326. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 22. nóvember 2010

Fundargerð

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 22. nóvember 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 326. fundur sveitarstjórnar, sextándi fundur ársins 2010.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 2 blaðsíður.

Jóna Sigurbjartsdóttir starfandi oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn.  Guðmundur Ingi Ingason oddviti er fjarverandi vegna veikinda í hans stað mætir Guðmundur V. Steinsson og Þorsteinn Kristinsson er einnig fjarverandi en í hans stað mætir Rannveig Bjarnadóttir.

Dagskrá

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 1. Álagning útsvars 2011 (I-1)
  Sveitarstjórn samþykkir að álagningarhlutfall útsvars 2011 verði óbreytt frá yfirstandandi ári, eða 13,28%, með fyrirvara um að sömu heimildir gildi áfram um útsvarsálagningu sveitarfélaga.

 • 2. Ákvörðun fasteignagjalda Skaftárhrepps (I-2)
  Sveitarstjórn samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda skuli vera óbreytt frá 2010, með vísan til a-, b- og c-liða 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr 4 1995 (máb) og heimild skv. 4. mgr. sömu greinar sömu laga:
  Fasteignagjöld skv. a-lið 0,625%;
  Fasteignagjöld skv. b-lið 1,32%;
  Fasteignagjöld skv. c-lið 1,65%;
  Holræsagjald verður 0,15% af fasteignamati húss og lóðar á Kirkjubæjarklaustri.


II.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl.14:20.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 13. desember 2010.

 

 ______________________
Jóna Sigurbjartsdóttir

______________________
Rannveig E. Bjarnadóttir

______________________
Guðmundur V. Steinsson

______________________
Jóhannes Gissurarson.

 ______________________
Jóhanna Jónsdóttir