiðstöðvar.

Sveitarstjóra og formanni æskulýðs- og íþróttanefndar falið að finna viðunnandi lausn á því ágreiningsmáli sem upp hefur komið um málefni íþróttamiðstöðvar.

9.        Trúnaðarmál. – fært í trúnaðarmálabók.

Fundargerðir til samþykktar.

1.      77. fundur Skipulags- og byggingarnefndar, 6. júní 2011
1.mál Deiliskipulag urðunarsvæðis Skaftárhrepps – afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.mál Hæðargarður H1, byggingarleyfisumsókn – afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3.mál Hæðargarður, byggingarleyfisumsókn – afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
4.mál Jökuldalir, byggingarleyfisumsókn – afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5.mál Laki, byggingarleyfisumsókn – afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6.mál Hrífunes, stöðuleyfisumsókn – afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
7.mál Bygging Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri – kynning.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      107. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 5. maí 2011

2.      108. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 1.júní 2011

3.      787. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27. maí 2011

4.      Fundur í Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 22. maí 2011

5.      Fundur í Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 24. maí 2011

6.      443. fundur stjórnar SASS, 20. maí 2011

7.      134. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 1. júní 2011

8.      129. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 2. maí 2011

9.      130. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 8. júní 2011

10.  1. fundur starfshóps um aðgerða gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár, 17. maí 2011.

11.  444. fundur stjórnar SASS, 10. júní 2011.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Bréf frá Skipulagsstofnun varðandi Aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022, dags 3. júní 2011

2.        Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands janúar – maí 2011.

3.        Ályktun stjórnar ADHD, vegna umfjöllunar um lyfjanotkun í fjölmiðlum undanfarið,  7. júní 2011

4.        Bréf frá Varasjóði húsnæðismála, úthlutun framlaga vegna sölu félagslegs íbúðarhúsnæðis.

5.        Ályktun Náttúruverndarsamtaka Suðurlands um friðland að Fjallabaki og verndun Torfajökulssvæðisins, 16. maí 2011

6.        Styrkur frá Menningarráði Suðurlands vegna Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri, 7. maí 2011

7.        Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2011, bréf frá Umhverfisráðuneytinu, 3. júní 2011

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.  16:32

Enginn fundur er ráðgerður í júlí vegna sumarleyfa.

Næsti fundur boðaður með dagskrá mánudaginn 15. ágúst  2011 kl. 13:00.

 


 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

 

 

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 

 

 

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir