325. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 8. nóvember 2010

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 8. nóvember 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 325. fundur sveitarstjórnar, fimmtándi fundur ársins 2010.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 4 blaðsíður.

 

Jóna Sigurbjartsdóttir starfandi oddviti býður fundarmenn velkomna.

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn.  Guðmundur Ingi Ingason oddviti er fjarverandi vegna veikinda í hans stað mætir Sverrir Gíslason.

 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

I.                    Málefni til umfjöllunar /afgreiðslu

      13. Kapella Klausturhóla, aðkoma sveitarstjórnar að því að klára verkefnið.

      14. Staðfesting á lántöku hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.

 

III.             Fundargerðir til kynningar

5.   Aðalfundur Félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu  5.nóvember 2010.

6.   36. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu  5.nóvember 2010.

 

 

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri og oddviti

·         sátu fund á Hvolsvelli þann 12. október þar sem farið var yfir þjónustukönnun hjá skjólstæðingum vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra. 

·         14. og 15. okt var fjármálaráðstefna Sveitarfélaga og þar kom fram mikil gagnrýni á fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp og niðurskurð hjá ríki.  Mörg sveitarfélög sem eiga erfitt með að ná endum saman í þessu árferði. 
Aðalfundur jöfnunarsjóðs var í framhaldi af fjármálaráðstefnu og þar voru kynnt drög að nýjum úthlutunarreglum, Skaftárhreppur mun fá svipaða upphæð og verið hefur skv. nýju tillögunni.  Svo var haldið á fund fjárlaganefndar. 

·         19. október tók Kæribær við fána Heilsuleikskóla og er þar með formlega komin í hóp þeirra. 

·         Einar Sveinbjörnsson kom svo til okkar 21. október og fór yfir fjármálastöðu sveitarfélagsins til að vinna endurskoðaða fjárhagsáætlun. 

·         23. október sótti sveitarstjóri kvöldverð með slökkviliðsstjórum víðsvegar af landinu sem voru á árlegu þingi sínu í Vík. 

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2010 (I-1)

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurskoðaða áætlun vegna 2010.

2.        Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps (I-2)
Samþykktirnar samþykktar.

 

3.        Erindisbréf  nefnda Skaftárhrepps (I-3)
Erindisbréfin samþykkt.

4.        Aukaaðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands (I-4)

Tilnefning tveggja fulltrúa Skaftárhrepps:
Eygló Kristjánsdóttir

Jóna Sigurbjartsdóttir

 

Til vara Guðmundur Ingi Ingason

     Jóhanna Jónsdóttir.

5.        Tillaga um stofnfund sjálfseignarstofnunar Katla Geopark (I-5)
Tillagan samþykkt samhljóða, sveitarstjóra falið að skrifa undir samþykktirnar á stofnfundi þann 19. nóvember 2010.

6.        Ársreikningur Klausturhóla 2009 (I-6)
Framlagður og undirritaður.

7.        Beiðni frá ábúendum Syðri – Steinsmýri dagsett 1. nóvember 2010 um að sveitarstjórn komi að lausn ágreinings á  landamerkjum jarðarinnar. (I-7)
Sveitarstjórn tekur undir að núverandi ástand sé óviðunandi og hvetur alla málsaðila til að finna farsæla lausn á þessu máli.  Sveitarstjórn er tilbúin að beita sér fyrir því að málið hljóti farsælan endi fyrir alla aðila.

8.        Ályktun frá Lögreglufélagi Suðurlands (I-8)

Þorsteinn M. Kristinsson vekur athygli á vanhæfi sínu og víkur af fundi.

„Stjórn Lögreglufélags Suðurlands (LFS) mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem boðaður hefur verið í fjárlögum 2011 og telur að með boðuðum niðurskurði sé stórlega vegið að öryggi íbúa og lögreglumanna. Miðað við þann mannafla sem stendur vaktir og sinnir almennri löggæslu daglega á Suðurlandi nú, telur stjórn LFS að löggæsla á svæðinu sé komin niður fyrir lágmarks  öryggiskröfur sem gera á til lögreglu. Þá skorar LFS á dómsmála- og mannréttindaráðherra sem og alþingis- og sveitastjórnarmenn á Suðurlandi að sjá til þess að löggæsla á Suðurlandi verði þeim hætti að öryggi íbúa og lögreglumanna sé tryggt. „
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktun Lögreglufélagsins.

