330. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 14. mars 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 14. mars 2011.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 330. fundur sveitarstjórnar, þriðji fundur ársins 2011.
Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

Guðmundur Ingi  oddviti býður fundarmenn velkomna.
Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
14. Breyting á taxta vegna skólaaksturs.
15. Áhugi Fótspora á endurbótum á Dýralækjaskerjakofa.
16. Umsögn um þingsályktunartillögu 274, um aukna fræðslu í skólum um skaðsemi áfengis.
17. Umsögn um sameiginlegt mat umhverfisáhrifa vegna fyrirhugaðra virkjana og raflína í Skaftárhreppi.
18. Styrkumsókn vegna Ferðahandbókar um Skaftárhrepp, frá Lilju Magnúsdóttur.
19. Áskorun frá leigutökum veiðiréttar í Grenlæk, dags. 9. mars 2011.

Fundargerðir til kynningar
5.  105. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og vestur- Skaftafellssýslu.
6. 132. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Sveitarstjóri greinir frá að niðurstöður mælinga Sorporkustöðvar, frá 25. janúar hafa borist.
Sveitarstjórn telur málið of viðamikið til að taka það á dagskrá fundarins og óskar oddviti eftir því að aukafundur verði haldinn um málið.  Lokaður aukafundur samþykktur þriðjudaginn 15. mars 2011 kl. 10:00
 

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 1. Þriggja ára áætlun Skaftárhrepps 2012 - 2014, seinni umræða.
Áætlunin gerir ráð fyrir 2,5% verðbótum á verðtryggðar langtímakröfur og langtímaskuldir. Reiknað er með óbreyttum árlegum skatttekjum og óbreyttum rekstri málaflokka á tímabilinu. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum og engum fjárfestingum. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun til næstu þriggja ára 2012 - 2014.

2. Auglýsing UMFÍ eftir umsóknum um Unglingalandsmót 2013 og 2014, 28. janúar 2011
Sveitarstjórn mun ekki sækjast eftir að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2013 né 2014.

3. Fornleifastofnun, kostnaðaráætlun vegna heimilda- og vettvangsskráningar.
Sveitarstjórn felur yfirmanni tæknisviðs að kanna verð frá fleiri aðilum um verkefnið.

4. Beiðni um að auka hlutafé í Rangárbökkum ehf og Rangárhöllinni ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram sinn hlut kr. 4.950 í björgunaraðgerðum til handa samstæðunni. Sveitarstjórn óskar ekki eftir að auka hlutafé sitt í Rangárbökkum, hestamiðstöð Suðurlands ehf.
Sveitarstjóra falið að kanna hvaða ávinningur sé fyrir Skaftárhrepp að halda hlut sínum í Rangárbökkum ehf. og Rangárhöllinni ehf.

5. Grænn apríl 2011, verkefni um umhverfismál.
Sveitarstjórn vill gjarnan taka þátt í verkefninu. Kostnaður sveitarfélagsins er í formi skráningargjalds krónur 5.000.

6. Reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði.
Lagðar fram reglur um úthlutun frá Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra. Sveitarstjóra falið að vinna tillögu fyrir Skaftárhrepp sem sé í samræmi við reglur samstarfssveitarfélaga í Félagsþjónustunni.

7. Fasteignir sveitarfélagsins, verðmat.
Rætt var um möguleika sveitarfélagsins að selja einhverjar húseignir.
Jörðin Á er þegar skráð til sölu hjá Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi á Selfossi og verður það áfram. Sveitarstjórn ákveður að setja félagsheimilið Efri Ey og vallarhúsið á Kleifum einnig á söluskrá.

8. Skýrsla samstarfshóps um þekkingarsetur, 25. febrúar 2011
Sveitarstjórn þakkar skýrsluhöfundum greinargóða skýrslu og gaman að sjá hversu vel hefur gengið að fá ólíka aðila til að vinna saman að verkefninu. Sveitarstjórn mun gera það sem hún getur til að liðka fyrir verkefninu.

9. Ósk um leyfi sveitarstjórnar til að halda akstursíþróttakeppni 28. maí 2011.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið.

