303. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 18. maí 2009

Fundargerđ

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 18. maí 2009.  Fundur hefst kl. 1400 í ráđhúsi Skaftárhrepps.

Ţetta er 303. fundur sveitarstjórnar, 5. fundur ársins 2009.

Fundargerđ er tölvuskráđ af sveitarstjóra.

Oddviti býđur fundarmenn velkomna.  Oddviti óskar eftir ađ eftirtalin erindi verđi tekin á dagskrá: Fundargerđ 34. fundar barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 29. apríl 2009 sem mál III-6; Tilkynning um ársţing SASS 2009 sem mál I-11. Ţetta samţykkt.

 

Oddviti og sveitarstjóri greina frá gangi mála frá síđasta fundi.

Gengiđ er til dagskrár.

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiđslu.

1.       Erindi frá ađalfundi Kvenfélags Kirkjubćjarhrepps 15. apríl 2009: Athugasemd og mótmćli vegna stutts opnunartíma verslana og sundlaugar um sl. páska.

Kvenfélagiđ lýsir furđu sinni á ađ opnunartími Skaftárskála, sundlaugar og Kjarvals hafi ekki veriđ lengri í páskavikunni, fyrstu og jafnframt einni af stćrri ferđavikum ársins. Einnig er lokun sundlaugar á föstudaginn langa og páskadag harđlega mótmćlt. Sveitarstjórn stađfestir móttöku erindisins og ţakkar ábendingu um opnunartíma sundlaugar. Í fundargerđ frá 33. fundi ćskulýđs- og íţróttanefndar, sem liggur fyrir fundinum, kemur fram ađ nefndin muni beita sér fyrir rýmri opnunartíma sundlaugar um ferđahelgar í framtíđinni.

2.       Erindi frá ađalfundi Búnađarfélags Leiđvallahrepps 16. apríl 2009: Tilmćli um átak og aukiđ fjármagn til tófuleitar í Međallandi.

Búnađarfélagiđ greinir frá ţví ađ tófum hafi fjölgađ í Međallandi og telur ástćđuna vera annars vegar ţá ađ dregiđ hefur úr vetrarveiđi og hins vegar ađ tófan hafi numiđ ný lönd sem ekki sé leitađ á. Sveitarstjórn ţakkar ţessar athugasemdir. Ţegar hafa veriđ gerđar ráđstafanir til ađ efla grenjaleit á svćđinu međ breyttum samningum viđ grenjaskyttur.

3.       Erindi frá ađalfundi Búnađarfélags Skaftártungu 17. apríl 2009: Tilmćli um varfćrni og samráđ viđ íbúa sveitarfélagsins varđandi fyrirhugađa innlimun Langasjávarsvćđisins í Vatnajökulsţjóđgarđ.

Búnađarfélagiđ ţakkar góđan kynningarfund fyrir ári og minnir á ţá andstöđu sem ţar kom fram viđ innlimun Langasjávarsvćđisins í Vatnajökulsţjóđgarđ. Sveitarstjórn er hvött til ađ fara áfram gćtilega og hafa samráđ viđ íbúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn stađfestir móttöku erindisins og ţakkar ábendinguna.

4.       Bókun samţykktar sveitarstjórnar 28. apríl 2009 á framkvćmdaleyfi vegna tímabundinnar opnunar ţriđja rörsins viđ Árkvíslar.

Ađ fenginni umsögn Fiskistofu, Landgrćđslu ríkisins, Umhverfisstofnunar, Vegagerđarinnar og sveitarstjórnar Skaftárhrepps hefur Skipulagsstofnun 24. apríl 2009 komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ opnun ţriđja rörsins viđ Árkvíslar frá 20. október til 20. júní árin 2009-2012 skuli ekki háđ mati á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn samţykkir ađ veita framkvćmdaleyfi til ţessarar vatnsstýringar í samrćmi viđ ákvörđun Skipulagsstofnunar.

5.       Bréf frá Matvćlastofnun 28. apríl 2009, ásamt fylgigögnum: Ákvörđun um breytingu á varnarlínum milli sóttvarnarsvćđa.

