329. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 14. febrúar 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 14. febrúar 2011.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 329. fundur sveitarstjórnar, annar fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5 blaðsíður.

 Guðmundur Ingi  oddviti býður fundarmenn velkomna.
Jóna Sigurbjartsdóttir boðaði forföll og í hennar stað er mætt Rannveig Bjarnadóttir.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

 Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu
14.       Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti er varðar skólagöngu nemenda í Kirkjubæjarskóla.

Fundargerðir til samþykktar.
6.         Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar frá 24. janúar 2011. 

Fundargerðir til kynningar
8.         127. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 14. febrúar 2011
9.         441. fundur stjórnar SASS, 11. febrúar 2011

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
 

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1. Aðalskipulag Skaftárhrepps 2010 - 2022
    Á fundi sínum þann 7.febrúar sl. fjallaði skipulags og byggingarnefnd Skaftárhrepps um endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd mælti með því að sveitarstjórn samþykkti tillöguna og sendi hana til afgreiðslu Skipulagsstofnunar og staðfestingar ráðherra.
Tillaga að endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022 var auglýst frá 25. maí til 22. júní 2010 og frestur til að skila athugasemdum var til 7. júlí 2010.
Alls bárust 44 athugasemdir og þar af voru nokkrar athugasemdir þar sem hópur fólks skrifaði undir. Ennfremur bárust 12 umsagnir frá lögformlegum umsagnaraðilum. Sveitarstjórn hefur yfirfarið innsendar athugasemdir og fyrir fundinum liggur tillaga að umsögn sveitarstjórnar um framkomnar athugasemdir.
Til að koma á móts við athugasemdir er nú lögð fram breytt tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Á fundinum liggur fyrir sveitarfélagsuppdráttur dags. 4. febrúar 2011, þéttbýlisuppdráttur dags. 4. febrúar 2011, greinargerð dags. 7. febrúar 2011, umhverfisskýrsla dags. 4. febrúar 2011 og fylgiskjal með athugasemdum og umsögnum dags. 4. febrúar 2011.

Helstu breytingar frá áður auglýstri tillögu eru eftirfarandi:

 • Endurskoðuð var afmörkun á stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og var niðurstaðan að stærð hans verði í samræmi við fyrirliggjandi tillögu í Náttúruverndaráætlun 2009-2013, þar sem hluti Eldgjár, Langisjór og Tungnárfjöll verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði ásamt hluta af Skaftáreldahrauni austan við Lakagíga.
 • Námur N15 og N10 hafa verið felldar út.
 • Í kafla um námur er bætt við að sveitarsjtórn fari fram á að sótt verði um framkvæmdarleyfi fyrir námum N21 og N23.
 • Leiðréttingar voru gerðar á texta í köflum: hefðbundin landbúnaðarsvæði, flokkun ferðamannastaða, svæði fyrir frístundabyggð og iðnaðarsvæði.
 • Landnotkun í Hrífunesi hefur verið breytt í samræmi við deiliskipulag fyrir uppbyggingu hótels og ferðaþjónustu.
 • Afmörkun urðunarsvæðis á Stjórnarsandi hefur lítillega verið breytt og minnkuð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytta tillögu og svör við athugasemdum og jafnframt að senda tillöguna til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Yfirmanni tæknisviðs falið að senda bréf á þá sem skiluðu inn athugasemdum með svörum við þeim.

2. Minnisblað frá Suðurorku, 14. desember 2010
     Þar sem að vinna við endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022 er langt á veg komin og verið er að leggja lokahönd á svör við athugasemdum sem bárust við auglýsta tillögu, sér sveitarstjórn sér ekki fært að gera umbeðna breytingu á aðalskipulagstillögunni. Umbeðin breyting hefði þurft að koma fyrr fram í ferlinu til þess að hægt væri að taka afstöðu til hennar.

3. Þriggja ára áætlun Skaftárhrepps 2012 - 2014, fyrri umræða.
    Áætluninni vísað til síðari umræðu.

4. Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins, 20. janúar 2011
    Sveitarstjórn vill beina fjármunum sínum í að styrkja æskulýðsverkefni í heimabyggð og sér sér ekki fært að styrkja Saman hópinn að svo stöddu. Beiðninni hafnað.

5. Kjarasamningsumboð til handa Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Sveitarstjóra falið að endurnýja umboðið til handa Sambandinu vegna þeirra stéttarfélaga sem við á.

6. Vatnsminnkun í lækjum og lindum í Landbroti og Meðallandi
     a) Bréf frá leigutökum veiðiréttar, 31. janúar 2011
     b) Bréf til Umhverfisráðuneytis frá Veiðimálastofnun, 1. febrúar 2011
Í tengslum við nýtt aðalskipulag gera Skaftárhreppur, Umhverfisráðuneytið og Vegagerðin með sér samkomulag um stýrihóp vegna aðgerða gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár. Markmið stýrihópsins er m.a. að stuðla að rannsóknum á áhrifum einstakra vatnsstýringarferla og stuðla þar með að mögulegum lausnum til þess að auka stöðugleika í rennsli lækja og linda undan Eldhrauni á Út-Síðu.

Þorsteinn M. Kristinsson vill bóka eftirfarandi:
„Síðastliðin ár hefur reglulega verið vakin athygli á  vatnsþurrð á lindarvatni í Landbroti og Meðallandi.  Þessi vatnsþurrð hefur nú þegar valdið miklu tjóni á lífríki auk þess sem ástandið stefnir lífsviðurværi íbúa svæðisins í mikla hættu.  Íbúar svæðisins hafa í langan tíma bent á vandamálið, stutt með veigamiklum rökum, m.a. frá Veiðimálastofnun.  Það er því eindregin ósk að umhverfisyfirvöld og Skaftárhreppur beiti sér strax fyrir aðgerðum til verndar lindarvatns og lífríkis í Landbroti og Meðallandi."

7. Borun eftir köldu vatni við Hrossatungur.
    Sveitarstjórn tekur undir þörf á borun eftir köldu vatni við Hrossatungur og samþykkir að greiða sinn hluta kostnaðar við þær framkvæmdir.

8. Auglýsing UMFÍ eftir umsóknum um Unglingalandsmót 2013 og 2014, 28. janúar 2011
    Sveitarstjórn vill leita frekari upplýsinga og frestar erindinu til næsta fundar.

9. Ályktun menntamálanefndar SASS um Skólaskrifstofu Suðurlands, 10. janúar 2011
    Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktun menntamálanefndar og vonar að aðildarsveitarfélög geri það sem mögulegt er til að Skólaskrifstofan geti haldið áfram því faglega starfi sem hún hefur sinnt á undanförnum árum.

10. Málefni Sorporkustöðvar
     a) Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 17. janúar 2011
Nýjar mælingar hafa þegar farið fram og er nú beðið niðurstaðna þeirra.
     b) Áform um áminningu og krafa um úrbætur, frá Umhverfisstofnun, 13. janúar 2011
Skýrsla um Áhættumat vegna bráðamengunar og viðbragðsáætlun er svotil tilbúin og verður send til Umhverfisstofnunar á næstu dögum.
     c) Ósk um umsögn við tillögu Umhverfisstofnunar um endurskoðun aðlögunar við tilskipun 2000/76/EB um brennslu úrgangs er varðar losun díoxín frá eldri sorpbrennslum. 7. janúar 2011 .
Sveitarstjórn telur ekki unnt að taka afstöðu til tillagna Umhverfisstofnunar fyrr en niðurstöður mælinga á díoxíni í nágrenni sorpbrennslustöðva liggja fyrir en þær munu vera væntanlegar innan fárra vikna.
     d) Bréf frá Ingvari Níelssyni, 24. janúar 2011
Sveitarstjórn þakkar ábendingarnar og mun taka tillit til þeirra við nánari útfærslur á úrbótum í sorporkustöðinni.
     e) Áskorun frá foreldrafélagi Kirkjubæjarskóla, 20. janúar 2011
Sveitarstjórn þakkar ábendinguna og nú þegar hefur verið brugðist við áskoruninni með breyttum brennslutíma.
     f) Áskorun umhverfisráðherra um að hætta eða draga verulega úr brennslu í sorpbrennslustöð þar til niðurstöður rannsókna og mælinga liggja fyrir. 9. febrúar 2011.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa þriggja manna vinnuhóp til að skoða alla fleti á úrbótum vegna sorporkustöðvar. Anton Kári Halldórsson yfirmaður tæknisviðs, Þorsteinn M. Kristinsson og Guðmundur Ingi Ingason munu starfa í vinnuhópnum. Anton Kári mun kalla hópinn saman.