10. Úrskurður innanríkisráðuneytis í stjórnsýslumáli nr. 43/2010.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og málinu frestað til næsta fundar.

11. Umsögn um þingsályktunartillögu 432, um göngubrú yfir Markarfljót.
Sveitarstjórn veitir ekki umsögn.

12. Umsögn um frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.
Sveitarstjórn vísar umsögninni til fræðslunefndar.

13. Umsögn um þingsályktunartillögu 284, um ljóðakennslu og skólasöng.
Sveitarstjórn vísar umsögninni til fræðslunefndar.

14. Breyting á taxta vegna skólaaksturs.
Í ljósi þeirra hækkana sem orðið hafa á olíuverði er sveitarstjórn sammála um að koma til móts við aukinn kostnað skólabílstjóra og hækka taxta þeirra miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis.

15. Áhugi Fótspora á endurbótum á Dýralækjaskerjakofa, 8. mars 2011.
Sveitarstjórn fagnar áhuga félagsins til endurbóta á Dýralækjaskerjakofa og veitir leyfi sitt til endurbótanna.

16. Umsögn um þingsályktunartillögu 274, um aukna fræðslu í skólum um skaðsemi áfengis.
Sveitarstjórn vísar umsögninni til fræðslunefndar og æskulýðs- og íþróttanefndar.

17. Umsögn um sameiginlegt mat umhverfisáhrifa vegna fyrirhugaðra virkjana og raflína í Skaftárhreppi 9. mars 2011.
Sveitarstjórn leggst gegn því að farið verði í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum fyrir virkjanir og raflínur í Skaftárhreppi. Sveitarstjóra falið að senda svar til Skipulagsstofnunar með rökstuðningi sveitarstjórnar.

18. Styrkumsókn vegna Ferðahandbókar um Skaftárhrepp, frá Lilju Magnúsdóttur, 10. mars 2011.
Sveitarstjórn telur verkefnið áhugavert og samþykkir að styðja við það með framlagi uppá 50.000 krónur.

19. Áskorun frá leigutökum veiðiréttar í Grenlæk, dags. 9. mars 2011.
Sveitarstjórn þakkar bréfriturum bréfið en ítrekar skoðun sína að besti farvegur málsins sé í stýrihópi Skaftárhrepps, Umhverfisráðuneytis og Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn taki til starfa strax núna á vormánuðum 2011 og hafi umboð til fimm ára, ekki hefur verið skipað í hópinn ennþá.
Þorsteinn ítrekar afstöðu sína frá 329. fundi sveitarstjórnar, 14.febrúar 2011.

II. Fundargerðir til samþykktar.

1. Fundargerð atvinnumálanefndar 4. mars 2011.
1. liður,sveitarstjóra falið að skoða samningana í samráði við atvinnumálanefndina.
Fundargerðin samþykkt.

2.      117. fundargerð fræðslunefndar 8. febrúar 2011.
Fundargerðin samþykkt.

3. 118. fundargerð fræðslunefndar 9. Mars 2011.
Fundargerðin samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1. 7. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu, 23. Febrúar 2011.

2. 128. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands, 7. Mars 2011.

3. Vinnufundur Friðar og frumkrafta, 20. Janúar 2011.

4. Fundur stjórnar SSKS, 15. Febrúar 2011.

5. 105. fundur barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 2. mars 2011.

6. 132. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 4. Mars 2011.

IV. Annað kynningarefni.

1. Skerðing á rennsli vatns út á Eldhraunið á Út-Síðu, bréf frá stjórn veiðifélags Grenlækjar til umhverfisráðherra, 3. mars 2011.

2. Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um gjaldskrár vegna hundahalds og vegna sorphirðu/sorpförgunar, 28. febrúar 2011.

3. Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á sýnatöku á neysluvatni úr Vatnsveitu Kirkjubæjarklausturs, 21. febrúar 2011. Eru allar niðurstöður sýnatökunnar innan marka sbr. reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn.

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 17:30.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 11. apríl 2011. 

______________________
Guðmundur Ingi Ingason
______________________
Þorsteinn M. Kristinsson
______________________
Jóhannes Gissurarson.
______________________
Jóna S. Sigurbjartsdóttir
______________________
Jóhanna Jónsdóttir