Tilkynnt er um fyrirhugađar breytingar á varnarlínum sauđfjárveikivarnasvćđa og stendur til ađ leggja niđur eftirtaldar varnarlínur í Skaftárhreppi: Mýrdalssandslínu, Eldhraunslínu og Hólmsárlínu. Óskađ er eftir afstöđu sveitarstjórnar Skaftárhrepps til ţess, hvort sveitarfélagiđ geri athugasemdir viđ fyrirhugađar breytingar og / eđa óski eftir ađ eignast umrćddar varnarlínur í ţví ástandi sem ţćr eru nú. Sveitarstjórn telur ekki efnislegar ástćđur til athugasemda viđ fyrirhugađar breytingar. Ekki eru  fjárhagslegar forsendur fyrir ţví ađ sveitarfélagiđ viđhaldi sauđfjárveikivarnarlínum. Ástćđa er til ađ kanna í samráđi viđ ađra hagsmunaađila  um yfirtöku á ţessum girđingum til svćđisafmörkunar. Oddvita og sveitarstjóra faliđ ađ fylgja málinu eftir. 

6.       Frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga: Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2009 og 2010 međ ađgerđaáćtlun. Stađfest í stjórn sambandsins 29. apríl 2009.

Sveitarstjórn stađfestir móttöku erindisins.

7.       Bréf frá Katli Sigurjónssyni: Lóđ viđ Hćđargarđsvatn – ósk um skipulagsbreytingu.

Sveitarstjórn samţykkir ađ vísa málinu til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.

8.       Ályktun ađalfundar Félags opinberra starfsmanna á Suđurlandi 7. maí 2009: Krafa um víđtćkt samráđ stjórnvalda viđ samtök launafólks um ađgerđir í efnahagsmálum.

Sveitarstjórn stađfestir móttöku erindisins.

9.       Merking gönguleiđar yfir Klausturfjall vegna ţátttöku í „Heimsgöngu í ţágu friđar og tilveru án ofbeldis“.

Í framhaldi af ákvörđun á 300. sveitarstjórnarfundi samţykkir sveitarstjórn  ađ leggja til ađ svokölluđ „Ástarbraut“ verđi merkt ţessu verkefni sumariđ 2009. Sveitarstjóra faliđ ađ ljúka málinu í samráđi viđ hlutađeigandi ađila.

10.    Skýrsla formanns kjörstjórnar Skaftárhrepps vegna alţingiskosninganna 25. apríl 2009.

Sveitarstjórn stađfestir móttöku skýrslunnar og ţakkar formanni, kjörstjórn og öđrum starfsmönnum vel unnin störf.

11.    SASS 14. maí 2009: Tilkynning um ársţing SASS 15. og 16. október 2009 á Höfn í Hornafirđi.

Sveitarstjórn stađfestir móttöku upplýsinganna.

 

II.              Fundargerđir til samţykktar.

1.     111. fundur frćđslunefndar 20. apríl 2009.

Fundargerđ samţykkt.

2.     33. fundur ćskulýđs- og íţróttanefndar 21. apríl 2009.

Athugasemd vegna 3. liđar í fundargerđ um styrki til íţróttafélaga. Gert er ráđ fyrir 300.000 kr framlagi.  Sveitarstjórn hvetur til áframhaldand samstarfs íţróttafélaga til ađ stuđla ađ sem bestri nýtingu fármuna. Athugasemd viđ 4. liđ um hátíđarhöld 17. júní: Gert er ráđ fyrir 100.000 kr framlagi.

Fundargerđ samţykkt.

III.            Fundargerđir til kynningar.

1.   118. fundur Heilbrigđisnefndar Suđurlands 21. apríl 2009.

2.   763. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. apríl 2009.

3.     284. fundur stjórnar Atvinnuţróunarfélags Suđurlands 6. maí 2009, ásamt minnisblađi.

4.     423. fundur stjórnar SASS 7. maí 2009.

5.     114. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suđurlands 11. maí 2009.

6.     34. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 29. apríl 2009.

IV.            Annađ kynningarefni.

1.        Norrćna ráđherranefndin: Framkvćmdaáćtlun í umhverfismálum 2009-2012.

 

V.        Samţykkt fundargerđar / Fundarslit

 

Fundargerđ lesin upp, samţykkt og árituđ. Fundi slitiđ kl 17:45.

 

Nćsti fundur er ráđgerđur mánudaginn 8. júní 2009 og hefst fundurinn kl. 14:00.

Reiknađ er međ ađ nćsti fundur eftir ţađ verđi 17. ágúst, en júlífundur falli niđur vegna sumarleyfa.

 

 

 

 

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti      Elín Heiđa Valsdóttir, varaoddviti

 

 

 

Sverrir Gíslason                                            Jóhannes Gissurarson

 

 

 

Ţorsteinn M. Kristinsson