323. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 6. september 2010

Fundargerð.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundaði mánudaginn 6. september 2010.  Fundur hefst kl. 1300 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 323. fundur sveitarstjórnar, þrettándi fundur ársins 2010.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra og er þrjár blaðsíður.

 

Oddviti býður fyrir hönd sveitarstjórnar nýjan sveitarstjóra velkomin til starfa og væntir ánægjulegs samstarfs.

 

Sveitarstjóri óskar eftir breytingu á dagskrá þar sem hækkanir á gjaldskrám verði teknar fyrir sem 8. liður, samstarf í brunamálum sem 9. liður og erndi frá Friði og frumkröftum um samstarf um upplýsingamiðstöð sem 10. liður í Málefnum til umfjöllunar og afgreiðslu.  Einnig að bætt verði inn í fundargerðum til kynningar fundargerð frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Tvö erindi verði tekin fyrir í öðru kynningarefni, bréf frá stjórn Friða og frumkrafta um opnunartíma í íþróttamiðstöð og bréf frá Velferðarvaktinni. 

Dagskrárbreyting samþykkt.

Dagskrá

I.                   Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

Samningar um skólaakstur 2010-2012 (I-1)

Í öðrum lið fundargerðar 322. fundar, þann 26. júlí s.l. var gert ráð fyrir að kílómetragjald héldist óbreytt.  Síðar kom í ljós að ekki næðist tilætluð hagræðing með því að frysta vísitölu við samningsgerð um skólaakstur.  Var því gengið til samninga við bílstjóra á nýjum forsendum og náðist samkomulag um töluverða lækkun á heildarkostnaði.  Sveitarstjórn samþykkir nýja samninga.

 

Umhverfisnefnd Ferðaklúbbs 4X4: Stikun leiðar á Breiðbak (I-2)

Sveitarstjórn er ekki tilbúin að veita Ferðaklúbbnum 4X4 leyfi til stikunar á leið um Breiðbak.  Telur sveitarstjórn rétt að bíða með merkingu leiðarinnar þangað til nýtt aðalskipulag fyrir Skaftárhrepp hefur verið samþykkt og fyrir liggur hvort leiðin fellur innan eða utan Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Samningur og umboð til undirritunar samnings vegna málefna fatlaðra. (I-3)

Fyrir fundinum lágu drög að samningi um þjónustusvæði Suðurlands um málefni fatlaðra.  Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Skaftárhrepps á aðalfundi SASS 14. september n.k.

 

Prókúra sveitarstjóra á bankareikninga Skaftárhrepps. (I-4)
Sveitarstjórn samþykkir og undirritar prókúruumboð til handa Eygló Kristjánsdóttur sveitarstjóra og fellir jafnframt niður prókúruumboð Bjarna Daníelssonar fyrrverandi sveitarstjóra.

 

Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna á sveitarstjórnarskrifstofu.

Viðtalstímar oddvita verða áfram 2. og 4. mánudag í mánuði kl 10 – 11:30 og viðtalstímar formanns félagsmálanefndar verði 1. mánudag í mánuði kl. 10 – 11:30 eða eftir samkomulagi.

Oddvita, varaoddvita og sveitarstjóra falið að meta þörf á viðtalstíma annarra nefndarformanna.  

 

Skólahúsnæði Kirkjubæjarskóla.  Framtíðarsýn, notkun.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, yfirmanni tæknisviðs og formanni fræðslunefndar að afla hugmynda hjá hagsmunaaðilum til að koma fram með tillögu að notkun og nýtingu húsnæðisins.

 

Umsókn um aðild að byggðarsamlagi Rangæinga um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að sækja ekki um í byggðarsamlag Rangæinga að svo stöddu.  Oddvita, varaoddvita og formanni skipulags- og byggingarnefndar er áfram falið að ræða við fulltrúa Mýrdalshrepps að samstarfi um skipulags- og byggingafulltrúa.

 

Hækkun gjaldskrár. Gjaldskrá leikskóla og mötuneytis Kirkjubæjarskóla. Samþykkt að þessar gjaldskrár hækki samkvæmt verðlagi. 

 

Samstarf í brunamálum.  Tillaga um samstarf Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps. 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í samstarf þessara aðila um brunavarnir og slökkviliðsstjóra.  Sveitarstjóri og oddviti fari á fund um málið 17. september n.k. á Hvolsvelli.

 

Samstarf vegna upplýsingamiðstöðvar – frá Friði og frumkröftum.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með samstarfið í upplýsingamiðstöðinni í sumar og samþykkir áframhaldandi samstarf.

II.                Fundargerðir til samþykktar.

1.       41. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar,  26. ágúst 2010 (II-1)

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      115. fundur fræðslunefndar, 16. ágúst 2010 (II-2)

Fundargerðin samþykkt.

 

3.      72. fundur skipulags- og byggingarnefndar, 2. september 2010 (II-3)

1.      liður - Endurskoðun aðalskipulags
Bókun nefndarinnar, samþykkt

2.      liður – Stjórnarsandur, stofnun lóðar.
Bókun nefndarinar, samþykkt.

      11.liður –Hrífunes, deiliskipulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar.

            Bókun nefndarinnar, samþykkt

Aðrir liðir fundargerðarinnar samþykktir.

 

4.        1. fundur atvinnumálanefndar, þessa kjörtímabils, 31. ágúst 2010 (II-4)
Samþykkt.

III.             Fundargerðir til kynningar.

1.      Barnaverndarnefnd – fundargerð 100. fundar, 11. ágúst 2010 (III-1)

2.      Velferðarnefnd SASS – fundargerð 16. fundar, 18. ágúst 2010 (III-2)

3.      Heilbrigðisnefnd Suðurlands – fundargerð 128.fundar, 19. ágúst 2010 (III-3)

4.      Skólaskrifstofa Suðurlands – fundargerð 123. fundar, 24. ágúst 2010 (III-4)

5.      Samstarfshópur um upplýsingamiðstöð – fundargerð, 30. ágúst 2010 (III-5)

6.      Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26.ágúst 2010

IV.             Annað kynningarefni.

1.        Samgöngu- sveitarstjórnarráðuneytið, skýrsla um endurskoðun gildandi laga- reglugerðarákvæða um Jöfnunarsjóð. (IV-1)

2.        Heilbrigðisstofnun, mun ekki tilnefna fulltrúa í rekstrarnefnd Klausturhóla (IV-2)

3.        Bréf dags. 31. ágúst 2010, frá stjórn Friða og frumkrafta um opnunartíma í íþróttamiðstöð í vetur.

4.        Bréf dags. 1. september 2010 frá Velferðarvaktinni.

5.        Fundarboð á fund þann 7. september 2010 í samstarfshóp um mat á sameiningarkostum á Suðurlandi.

 

 

Næsti fundur ákveðinn 11. október 2010 kl. 14:00.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.44

 

 


 

 

 

___________________
Guðmundur I. Ingason

 

 

____________________
Jóna Sigurbjartsdóttir


____________________
Þórunn Júlíusdóttir

 

 

 

______________________
Jóhanna Jónsdóttir

 

 

______________________
Jóhannes Gissurarson.