333. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 12. maí 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði fimmtudaginn 12. maí 2011.  Fundur hefst kl. 1030 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 333. fundur sveitarstjórnar, sjötti fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 3 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi  oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
5. Deiliskipulag fyrir fiskeldi í Botnum. 
6. Umsögn vegna fyrirhugaðra leyfisveitinga til Ragnars Jónssonar, Dalshöfða, vegna reksturs gistiheimilis að Dalshöfða, í flokki III.

7. Orlofsdvöl fyrir fatlaða að Ytri Lyngum II.
8. Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar, Hrífunesi

 

Annað kynningarefni

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi. 
Sveitarstjóri greinir frá því að þann 5. og 6. maí hafi hún verið í sumarfríi.

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Ársreikningur Skaftárhrepps ársins 2010, seinni umræða.
Ársreikningurinn var til fyrri umræðu 4. maí 2011, undirritaður án athugasemda af endurskoðanda og skoðunarmönnum. 
Í A- hluta rekstrarreiknings kemur fram að heildartekjur voru 285,3 mkr. þar af 155,4 mkr. skatttekjur, 87,4 mkr. úr Jöfnunarsjóði og aðrar tekjur 42,5 mkr.  Rekstrargjöld voru 295,8 mkr. með afskriftum.  Afskriftir í A hluta voru 11 mkr. Heildartekjur samstæðu voru 295,2 mkr. rekstrargjöld 303,7 mkr. þar af 16,7 mkr. í afskriftir.  Fjármagnsgjöld voru 20,5 mkr. og rekstrarniðurstaða samstæðu var neikvæð um 29 mkr. 
Niðurstaða efnahagsreiknings sýnir eignir samstæðu samtals 543,5 mkr, skuldir og skuldbindingar eru samtals 334,6 mkr. Eigið fé samtals 208,8 mkr. Veltufé til rekstrar samstæðu var 9,9 mkr. Fjárfesting í varanlegum fjármunum 0 en söluverð seldra rekstrarfjármuna 23,5 mkr. Afborganir langtímalána námu 53,4 mkr. Tekið var nýtt langtímalán að upphæð 11 mkr.

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning 2010 samhljóða og staðfestir hann með undirritun sinni.

2.        Kauptilboð í jörðina Á.
Tvö tilboð bárust í jörðina Á beint inn á fundinn.  Þar sem upplýsingarnar bárust þetta seint frestar sveitarstjórn afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3.        Bréf frá stjórn Friðar og frumkrafta dagsett 3. maí 2011, vegna lokunar sundlaugar um páska.
Sveitarstjórn tekur undir gagnrýni stjórnar Friðar og frumkrafta og hvetur sveitarstjóra og umsjónarmann íþróttamannvirkja að sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur.

4.        Bréf frá veiðiréttarhöfum í Grenlæk, dagsett 19. apríl 2011.
Sveitarstjórn þakkar bréfriturum.  Skoðun sveitarstjórnar er sú að langbesti farvegur málsins sé í umfjöllun stýrihóps vegna aðgerða gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár.  Búið er að skipa fulltrúa allra aðila í hópnum þ.e. Umhverfisráðuneytis, Skaftárhrepps og Vegagerðar, og mun hann koma saman til fyrsta fundar sennilega í næstu viku.  Þar verður þetta mál m.a. á dagskrá.

5.        Deiliskipulag fyrir fiskeldi í Botnum.
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir fiskeldi í Botnum, Skaftárhreppi dags. 6. maí 2011 og drög að deiliskipulagstillögu dags 6. maí 2011.  Fyrirhugað deiliskipulag er í samræmi við aðalskipulag Skaftárhrepps 2010 – 2022 sem er í lögbundnu skipulagsferli og bíður staðfestingar ráðherra.  Sveitarstjórn hefur kynnt sér skipulagslýsinguna og samþykkir hana samhljóða.  Sveitarstjórn felur yfirmanni tæknisviðs að afla umsagna lögbundinna umsagnaraðila og kynna lýsinguna fyrir almenningi.

6.         Umsögn vegna fyrirhugaðra leyfisveitinga til Ragnars Jónssonar, Dalshöfða, vegna reksturs gistiheimilis að Dalshöfða, í flokki III.
Sveitarstjórn gerir enga athugasemd við leyfisveitinguna.

7.         Orlofsdvöl fyrir fatlaða að Ytri Lyngum II.
 Sveitarstjórn gerir enga athugasemd við að starfsemin fái að starfa að Ytri Lyngum í sumar.

 

8.     Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar, Hrífunesi.
Fyrir fundinum liggur greinargerð dags 11. maí 2011, punktar yfir þær breytingar á greinargerð sem átt hafa sér stað eftir auglýsingu dags 11. maí 2011 og deiliskipulagsuppdráttur dags 11. maí 2011.  Breytingar hafa verið gerðar á greinargerð m.t.t. umsagnar Umhverfisstofnunar dags 7. desember 2010 og athugasemda Skipulagsstofnunar dags 4. maí 2011.  Deiliskipulagstillagan og breytingar á greinargerð, samþykktar samhljóða.

Fundargerðir til samþykktar.

1.        Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar, 11. maí 2011.
Fundargerðin samþykkt.

Fundargerðir til kynningar.

1.        786. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. apríl 2011.

IV.             Annað kynningarefni.

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 13:07

Næsti fundur boðaður með dagskrá þriðjudaginn 14. júní  2011 kl. 13:00.

 


 

 

____________________________
Guðmundur Ingi Ingason____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

 

 

____________________________
Jóhannes Gissurarson.

 

 

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 

____________________________
Jóhanna Jónsdóttir