300. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 9. febrúar 2009

Fundargerđ

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 9. febrúar 2009.  Fundur hefst kl. 1400 í ráđhúsi Skaftárhrepps. Ţetta er 300. fundur sveitarstjórnar, 2. fundur ársins 2009.

 

Fundargerđ er tölvuskráđ af Bjarna Daníelssyni, sveitarstjóra.

Mćttir undirritađir sveitarstjórnarmenn.  

 

Oddviti býđur fundarmenn velkomna.  

 

Gengiđ er til dagskrár.

Oddviti og sveitarstjóri greina frá gangi mála frá síđasta fundi.

 

Síđan er gengiđ til dagskrár.

 

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiđslu.

1.       300. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps.

Í tilefni ađ 300. fundi sveitarstjórnar Skaftárhrepps ákveđur sveitarstjórn ađ bođa til borgarafundar í félagsheimilinu Kirkjuhvoli sunnudaginn 22. mars nk. ţar sem forsvarsmenn stofnana, nefnda og ráđa greini frá stöđu og horfum og fram fari almennar umrćđur um málefni sveitarfélagsins.

Jafnframt samţykkir sveitarstjórn ađ styđja alţjóđlegt verkefni sem ber heitiđ „Heimsganga í ţágu friđar og tilveru án ofbeldis“ og felur oddvita og sveitarstjóra ađ móta tillögur um hvernig sá stuđningur verđi sýndur í verki. 

2.       Ţriggja ára fjárhagsáćtlun Skaftárhrepps 2010-2012 – fyrri umrćđa.

Málinu vísađ til síđari umrćđu. 

3.       Skipun vinnuhóps um skipulagsmál.

Í tengslum viđ yfirstandandi endurskođun ađalskipulags Skaftárhrepps ákveđur sveitarstjórn ađ skipa sérstakan vinnuhóp til ađ gera tillögur til stefnumótunar um verndun og nýtingu lands og landsgćđa í Skaftárhreppi međ tilliti til landverndarsjónarmiđa,  virkjunarkosta og  atvinnuuppbyggingar, einkum í ferđaţjónustu, landbúnađi og iđnađi. Áhersla verđi í fyrstu lögđ á vatnasvćđi Skaftár og hálendiđ í vestanverđu sveitarfélaginu. Skal vinnuhópurinn afla upplýsinga hjá sérfrćđingum og í útgefnu efni og kynna sér viđhorf ólíkra hagsmunaađila. Međ tillögum vinnuhópsins um stefnumótun skal fylgja ítarleg greinargerđ og rökstuđningur ţar sem gćtt er međalhófs og jafnvćgis milli ólíkra sjónarmiđa. Jafnframt fylgi uppdráttur međ skýringum af sveitarfélaginu er sýni í drögum markalínur landsvćđa, samgönguleiđa og mannvirkja sem tillögurnar taka til. Skal vinnuhópurinn skila tillögum fyrir miđjan júní nk.

Sveitarstjórn skipar Jóhannes Gissurarson, Ţorstein M. Kristinsson og Bjarna Daníelsson í vinnuhópinn. 

4.       Bréf frá félags- og tryggingamálaráđuneytinu 9. janúar 2009: Skipan og ađsetur matsteymis á starfssvćđi Heilbrigđisstofnunar Suđurlands.

Tilkynnt er um breytingu á skipan og ađsetri teymis  er metur dvalarrýmisţörf aldrađra á starfssvćđi HSu. Sveitarstjórn stađfestir móttöku bréfsins. 

5.       Bréf frá matvćlastofnun 12. janúar 2009: Svar viđ fyrirspurn 18. september 2008 vegna hugmynda um flutning á rúlluplasti úr Flóahreppi til brennslu í sorporkustöđinni á Kirkjubćjarklaustri.

Erindi, dags. 1. september 2008, barst sveitarstjórn frá fjallskilanefnd Álftaversafréttar um ofangreint efni vegna hugmynda sem Íslenska gámafélagiđ kynnti sl. sumar. Á fundi sveitarstjórnar 15. september var ákveđiđ ađ senda Matvćlastofnun fyrirspurn um máliđ. Í svari Matvćlastofnunar kemur fram ađ hún leggist gegn ţví ađ heyrúlluplast verđi flutt úr Árnessýslu til brennslu á Kirkjubćjarklaustri og er vísađ til 11. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn ţeim nr. 25 frá 7. apríl 1993. Íslenska gámafélaginu hefur ţegar veriđ kynnt afstađa Matvćlastofnunar.