 

Þorsteinn kemur aftur inn á fundinn.

9.        Ályktun frá Hjúkrunar- og ljósmæðraráði HSu (I-9)
„Hjúkrunar- og ljósmæðraráð Hsu mótmælir harðlega þeirri aðför sem gerð er að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011.  Niðurskurður sem boðaður er þar þurrkar nánast út alla sjúkrahúsþjónustu á Suðurlandi.  Afleiðingarnar yrðu ekki aðeins afdrifaríkar fyrir þá sem missa störf sín heldur fyrir sunnlenskt samfélag allt, þar sem alla sjúkrahúsþjónustu, svo og göngudeildarþjónustu sem veitt er þar nú, þyrftu íbúar að sækja yfir Hellisheiði.  Það eykur umstang og kostnað heimilanna, vanfærra og sængurkvenna, sjúklinga og aðstandenda þeirra, langt umfram það sem nú er.“
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktun Hjúkrunar- og ljósmæðraráðs HSu.


10.    Reglubundið eftirlit með úrgangsmeðhöndlun á vegum Skaftárhrepps (I-10)

Þau atriði sem athugasemdir voru gerðar við eru til skoðunar og úrvinnslu hjá yfirmanni tæknisviðs Skaftárhrepps.

11.    Fjárhagsáætlun 2011 – fyrri umræða (I-11)

Sveitarstjóri mun funda með öllum nefndum sveitarfélagsins vegna fjárhagsáætlunar.

Fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.

 

12.    Íbúaskrá, kjörskrá vegna stjórnlagaþings (I-12)
Kjörskrá hefur ekki borist til yfirlestrar, en sveitarstjórnarmenn munu koma á skrifstofu og lesa hana yfir þegar hún hefur borist.

13.    Kapella Klausturhóla, aðkoma sveitarstjórnar að því að klára verkefnið.
Sveitarstjórn vísar málinu til Rekstrarnefndar Klausturhóla.

14.    Staðfesting á lántöku hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 11.000.000 kr.  til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja  fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana höfuðstóls lána á gjalddaga hjá lánasjóðnum frá september til desember 2010, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1.      116. fundur fræðslunefndar, 24. október 2010 (II-1)
Fundargerðin samþykkt.

2.      73. fundur skipulags- og byggingarnefndar, 1. nóvember 2010 (II-2)
Fundargerðin samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      2. fundur framkvæmdaráðs um þekkingarsetur, 25.október 2010 (III-1)

2.      Aðalfundur Hulu bs. 20. október 2010 (III-2)

3.      779. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. 13. október 2010 (III-3)

4.      780. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfél. 29. október 2010 (III-4)

IV.             Annað kynningarefni.

1.      Námskeið um aðgerðaráætlanir í jafnréttismálum bréf dags. 8. október 2010 (IV-1)

2.      Skólabragur, málstofa um skólamál (IV-2)

3.      Áskorun frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni. Bréf dagsett 25. október 2010(IV-3)

4.      Tölvusamskipti við Landbúnaðarráðuneyti vegna Ytri – Lynga (IV-5)

5.      Rannsókna og fræðasetur HÍ á Suðurlandi – Landnotkunarsetur. (IV-6)

6.      Menntaverðlaun Suðurlands, tölvupóstur sendur 3. nóvember 2010 (IV-7)

7.      Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 12. nóvember n.k. (IV-7)

8.      Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum (IV-8)

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 19:15.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 13. desember 2010.

 

 

 

 


 

 

 

______________________
Jóna Sigurbjartsdóttir


______________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

______________________
Sverrir Gíslason

 

 

______________________
Jóhannes Gissurarson.

 

 

 ______________________
Jóhanna Jónsdóttir