328. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 10. janúar 2011

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 10. janúar 2011.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 328. fundur sveitarstjórnar, fyrsti fundur ársins 2011.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 3  blaðsíður.

 Jóna Sigurbjartsdóttir starfandi oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 

Guðmundur Ingi óskar eftir að Jóna Sigurbjartsdóttir starfi áfram sem oddviti að minnsta kosti út janúar mánuð.

 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

I - 7    Gjaldskrá bókasafns 2011
I - 8    Eldvarnareftirlit, tillögur vinnuhóps um eldvarnareftirlit, dags 6. jan 2011.
I - 9    Skjalavarsla gamalla skjala
I - 10  Málefni Sorporkustöðvar.

III - 7 Fundargerð stjórnar félagsþjónusu Rangárvalla og vestur Skaft., 5. janúar 2011   

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
 

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 1. Gjaldskrá Kærabæjar vorönn 2011
  Lögð til hækkun samkvæmt verðlagi, gjaldskrárbreyting samþykkt.
 2. Gjaldskrá Tónlistarskóla vorönn 2011
  Lögð til hækkun samkvæmt verðlagi, gjaldskrárbreyting samþykkt.
 3. Gjaldskrá sorphirðu 2011,
  Lögð til hækkun samkvæmt verðlagi, gjaldskrárbreyting samþykkt.
  Sveitarstjóra falið að endurskoða og einfalda gjaldskrána fyrir 2012.
 4. Gjaldskrá hundaeftirlits 2011
  Samþykkt að gjald verði kr. 4.500 fyrir hvern hund og 850 kr í umsýslu og skráningargjald.
  Samþykkt að Samþykkt um takmörkun hundahalds verði endurskoðuð.
 5. Reglur um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi 2011
  Breyting samkvæmt launavísitölu lögð til, samþykkt.
 6. Styrkbeiðni frá Stígamótum
  Styrkbeiðninni hafnað.
 7. Gjaldskrá bókasafns 2011
  Í vinnu við fjárhagsáætlun 2011 lagði sveitarstjórn til að tekið yrði upp árgjald á bókasafninu. Lagt til að árgjald verði 1.500 kr, 1.000 kr fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og frítt fyrir börn að 18 ára aldri. Gjaldskráin samþykkt.
 8. Eldvarnareftirlit tillögur vinnuhóps, dags. 6. janúar 2011
  Tillagan samþykkt.
 9. Skjalavarsla gamalla skjala
  Samþykkt að taka tilboði Björns Pálssonar, sem unnið hefur samskonar verkefni fyrir Héraðsskjalasafnið að Skógum.
 10. Málefni Sorporkustöðvar.
  Framlögð gögn: Skýrsla um mengunarmælingu í útblæstri gerð í ágúst 2010 frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og bréf frá Oddi Bjarna Thorarensen.

  Sveitarstjóri fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir og fjallað hefur verið um í fréttum undanfarna daga.  Nú þegar hefur verið beðið um nýjar mælingar og koma menn frá Noregi til þess eins fljótt og auðið er. 

  „Sveitarstjórn lítur þessa umfjöllun alvarlegum augum, og mun málið verða skoðað í kjölinn þegar nýjar niðurstöður mælinga liggja fyrir.  Sveitarstjórn vill brýna fyrir íbúum að standa vel að flokkun sorps, sérstaklega að aðgreina lífrænan úrgang frá brennanlegum, til að takmarka megi mengun útblástrar frá Sorporkustöðinni."

II.                Fundargerðir til samþykktar.

 1. Fundargerð kjörstjórnar, 17.nóvember 2010 ásamt skýrslu formanns frá 1. desember 2010
  - fundargerð og skýrsla samþykkt
 2. Fundargerð fjallskilanefndar Skaftártungu, 18. ágúst 2010
  - fundargerðin samþykkt
 3. Fundargerð fjallskilanefndar Skaftártungu, 12. desember 2010
  - fundargerðin samþykkt.

III. Fundargerðir til kynningar.

 1. 80. fundur Héraðsnefndar V.Skaftafellssýslu, 20. desember 2010
 2. 103. fundur barnaverndarnefndar, 15. desember 2010
 3. 782. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 10. desember 2010
 4. 5. fundur félagsmálanefndar, 15. desember 2010.
 5. 37. fundur stjórnar félagsþjónustu, 30. nóvember 2010.
 6. 38. fundur stjórnar félagsþjónustu, 20. desember 2010.
 7. 39. fundur stjórnar félagsþjónustu, 5. janúar 2011

IV. Annað kynningarefni.

 1. Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla, 9. desember 2010
 2. Boðsbréf á hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands 13. Janúar 2011.
 3. Bréf frá Velferðarráðuneyti, dags 3.janúar 2011.
 4. Bréf frá Innanríkisráðuneyti, 30. desember 2010.
 5. Réttargæsla fatlaðra, bréf frá Félags- og tryggingamálaráðuneyti, 10. desember 2010.

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 16:20.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 14. febrúar 2011.

  

______________________
Jóna Sigurbjartsdóttir

______________________
Guðmundur Ingi Ingason 

______________________
Þorsteinn M. Kristinsson 

______________________
Jóhannes Gissurarson.

______________________
Jóhanna Jónsdóttir