6.       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 13. janúar 2009: Ţátttaka í Skólavoginni 2009.

Sveitarstjórn samţykkir áframhaldandi ţátttöku Skaftárhrepps áriđ 2009 í Skólavoginni, verkefni til samanburđar á lykiltölum vegna grunnskólahalds sveitarfélaga. 

7.       Bréf frá dóms- og kirkjumálaráđuneytinu 22. janúar 2009: Um endurnýjun lögreglusamţykkta.

Vakin er athygli á reglugerđ um lögreglusamţykktir nr. 1127 frá 29. nóvember 2007, en henni er ćtlađ ađ vera fyrirmynd ađ lögreglusamţykktum sveitarfélaga og gildir hún nú ef sveitarfélög hafa ekki ţegar endurnýjađ og fengiđ stađfestar sínar eigin lögreglusamţykktir.  Sveitarstjórn felur Jónu og Ţorsteini ađ gera tillögur um endurskođun lögreglusamţykktar fyrir Skaftárhrepp nr. 346 frá 21. mars 2005 í ljósi áđurnefndrar reglugerđa.

8.       Bréf frá Rúnari Ţór Snorrasyni 26. janúar 2009: Ađgengi fatlađra ađ íţróttahúsi og tćkjasal.

Tilmćli til sveitarstjórnar um ađ bćta ađgengi fatlađra ađ ađstöđu í Íţróttamiđstöđinni á Kirkjubćjarklaustri.  Ferlimál fatlađra hafa veriđ höfđ ađ leiđarljósi frá upphafi viđ hönnun og byggingu íţrótamiđstöđvarinnar á Kirkjubćjarklaustri. Sveitarstjórn harmar ađ dregist hefur ađ sinna til fulls ţessari lögbođnu og sjálfsögđu skyldu og samţykkir ađ beita sér fyrir ţví ađ ţetta verk veriđ klárađ eins fljótt og hćgt er.

9.       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 27. janúar 2009: Megináherslur í úrgangsmálum.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveđiđ ađ kynna drög ađ stefnumótandi áherslum og ađgerđaáćtlun í úrgangsmálum sem unniđ er ađ á vegum Sambandsins. Sveitarstjórn stađfestir móttöku ţessara gagna.  

10.    Bréf frá Guđmundi Óla Sigurgeirssyni 28. janúar 2009: Ósk um undanţágu frá störfum í kjörnefnd fyrir alţingiskosningar í vor.

Sveitarstjórn samţykkir beiđni Guđmundar Óla.  Sigurlaug Jónsdóttir tekur viđ formennsku í nefndinni í hans stađ. Jafnframt tekur fyrsti varamađur, Gunnar Ţorkelsson, sćti í nefndinni.    

11.    Bréf frá Jennýju Lind Grétudóttur 29. janúar 2009: Skerđing á almannasamgöngum.

Óskađ er eftir skriflegu áliti sveitarstjórnar vegna breytinga á rútuferđum til og frá Kirkjubćjarklaustri.  Sveitarstjóra faliđ ađ svara erindinu. Samkvćmt heimasíđu sérleifishafa er ţegar búiđ ađ breyta áćtlun til samrćmis viđ ţćr óskir sem koma fram í bréfinu. 

12.    Bréf frá Umhverfisstofnun 30. janúar 2009: Starfsleyfi urđunarstađar.

Vakin er athygli á breyttum reglum um urđunarstađi sem taka gildi 16. júlí nk. Nauđsynlegt er ađ endurskođa rekstur urđunarstađar á Stjórnarsandi og sćkja um endurnýjun starfsleyfis. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra ađ vinna ađ ţessu máli í samráđi viđ Íslenska gámafélagiđ. 

