297. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 10. nóvember 2008

Fundargerđ

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 10. nóvember 2008.  Fundur hefst kl. 1400 í ráđhúsi Skaftárhrepps. Ađ beiđni meirihluta sveitarstjórnarmanna var fundi frestađ til kl. 15:00 vegna bćndafundar á Hótel Klaustri. Ţetta er 297. fundur sveitarstjórnar, 10. fundur ársins 2008.

Mćttir eru: Jóna Sigurbjartsdóttir, oddviti,  Elín Heiđa Valsdóttir, varaoddviti, Sverrir Gíslason, Ţorsteinn M. Kristinsson og Gísli Kjartansson, varamađur. Jóhannes Gissurarson bođađi forföll.

 

Fundargerđ er tölvuskráđ af Bjarna Daníelssyni, sveitarstjóra.

 

Oddviti býđur fundarmenn velkomna. Oddviti óskar eftir ađ tekiđ verđi á dagskrá sem liđur I-10 erindi frá Ţórunni Júlíusdóttur, leikskólastjóra, erindi frá Foreldrafélagi Kirkjubćjarskóla sem liđur I-11 og bréf frá Evu Björk Harđardóttur 07.11.2008 sem fjallađ verđi um undir liđ I-8. Ţetta samţykkt.

Oddviti og sveitarstjóri greina frá gangi mála frá síđasta fundi

og síđan er gengiđ til dagskrár.

 

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiđslu.

1.       Endurskođun fjárhagsáćtlunar 2008.

Sveitarstjórn samţykki fyrirliggjandi tillögu ađ endurskođun fjárhagsáćtlunar yfirstandandi árs og verđur hún lögđ til grundvallar áćtlun fyrir 2009.  

2.       Áherslur sveitarfélagsins vegna efnahagsástandsins.

Ljóst er ađ ţađ ástand sem nú er í efnahagslífi á Íslandi getur haft umtalsverđ áhrif á afkomu fyrirtćkja og heimila í Skaftárhreppi sem annars stađar og á fjármál sveitarfélagsins. Lán sveitarfélagsins eru hagstćđ og framkvćmdum viđ íţróttamiđstöđ lokiđ og stađan ţví góđ miđađ viđ ađstćđur. Verđbólga og háir vextir munu ţó  valda miklum kostnađarauka í rekstri sveitarfélagsins og  ráđstöfunarfé minnkar ađ sama skapi. Nauđsynlegt er ađ gćta ýtrustu varkárni í fjármálum og rekstri sveitarfélagsins á nćstunni og mun ţađ koma fram í fjárhagsáćtlun fyrir áriđ 2009. Útgjöld til einstakra starfssviđa verđa ekki aukin nema brýn nauđsyn sé til en reynt ađ mćta kostnađarauka međ hagrćđingu. Sveitarstjórn mun leggja á ţađ höfuđáherslu ađ tryggja grunnţjónustu viđ íbúa sveitarfélagsins og standa sérstaklega vörđ um skólastofnanir, íţrótta- og ćskulýđsstarf og almenna velferđarţjónustu. Hćkkunum á gjaldskrám vegna ţjónustu stofnana sveitarfélagsins verđur haldiđ í skefjum eins og frekast er unnt. Ekki er hćgt ađ gera ráđ fyrir stórfelldri uppbyggingu eđa fjárfrekum framkvćmdum viđ núverandi ađstćđur, en sveitarstjórn mun leitast viđ  ađ styđja atvinnustarfsemi á svćđinu eftir föngum og  fylgst verđur  međ ţeirri umrćđu sem nú á sér stađ í ţjóđfélaginu um nýsköpun í atvinnulífinu. Sveitarstjórn hvetur íbúa Skaftárhrepps til ađ sýna ćđruleysi, bjartsýni og samhug.