11. Aðildarumsókn sveitarfélaga að rammasamningskerfi Ríkiskaupa fyrir árið 2011.
      Sveitarstjórn samþykkir að sækja um aðild að rammasamningskerfi Ríkiskaupa.

12. Styrkumsókn frá Heilaheill, 9. febrúar 2011
      Umsókninni hafnað að þessu sinni.

13. Endurskoðun lánasamnings og yfirdráttarheimildar við Arion banka
      Sveitarstjórn Skaftárhrepps veitir Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra, heimild til að ræða við fulltrúa Arion banka um lánasamning og yfirdráttarheimild sveitarfélagsins með það að markmiði að finna lausn á lausafjárstöðu sveitarfélagsins.

 14.    Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti er varðar skólagöngu nemenda í Kirkjubæjarskóla.
      Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1. Fundargerð rekstrarnefndar Klausturhóla, 20. janúar
          2. liður - Fyrir liggur kostnaðaráætlun uppá 2.346.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í nauðsynlegar viðgerðir á þaki hjúkrunarheimilisins Klausturhóla og að sótt verði um fjármagn til þess til Framkvæmdasjóðs aldraðra.

Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð atvinnumálanefndar 4. febrúar
Fundargerðin samþykkt.

4. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar 7. febrúar
1. liður Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010 - 2022.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
2.      liður Keldunúpur - umsókn um stofnun lóðar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
3.      liður Efri Vík - Afturköllun á byggingarleyfi
Þorsteinn vekur athygli á vanhæfi sínu.
Þorsteinn víkur af fundi.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
Þorsteinn kemur inn á fundinn aftur.
4.      liður Efri Steinsmýri - Erindi umhverfisstofnunar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5.      liður Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
6.      liður Þykkvabæjarklaustur - umsókn um stofnun lóðar
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
7. liður Klausturvegur 13 - Systrakaffi
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

5.      Fundargerð fræðslunefndar 8. febrúar
Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað.

6.      Fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar, 24. janúar
Fundargerðin samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

 • 1. 131. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 14. janúar
 • 2. 440. fundur stjórnar SASS 14. janúar
 • 3. 126. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 14. janúar
 • 4. 6. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu 19. janúar
 • 5. 104. fundur sameiginlegrar barnaverndarnefndar 26. janúar
 • 6. 783. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 28. janúar
 • 7. 298. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 7. febrúar
 • 8. 127. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 14. febrúar 2011
 • 9. 441. fundur stjórnar SASS, 11. febrúar 2011
 • IV. Annað kynningarefni.
 1. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu varðandi æskulýðsrannsóknina Ungt fólk, 20. janúar.  
 2. Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands, október - desember 2010.
 3. Afgreiðsla sveitarstjórnar Rangárþings ytra varðandi Eldvarnareftirlit, 17. janúar

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 18:40.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 14. mars 2011.

 

______________________
Guðmundur Ingi Ingason

 

______________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

______________________
Jóhannes Gissurarson.

 

 

 ______________________
Jóhanna Jónsdóttir

 

 

______________________
Rannveig Bjarnadóttir