324. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 11. október 2010

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 11. október 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 324. fundur sveitarstjórnar, fjórtándi fundur ársins 2010.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er 3 blaðsíður.

 

Jóna Sigurbjartsdóttir starfandi oddviti býður fundarmenn velkomna og senda fundarmenn Guðmundi Inga sínar bestu kveðjur og óskir um góðan bata.

 

Mættir undirritaðir sveitarstjórnarmenn.  Guðmundur Ingi Ingason oddviti er fjarverandi vegna veikinda og stýrir varaoddviti Jóna S. Sigurbjartsdóttir fundi í hans fjarveru.  Jóhanna Jónsdóttir boðaði forföll og í hennar stað og Guðmundar mæta Sverrir Gíslason og Jónína Jóhannesdóttir, fyrsti og fjórði varamaður Ó lista.

 

Oddviti óskar eftir breytingu á dagskrá, að við málefnaskrá bætist:

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

9.   Umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr landi Úthlíðar, Ból.

10. Ályktun stjórnar SASS vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlögum til  heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.

 

IV.   Annað kynningarefni.

       5.  Minnisblað af 6.fundi undirbúningshóps um Geopark þann 29.sept. 2010.      

            6.  Áskorun til sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir, frá bæjarstjórn Grundarfjarðar.

 

 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

Sveitarstjóri og oddviti greina frá gangi mála frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri sat aðalfund félags fræðasetra á Höfn og undirbúningsfundi vegna Brunasamlags.  Fyrirhugaður fundur með fjárlaganefnd er núna á föstudag 15. október og munu fulltrúar sveitarfélagsins mæta fyrir nefndina.

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu

1.        Fjárhagsstaða sveitarfélagsins og endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 (I-1)
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að endurskoða fjárhagsáætlun í samstarfi við endurskoðanda og leggja hana fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi eða kalla eftir aukafundi ef þarf.

2.        Tilnefning fulltrúa í rekstrarnefnd Klausturhóla (I-2)
Kjartan Magnússon, Fagurhlíð tilnefndur aðalmaður og Þorsteinn M.Kristinsson til vara.

3.        Brunasamlag Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu bs. (I-3)
Sveitarstjórn samþykkir að stofnað verði byggðasamlag um brunavarnir með þeim drögum sem liggja fyrir fundinum.

4.        Framkvæmdaráð um uppbyggingu þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri – beiðni um fjárframlag (I-4)
Sveitarstjórn tekur jákvætt í umsóknina en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið á þessu fjárhagsári.  Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

5.        Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skaftárhrepps (I-5)
Sveitarstjórn samþykkir að fara yfir samþykktirnar og koma ábendingum til sveitarstjóra og verði samþykktirnar lagðar fyrir til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi.

6.        Erindisbréf  nefnda Skaftárhrepps (I-6)
Sveitarstjórn samþykkir að fara yfir erindibréfin og koma ábendingum til sveitarstjóra og verði erindisbréfin lögð fyrir til afgreiðslu á næsta sveitarstjórnarfundi.

7.        Tilnefning í stjórn Velunnarasjóðs Klausturhóla (I-7)
Sverrir Gíslason og Ingólfur Hartvigsson tilnefndir af sveitarstjórn.

8.        Beiðni um fund með Vegagerðinni vegna framburðar í Skaftá (I-8)
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkir að fá sem fyrst til fundar stjórnendur Vegagerðarinnar til viðræðna við sveitarfélagið vegna hækkunar farvegs Skaftár.  En hækkunin ógnar vegakerfinu víða í sveitarfélaginu.
Sem dæmi hefur farvegur Skaftár neðan við brúna hjá Kirkjubæjarklaustri síðustu 10 árin hækkað afar mikið.  Áin hefur hlaðið upp miklum sandeyrum, bæði ofan og neðan við brúna, en líka farið yfir víðáttumikið gróðurlendi kringum Heimsendasker.  Með tilliti til reynslu fyrri ára og alda er ljóst hvað mikla hættu af sandfoki það hefur í för með sér fyrir byggðina á Kirkjubæjarklaustri.

Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með stjórnendum Vegagerðarinnar.

 

9.        Valur G. Oddsteinsson sækir um stofnun nýrrar lóðar úr landi Úthlíðar.  (I-9) 
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur yfirmanni tæknisviðs að ganga frá málinu.

 

10.    Ályktun stjórnar SASS vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlögum til  heilbrigðisstofnana á Suðurlandi. (I-10)
„Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mótmælir harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðisstofnana á Suðurlandi.  Niðurskurðurinn nemur um 16,1% hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 23,8% hjá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum og 16% hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. ...“
Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ályktun stjórnar.

 

II.                   Fundargerðir til samþykktar.

1.      Fjallskilaseðill Skaftártunguafréttar 2010 (II-1) – samþykkt.

2.      Fjallskilaseðill Austur-Síðu afréttar 2010 (II-2)
Seðillinn samþykktur með fyrirvara um 6.lið þar sem einungis er greiddur akstur samkvæmt fyrirfram ákveðnum heimildum eins og áður hefur verið.

3.      Fjallskilaseðill og fundargerð Álftaversafréttar 2010 (II-3) –  samþykkt.

 

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      Sameiningarkostir á Suðurlandi, 21. september 2010 (III-1)

2.      437. fundur stjórnar SASS, 22. september 2010 (III-2)

3.      41. Aðalfundur SASS, 13. og 14. september 2010 (III-3)

4.      30. Aðalfundur AÞS, 13. september 2010 (III-4)

5.      2. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og v. Skaftafellssýslu, 15. september 2010 (III-5)

6.      1. fundur framkvæmdaráðs samstarfshóps um Kirkjubæjarstofu- þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri. 9.september 2010 (III-6)

7.      124. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands,  4.október 2010 (III-7)

8.      295. fundur stjórnar AÞS, 5. október 2010 (III-8)

9.      5. Aðalfundur HES, 13. september 2010 (III-9)

10.  129. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 1.október 2010 (III-10)

IV.             Annað kynningarefni.

1.      Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010, 28.september 2010 (IV-1)

2.      Tilmæli vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga 24. September 2010 (IV-2)

3.      Vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum, 2. September 2010 (IV-3)

4.      Vinnuverndarvika 2010, 2. September 2010 (IV-4)

5.      Minnisblað af 6.fundi undirbúningshóps um Geopark þann 29.september 2010 (IV-5)

6.      Áskorun til sjávarútvegsráðherra um að auka við aflaheimildir, 7. Október 2010. (IV-6)

 

V. Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 18:15.

Næsti fundur boðaður með dagskrá 8. Nóvember 2010.

 

 

 

 


 

 

 

______________________
Jóna Sigurbjartsdóttir


______________________
Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

______________________
Sverrir Gíslason

 

 

______________________
Jóhannes Gissurarson.

 

 

 ______________________
Jónína Jóhannesdóttir