331. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 11. apríl 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 11. apríl 2011.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 331. fundur sveitarstjórnar, fjórði fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Guðmundur Ingi  oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
10.   Beiðni frá Sigurði Garðarssyni um endurskoðun á fasteignagjöldum í Hrífunesi
11.   Málefni sorporkustöðvar.

Fundargerðir til kynningar
8.   106. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 30. mars 2011. 

Annað kynningarefni
7.   Ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat umhverfisáhrifa fyrir fyrirhugaðar virkjanir og raflínur í Skaftárhreppi.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi. 

I.  Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 1.  Bréf frá skrifstofustjóra Rangárþings ytra um Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangarþings bs. vegna Eldvarnareftirlitsmála, tölvupóstur dags 4. apríl 2010.
  Sveitarstjórn samþykkir að kostnaðarhluti Skaftárhrepps verði 1.150 krónur á íbúa og verði því hlutdeild Skaftárhrepps 514.050 krónur á ári. Sveitarstjórn leggur áherslu á að kostnaðarskipting embættisins verði endurskoðuð um næstu áramót.

 2. Bréf frá Skipulagsstofnun v. Aðalskipulags Skaftárhrepps 2010 - 2022, dags 28. mars 2011.
  Sveitarstjóra ásamt skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara bréfi Skipulagsstofnunar með rökstuðningi sveitarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.

 3. Tilnefning tveggja fulltrúa Skaftárhrepps í stýrihóp vegna aðgerða gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár.
  Endanleg niðurstaða um tilnefningar liggur ekki fyrir en erindinu verður svarað fyrir tilsettan tíma.

 4. Umsókn um íbúðarhúsnæði, bréf frá Guðrúnu Hvönn, dags 29. mars 2011.
  Sveitarstjóra falið að svara umsókninni samkvæmt umræðum á fundinum.

 5. Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð bygginganefnda, lög nr. 160/2010.
  Í lögunum er sveitarstjórnum heimilt með sérstakri samþykkt að kveða á um að í sveitarfélaginu starfi byggingarnefnd. Sveitarstjóra í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa falið leggja samþykkt sveitarstjórnar fyrir ráðherra til staðfestingar og að birta hana í B- deild Stjórnartíðinda.

 6. Framlag Skaftárhrepps til Jarðvangs Kötlu Geopark vegna ársins 2011.
  Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 100.000 krónum í verkefnið. Frekari fjárveitingum er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 7. Beiðni um stofnfjáraðild að Specialisterne á Íslandi, dags í mars 2011.
  Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

 8. Snjómokstur í Meðallandi, bréf frá Búnaðarfélagi Leiðvallahrepps dags 18. mars 2011.
  Sveitarstjóra falið svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

 9. Tilnefning fulltrúa Skaftárhrepps í svæðisráð fyrir Rekstrarsvæði 4 í Vatnajökulsþjóðgarði.
  Sveitarstjórn tilnefnir Elínu Heiðu Valsdóttur í svæðisráðið.

 10. Beiðni frá Sigurði Garðarssyni um endurskoðun fasteignagjalda í Hrífunesi.
  Að vandlega athuguðu máli sér sveitarstjórn sér ekki fært að verða við beiðninni.

 11. Málefni sorporkustöðvar.
  Sveitarstjóra falið að ræða við Íslenska Gámafélagið um fyrirkomulag rekstrarins.

 12. Skýrsla frá KPMG um stjórnsýsluendurskoðun, febrúar 2011.
  Lögð fram til kynningar.

 

II.   Fundargerðir til samþykktar.

 1. 44. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar 31. mars 2011
  1. liður, vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
  5. liður, endurskoðun starfslýsingar, samþykkt breyting á starfsheiti í íþrótta- og tómstundafulltrúi.
  Fundargerðin samþykkt.


 2. 76. fundur skipulags- og bygginganefndar 6. apríl 2011
  Deiliskipulag urðunarsvæðis Skaftárhrepps.
  Ekki hafa borist athugasemdir við auglýsta tillögu og telst því deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu samþykkt.  Breyting að lokinni auglýsingu í kjölfar umsagna frá umsagnaraðilum: Bætt við greinargerð í samræmi við umsögn Veiðimálastofnunar.  Breyting samþykkt.

  Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar, Hrífunesi.
  Ekki hafa borist athugasemdir við auglýsta tillögu og telst því deiliskipulagið samþykkt.  Breyting að lokinni auglýsingu í kjölfar umsagna frá umsagnaraðilum: Lagfært m.t.t. athugasemdar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.  Breyting samþykkt.

  Deiliskipulagsbreyting ferðaþjónustunnar Geirland.
  Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi.  Breyting á deiliskipulaginu samþykkt.

  Þykkvabæjarklaustur 2 - stofnun lóðar.
  Umsókn um stofnun lóðar dregin til baka,  samþykkt.

  Geirland - byggingarleyfisumsókn.
  Umsóknin samþykkt, skipulags- og byggingafulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

  Fossar - byggingarleyfisumsókn.
  Umsóknin samþykkt, skipulags- og byggingafulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

  Erindi frá Skipulagsstofnun - afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

  Hótel Núpar - byggingarleyfisumsókn.
  Umsóknin samþykkt með fyrirvara um að gerð verði breyting á deiliskipulagi.  Skipulags- og byggingafulltrúa falið að ljúka málinu.

  Lambaskarðshólar - byggingaleyfisumsókn.
  Byggingarnar eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag.  Umsóknin samþykkt með fyrirvara um samþykki landeigenda.  Skipulags- og byggingafulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

III.   Fundargerðir til kynningar.

 1. 8. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu, 24. mars 2011.
 2. 442. fundur stjórnar SASS, 18. mars 2011.
 3. 300. fundur stjórnar Aþs, 4. apríl 2011.
 4. 81. fundur Héraðsnefndar V. Skaftafellssýslu, 11. mars 2011.
 5. 40. fundur stjórnar félagsþjónustu, 15. mars 2011.
 6. 785. fundur stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga, 24. mars 2011.
 7. Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf., 28. mars 2011.
 8. 106. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 30. mars 2011.

 

IV. Annað kynningarefni.

 1. Fundur 13. apríl 2011 til að kynna áætlun um samráð vegna samgöngumála í Vatnajökulsþjóðgarði.
 2. Minnisblað um helstu verkefni starfsmanna AÞS í febrúar og mars 2011.
 3. Nýr vefur Umhverfisstofnunar og birting eftirlitsskýrslna á netinu. Bréf dags 21. febrúar 2011.
 4. Ársskýrsla Friðar og frumkrafta 2010.
 5. Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2010.
 6. Ársskýrsla Lánasjóðs sveitarfélaga 2010.
 7. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat umhverfisáhrifa fyrir fyrirhugaðar virkjanir og raflínur í Skaftárhreppi, bréf dagsett 7. apríl 2011.

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 17:50.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 4. maí 2011 kl. 14:00.

 

 ____________________________
Guðmundur Ingi Ingason
____________________________
Þorsteinn M. Kristinsson
____________________________
Jóhannes Gissurarson.
____________________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir
____________________________
Jóhanna Jónsdóttir