332. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 4. maí 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði miðvikudaginn 4. maí 2011.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 332. fundur sveitarstjórnar, fimmti fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 2 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi  oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
5. Tilboð í fornleifaskráningu þéttbýlis. 

Annað kynningarefni
4.    Svar Skaftárhrepps dags. 28. apríl 2011, við erindi Skipulagsstofnunar frá 28. mars 2011.
5.    Bréf dags. 3. maí 2011 frá Sveitarfélaginu Árborg um aðild Árborgar að Skólaskrifstofu Suðurlands.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi. 

I. Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1. Ársreikningur Skaftárhrepps ársins 2010, fyrri umræða.
Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi frá KPMG, gerir grein fyrir ársreikningi Skaftárhrepps 2010. Skoðunarmenn hafa yfirfarið reikninginn og samþykkt.
Oddviti þakkar Einari fyrir greinargóða yfirferð. Málinu vísað til síðari umræðu.

2. Kauptilboð í húsið á Kleifum.
Tvö kauptilboð hafa borist í húsið á Kleifum. Annað að upphæð 3.700.000 krónur frá Róberti B. Gíslasyni og Helgu Dís Helgadóttur. Hitt að upphæð 3.570.000 krónur frá Agnari Davíðssyni. Sveitarstjórn samþykkir að ganga að tilboði Róberts og Helgu Dísar með fyrirvara um greiðslufyrirkomulag. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

3. Beiðni um aðild að viðræðuhópi um samstarf USVS, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til æskulýðs- og íþróttanefndar.

4. Trúnaðarmál.
Fært í túnaðarmálabók.

5. Tilboð í fornleifaskráningu þéttbýlis.
Þrjú tilboð hafa borist í fornleifaskráningu þéttbýlis.
1. Frá Fornleifafræðistofunni kr. 829.460 (án vsk)
2. Frá Fornleifastofnun Íslands kr. 490.000 (án vsk)
3. Frá Náttúrustofu Vestfjarða / Margrét Hrönn kr. 1.660.984 (án vsk)

Sveitarstjórn samþykkir að ganga að tilboði frá Fornleifastofnun Íslands.  Yfirmanni tæknisviðs falið að ljúka málinu.

II. Fundargerðir til samþykktar.

III. Fundargerðir til kynningar.

1. 9. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 27. apríl 2011.

2. 41. fundur stjórnar félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu b.s., 26. apríl 2011.

 

IV.             Annað kynningarefni.

1. Úr fundargerð Rangárþings ytra frá 7. apríl 2011, varðandi málefni eldvarnareftirlits.

2. Skaftárhreppur eitt af þátttakendum í vinnu við mælingu á útgjaldaþörf sveitarfélaga, vegna vinnu við endurskoðun gildandi laga- og reglugerðarákvæða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

3. Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brüssel 5. - 9. júní 2011.

4. Svar Skaftárhrepps dags. 28. apríl 2011, við erindi Skipulagsstofnunar frá 28. mars 2011.

5. Bréf dags. 3. maí 2011 frá Sveitarfélaginu Árborg um aðild Árborgar að Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 17:01

Næsti fundur boðaður með dagskrá 12. maí 2011 kl. 10:30.

 

 ____________________________
Guðmundur Ingi Ingason

 ____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 ____________________________
Jóhannes Gissurarson.

  ____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir

 ____________________________
Jóhanna Jónsdóttir