327. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 13. desember 2010

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 13. desember 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 327. fundur sveitarstjórnar, sautjándi fundur ársins 2010.
Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 5  blaðsíður.
Jóna Sigurbjartsdóttir starfandi oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt Eygló Kristjánsdóttur, sveitarstjóra. 
Guðmundur Ingi Ingason oddviti er fjarverandi vegna veikinda í hans stað mætir Guðmundur Vignir Steinsson.

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

 • I. Málefni til umfjöllunar /afgreiðslu
  17.  Fundargerð og uppgjör fjallskiladeildar Álftaversafréttar, 9. Desember 2010.
 • II. Fundargerðir til afgreiðslu.
  6. fundur menningarmálanefndar, 23. júní 2010.
  7. fundur menningarmálanefndar, 21. nóvember 2010.
 • III. Fundargerðir til kynningar
  15. 439. fundur stjórnar SASS, 10. desember 2010.
  16. 1. fundur stj. þjónustusvæðis málefna fatlaðra, 12. október 2010.
  17. 2. fundur stj. þjónustusvæðis málefna fatlaðra, 12. nóvember 2010.
  18. 3. fundur stj. þjónustusvæðis málefna fatlaðra, 10. desember 2010.
 • IV. Annað kynningarefni
  5. Ályktun fundar stjórna 8. svæðadeilda FSL og FL.

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
 

I.   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

 • 1. Fundarboð Árborgar v. skólaskrifstofu, dags. 6.desember 2010 (I-1)
  Fundarboði hefur verið breytt til 15. desember 2010. Þorsteinn fer sem stjórnarmaður í skólaskrifstofunni og Eygló sem fulltrúi sveitarfélagsins.
 • 2. Umsókn v. viðhalds Grafarréttar, dags. 6. desember 2010 (I-2)
  Tillit var tekið til umsóknarinnar við gerð fjárhagsáætlunar.
 • 3. Tilnefning í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga (I-3)
  Sveitarstjóri tilnefndur í nefndina.
 • 4. SEED, sjálfboðaliðaverkefni (I-4)
  Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
 • 5. Innkaupareglur Skaftárhrepps (I-5)
  Innkaupareglurnar samþykktar.
 • 6. Fjallskilaseðill og uppgjör Landbrots- og miðafréttar (I-6)
  Seðillinn og uppgjörið samþykkt, tillit var tekið til viðhalds fjárrétta við gerð fjárhagsáætlunar.
 • 7. Ósk , frá umhverfisráðuneytinu, um upplýsingar um aðgerðir sveitarfélaga til hreinsunar strandlengjunnar (I-7)
  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
 • 8. Ályktun Saman hópsins vegna skemmtana fyrir unglinga undir lögaldri á vínveitingastöðum (I-8) „SAMAN-hópurinn lýsir yfir áhyggjum af endurteknum unglingaskemmtunum á vegum einkaaðila fyrir börn undir lögaldri á vínveitingahúsum og vill hvetja forsvarsmenn sveitarfélaga til að móta sér stefnu í slíkum málum."
  Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur hópsins, ræddar voru hugmyndir um að efla ungmennahús yfir sumartímann og koma á foreldrarölti þegar það á við.
 • 9. Þjónustusamningur við Árborg vegna þjónustu vegna málefna fatlaðra (I-9)
  Samningurinn samþykktur.
 • 10. Framlenging á samstarfssamningi við Markaðsstofu Suðurlands (I-10)
  Samþykkt að framlengja samninginn til fjögurra ára.
 • 11. Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2011 (I-11)
  Sveitarstjórn hafnar umsókninni.
 • 12. Umsókn um styrk til verkefna Kirkjubæjarstofu 2011 (I-12)
  Við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir 1 milljón króna til Kirkjubæjarstofu.
 • 13. Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnis Bændur græða landið (I-13)
  Við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir 190.000 kr. til verkefnisins.
 • 14. Skipan í hóp um utanvegaakstur (I-14)
  Jóhannes Gissurarson, Anton Kári Halldórsson tilnefndur af sveitarstjórn. Beiðni verður send til lögreglustjórans á Hvolsvelli um tilnefningu af þeirra hálfu.
 • 15. Ályktun frá Háskólafélagi Suðurlands til fjárlaganefndar. (I-15)
  „Stjórnarfundur Háskólafélags Suðurlands, haldinn í Skálholti 8. desember 2010, beinir þeim eindregnu tilmælum til fjárlaganefndar Alþingis að hún endurskoði nú þegar framlög til þekkingarstarfa á Suðurlandi í fjárlagafrumvarpi 2011."

  Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktun Háskólafélagsins.
 • 16. Fjárhagsáætlun 2011 - seinni umræða (I-16)
  Fjárhagsáætlun 2011 fyrir samantekin reikningsskil A- og B-hluta gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 161,89 mkr, framlög jöfnunarsjóðs 88,545 mkr og aðrar tekjur 63,349 mkr. Laun og launatengd gjöld eru áætluð 120 mkr, önnur rekstrargjöld 136,94 mkr og afskriftir 16,71 mkr. Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð jákvæð 40,077 mkr, rekstrarniðurstaða í heild jákvæð um 20,331 mkr.

  Eignir eru samtals áætlaðar 522,911 mkr, skuldir og skuldbindingar 304,457 mkr og eigið fé því 218,454 mkr. Veltufé frá rekstri er áætlað 43,839 mkr. Handbært fé í árslok er áætlað 4,355 mkr.

  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi áætlun. Gera verður ráð fyrir áframhaldandi hagræðingu og ýtrasta aðhaldi.

  Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011. 
 • 17. Fjallskilaseðill og uppgjör vegna Álftaversafréttar.
  Seðillinn og uppgjörið samþykkt, tillit var tekið til viðhalds fjárrétta við gerð fjárhagsáætlunar.

 

II.   Fundargerðir til samþykktar.

 • 1. 1. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar, 17. nóvember 2010 (II-1)Fundargerðin samþykkt.
 • 2. 42. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, 29. nóvember 2010 (II-2)
  Fundargerðin samþykkt.
 • 3. 2. fundur atvinnumálanefndar, 29. nóvember 2010 (II-3)
  Fundargerðin samþykkt.
 • 4. 82. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla, 6. desember 2010 (II-4)
  Fundargerðin samþykkt.
 • 5. 74. fundur skipulags- og byggingarnefndar, 7. desember 2010 (II-5)
  1. liður, Botnar. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  2. liður,     Deiliskipulag urðunarsvæðis Skaftárhrepps. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  3. liður,     Borgarfell. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  4. liður,     Umsókn um leyfi fyrir skilti. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  5. liður,     Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  6. liður,     Botnar. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  7. liður,     Hörgsland. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  8. liður,     Deiliskipulagstillaga, Ytri-Tungu. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  Þorsteinn víkur af fundi.
  9. liður,     Efri Vík. - afgreiðsla nefdarinnar samþykkt
  Þorsteinn kemur til fundar aftur.
 • 6. fundur menningarmálanefndar, 23. júní 2010.
  fundargerðin samþykkt.
 • 7. fundur menningarmálanefndar, 21. nóvember 2010.
  fundargerðin samþykkt.

 

III.   Fundargerðir til kynningar.

 • 1. 30. aukaaðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, 3.desember 2010 (III-1)
 • 2. 297. fundur stjórnar AÞS. 3. desember 2010 (III-2)
 • 3. 130. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 19. nóvember 2010 (III-3)
 • 4. 4. fundur félagsmálanefndar. 17. nóvember 2010 (III-4)
 • 5. 296. fundur stjórnar AÞS, 18. nóvember 2010 (III-5)
 • 6. 781. fundur stjórn Sambands sveitarfélaga, 10. nóvember 2010 (III-6)
 • 7. 438. fundur stjórn SASS, 12. nóvember 2010 (III-7)
 • 8. Stjórnarfundur Friðar og frumkrafta, 2. nóvember 2010 (III-8)
 • 9. 2. stjórnarfundur Hulu bs., 10. nóvember 2010 (III-9)
 • 10. 125. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 8. nóvember 2010 (III-10)
 • 11. 1. fundur stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi, 12. okt. 2010(III-11)
 • 12. 2. fundur stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi, 12. nóv. 2010(III-12)
 • 13. 102. fundur barnaverndarnefndar, 24. nóvember 2010 (III-13)
 • 14. Fundargerð stjórnar SSKS, 1. desember 2010 (III-14)
 • 15. 439. fundur stjórnar SASS, 10. desember 2010.

IV. Annað kynningarefni.

 1.  Lok afskriftartíma grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga (IV-1)
 2. Flutningstilkynningar til Þjóðskrár Íslands (IV-2)
 3. Kynning á þjónustu Plan 21 ehf arkitekta- og skipulagsráðgjöf.(IV-3)
 4. Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga. (IV-4)
 5. Alyktun fundar stjórna 8. Svæðadeilda FSL og FL.(IV-5)

 V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 19:00.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 11. janúar 2010.

   

______________________
Jóna Sigurbjartsdóttir

______________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 ______________________
Guðmundur Vignir Steinsson

 ______________________
Jóhannes Gissurarson.

  ______________________
Jóhanna Jónsdóttir