3.       Skipulags- og byggingarfulltrúaţjónusta Skaftárhrepps.

Sveitarstjórn samţykkir ađ segja upp núverandi samningi viđ Mannvit ehf um skipulags- og byggingarfulltrúaţjónustu í Skaftárhreppi. Auglýst verđi til umsóknar nýtt, fullt starfskipulags- og byggingarfulltrúa sem feli í sér fleiri verkefni sem varđa tćknimál, eftirlit og ţjónustu í stjórnsýslu sveitarfélagsins.

4.       Skipun fulltrúa í stjórn Ţróunarfélagsins Skaftárorku.

Sveitarstjórn felur Bjarna Daníelssyni, sveitarstjóra, ađ taka sćti í stjórn félagsins fyrir hönd Skaftárhrepps.

5.       Gjaldskrá byggingargjalda í Skaftárhreppi.

Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarnefnd ađ gera tillögur ađ endurskođun gjaldskrár byggingargjalda og taka m.a. hliđsjón af gjaldskrám nágrannasveitarfélaga.   

6.       Bréf frá Braga Gunnarssyni 15.10.2008.

Ţorsteinn M. Kristinsson víkur af fundi. Bréfritari gerir alvarlega athugasemd viđ ásakanir sem hann hafi ítrekađ orđiđ fyrir af hálfu byggingaryfirvalda sveitarfélagsins vegna meintra ólögmćtra framkvćmda KBK ehf á Klausturhlađi og telur vegiđ ađ heiđri sínum sem löggilts húsasmíđameistara.

Sveitarstjórn telur ađ athugasemd bréfritara sé ađ hluta réttmćt ţar eđ mál ţađ sem var tilefni ámćla skipulags- og byggingaryfirvalda er nú til međferđar lögfrćđinga og dómstóla sem ágreiningsmál milli hlutađeigandi eigenda sameignarhússins ađ Klausturvegi 3-5. Jafnframt ákveđur sveitarstjórn ađ draga til baka bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Skaftárhrepps til KBK dags. 16. júní 2008 ţar eđ ţađ sé svo almennt orđađ ađ ţađ geti valdiđ misskilningi. Sverrir Gíslason, formađur skipulags- og byggingarnefndar, situr hjá viđ afgreislu málsins. Ţorsteinn M. Kristinsson tekur aftur sćti á fundinum.

7.       Bréf frá umhverfisráđuneyti 21. október 2008: Starfshópur um utanvegaakstur.

Skipađur hefur veriđ starfshópur á vegum umhverfisráđuneytisins til ađ gera tillögur um hvađa vegir á miđhálendi Íslands sem eru utan vegakerfis Vegagerđarinnar skuli teljast til vega međ hliđsjón af ákvćđum í náttúruverndarlögum um bann viđ akstri utan vega. Starfshópurinn á einnig í samráđi viđ sveitarfélög ađ gera tillögur um hvađa vegir skulu lokađir til frambúđar eđa tímabundiđ og hvađa vegir skuli vera opnir.

Sveitarstjórn stađfestir móttöku bréfsins, gerir ekki athugasemdir viđ ţau áform sem greint er frá og lýsir sig fúsa til samstarfs viđ starfshópinn ţegar ţar ađ kemur.  

8.       Skipan fulltrúa og formanns frćđslunefndar.

Eva Björk Harđardóttir hefur međ bréfi dags. 07.11.2008 sagt af sér stöđu formanns frćđslunefndar ţar sem hún hefur tekiđ ađ sér kennslu viđ Kirkjubćjarskóla í vetur. Sveitarstjórn skipar Kjartan Magnússon formann  nefndarinnar. Fyrsti varamađur, Sigrún Böđvarsdóttir, tekur sćti í nefndinni. Sveitarstjórn skipar jafnframt Ţorstein M. Kristinsson annan varamann nefndarinnar, Pál Oddsteinsson ţriđja varamann, Kristínu Lárusdóttur fjórđa varamann og Ragnheiđi Símonardóttur fimmta varamann.