13.    Erindi frá Fjölmenningarsetrinu á Vestfjörđum (ódagsett): Upplýsingamiđlun til nýrra íbúa sveitarfélaga.

Hlutverk Fjölmenningarsetursins er m.a. ađ vinna međ stofnunum og sveitarfélögum ađ eflingu ţjónustu fyrir erlenda ríkisborgara til ađlögunar íslensku samfélagi og stuđla ađ ţví ađ upplýsingagjöf opinberra ađila til innflytjenda sé heildstćđ, samhćfđ og markviss. Óskađ er eftir ađ Skaftárhreppur tilnefni tengiliđ er sinni upplýsingamiđlun til nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn ákveđur ađ fela Ásu Ţorsteinsdóttur, ćskulýđs- og íţróttafulltrúa, ađ sinna ţessu verkefni.  

II.              Fundargerđir til samţykktar.

1.      59. fundur skipulags- og byggingarnefndar 2. febrúar 2009.

Sverrir víkur af fundi viđ afgreiđslu á  málum 5 og 6 í fundargerđ. Ţorsteinn víkur af fundi viđ afgreiđslu á máli 6 í  fundargerđ.

Frestađ afgreiđslu á máli 7 um gjaldskrá.

Fundargerđ samţykkt.   

III.            Fundargerđir til kynningar.

1.     28. aukaađalfundur Atvinnuţróunarfélags Suđurlands 19. desember 2008 

2.     421. fundur stjórnar SASS 9. janúar 2009 

3.     110. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suđurlands 19. nóvember 2008 

4.     111. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suđurlands 12. janúar 2009 

5.     9. fundur velferđarmálanefndar SASS 19. janúar 2009 

6.     24. fundur stjórnar Félagsţjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs 30. október 2008 

7.     25. fundur stjórnar Félagsţjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs 3. nóvember 2008 

8.     26. fundur stjórnar Félagsţjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs 5. nóvember 2008 

9.     27. fundur stjórnar Félagsţjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs 10. nóvember 2008 

10.  28. fundur stjórnar Félagsţjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs 25. nóvember 2008 

11.  116. fundur Heilbrigđisnefndar Suđurlands 27. janúar 2009 

12.  1. fundur NEED-samstarfshóps á vestursvćđi Vatnajökulsţjóđgarđs 5. desember 2008 

13.  760. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. janúar 2009

IV.            Annađ kynningarefni.

1.        Vefrit menntamálaráđuneytisins nr. 1 2009 

2.       Bćndasamtök íslands: Bótaréttur vegna framkvćmda í almannaţágu og framkvćmd eignarnáms 

3.       Afrit af bréfi Skaftárhrepps til eigenda jarđarinnar Kirkjubćjarklausturs 22. janúar 2009 

4.       Fréttabréf hag- og upplýsingasviđs Sambands íslenskra sveitarfélaga, 1. tbl. 1. árg. janúar 2009 

5.       Skýrsla velferđarmálanefndar SASS, október 2008 

6.       Tölvuskeyti 15. janúar 2009 frá Halldóri Grönvold, ađstođarframkvćmdastjóra ASÍ 

7.       Stađa Heilbrigđisstofnunar Suđurlands í ársbyrjun 2009 

8.       Ráđstefna 20. febrúar 2009: Íslensk byggđamál á krossgötum  

9.       Minnisblađ (Sambands ísl. sv.fél.) frá fundi um vegaskrá 8. janúar 2009 

10.    Drög ađ hugmynd um eldfjallagarđ/ náttúrugarđ (Geopark) á Íslandi

 

 

V.              Samţykkt fundargerđar / Fundarslit

 

Fundargerđ lesin upp, samţykkt og árituđ. Fundi slitiđ kl 17:45.

 

Nćsti fundur er ráđgerđur mánudaginn 16. mars 2009 og hefst fundurinn kl. 14:00.

Almennur borgarafundur verđur haldinn sunnudaginn 22. mars nk.

 

 Sveitarstjóri verđur í leyfi frá 16. febrúar t.o.m. 2. mars nk. 

.

 

 

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti       Elín Heiđa Valsdóttir, varaoddviti

 

 

 

Sverrir Gíslason                                            Jóhannes Gissurarson

 

 

 

Ţorsteinn M. Kristinsson