9.       Bréf frá Marteini Mássyni hrl. 20. október 2008.

Óskađ er eftir yfirlýsingu og međmćlum sveitarstjórnar skv. 1. mgr. 36. gr jarđalaga nr. 81/2004 vegna áforma Ragnars Gíslasonar, ábúanda á ríkisjörđinni Melhóli II í Skaftárhreppi, um ađ kaupa jörđina.

Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra ađ afgreiđa máliđ.

 

10.    Bréf frá Ţórunni Júlíusdóttur, skólastjóra leikskólans Kćrabćjar, 7. nóvember 2008, ásamt ályktun Félags leikskólakennara frá 10. október 2008.

Í bréfi Ţórunnar og ályktun Félags leikskólakennara koma fram tilmćli um ađ sveitarfélagiđ tryggi börnum fullan og óskertan ađgang ađ leikskólanámi ţrátt fyrir tímabundna fjárhagserfiđleika sem foreldrar kunni ađ lenda í vegna núverandi efnahagsástands. Sveitarstjórn vísar til bókunar undir liđ I-2 hér ađ ofan ţar sem fram koma áherslur sveitarstjónar vegna efnahagsástandsins.

11.    Bréf frá Jóhönnu Jónsdóttur f.h. foreldrafélags Kirkjubćjarskóla á Síđu 29.10.2008.

Lagt er til ađ nemendur grunnskóla fái frítt í sund í nýopnađri sundlaug. Sveitarstjórn samţykkir ađ verđa viđ ţessum tilmćlum og mun gefa út fríkort til nemenda Kirkjubćjarskóla sem gilda út skólaáriđ 2008-2009.

 

II.              Fundargerđir til samţykktar.

1.      33. fundur menningarmálanefndar 1. október 2008.

Fundargerđ samţykkt.  

2.     57. fundur skipulags- og byggingarnefndar 3. nóvember 2008.

Fundargerđ samţykkt.

 

III.            Fundargerđir til kynningar.

1.     28. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og vestur-Skaftafellssýslu 1. október 2008  

2.     Fundargerđ 8. fundar Inntökuráđs Gaulverjaskóla/ART teymis 10. október 2008  

3.     Fundargerđ 757. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 10. október 2008  

4.     23. fundur stjórnar Félagsţjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 10. október 2008  

5.     108. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suđurlands 13. október 2008  

6.     12. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu 14. október 2008  

7.     Fundargerđ 229. fundar Launanefndar sveitarfélaga 14. október 2008  

8.     418. fundur stjórnar SASS 20. október 2008  

9.     Minnispunktar frá samráđsfundi sveitarfélaga um efnahagsvandann 20. október 2008  

10.  113. fundur Heilbrigđisnefndar Suđurlands 21. október 2008  

11.  279. fundur stjórnar Atvinnuţróunarfélags Suđurlands 22. október 2008

  

IV.            Annađ kynningarefni.

 

1.       Bréf ásamt gögnum frá áhugamannafélaginu Betri byggđ í Mýrdal 31. október 2008: Ný veglína, ţjóđvegur 1 um Mýrdal  

2.       Vinir Vatnajökuls – upplýsingar  

3.       NEED-verkefniđ – upplýsingar  

4.       Vefrit menntamálaráđuneytisins nr. 27

 

 

V.              Samţykkt fundargerđar / Fundarslit

 

Fundargerđ lesin upp, samţykkt og árituđ. Fundi slitiđ kl 19:00.

 

Nćsti fundur er ráđgerđur mánudaginn 8. desember nk. og hefst fundurinn kl. 14:00. Einnig er gert ráđ fyrir ađ annar sveitarstjórnarfundur verđi haldinn fyrir jól og ţá fari fram síđari umrćđa um fjárhagsáćtlun 2009.

 

 

.

 

 

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti                   Elín Heiđa Valsdóttir, varaoddviti

 

 

 

Sverrir Gíslason                                            Gísli Kjartansson

 

 

 

Ţorsteinn M. Kristinsson