239. fundur, 9. fundur ársins, 11. október 2004

Dagsetning: 11. október 2004
Nefnd: Sveitarstjórn
Fundur númer: 239. fundur, 9. fundur ársins.
Fundarstaður: Skrifstofa sveitarfélagsins
Tími: 19:00
Ritari: Sveitarstjóri / Jóna S. Sigurbjartsdóttir
Athugasemdir: Fundargerð tölvuskráð af sveitarstjóra.

Dagskrá:

I. Sveitastjóri og oddviti greina frá úrvinnslu mála:


II. Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu:

1. Samkomulag um kjarasamningsumboð milli Skaftárhrepps og launanefndar sveitarfélaga.

Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að ganga frá almennu umboði fyrir launanefnd sveitarfélaga til kjarasamningagerðar fyrir sveitarfélagið og hjúkrunar- og dvalarheimlið Klausturhóla á yfirstandandi kjörtímabili.

2. Gjaldskrá mötuneytis Kirkjubæjarskóla.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á gjaldskrá mötuneytis Kirkjubæjarskóla fyrir skólabörn.

Mötuneytisgjald hvern mánuð skólaárið 2004-2005 verður kr. 4.400,- fyrir hvert barn en gjaldskráin óbreytt að öðru leyti.

3. Fyrirspurn um byggingarleyfisgjöld frá landeigendum Skálmarbæjar, dags. 8. september 2004.

Sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

4. Beiðni frá barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu um leiðréttingu launakjara nefndarmanna, skv. erindi dags. 9. september 2004.

Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samstarfi við framkvæmdastjóra aðildarsveitarfélaganna.

5. Drög að lögreglusamþykkt fyrir Skaftárhrepp, dags. 27. september 2004.

Drög að lögreglusamþykkt fyrir Skaftárhrepp kynnt sveitarstjórn.

6. Tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga um breytingar á sveitarfélagaskipan.

Skýrsla nefndar um sameiningu sveitarfélaga, september 2004:1, kynnt.

Meirihluti sveitarstjórnar harmar að afstaða hans til sameiningarkosta, sem kynnt var sameiningarnefndinni bæði á fundum og bréflega, kemur ekki fram í skýrslu nefndarinnar. Ljóst er að sameiningartillögur nefndarinnar ganga þvert á yfirlýstan vilja meirihluta sveitarstjórnar Skaftárhrepps. Röksemdir sem nefndin setur fram í skýrslunni breyta ekki þeirri afstöðu.

III. Fundargerðir til samþykktar:

1. 8. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar, dags. 20. september 2004.

Fundargerðin samþykkt. Í tilefni af umfjöllun um fundargerðina er upplýst að starfsmaður hefur verið ráðinn, í samráði við æskulýðs- og íþróttanefnd, til að sinna rekstri íþróttahúss og sundlaugar tímabundið. Sveitarstjóra falið að vinna að framtíðarlausn mannaráðninga í samstarfi við æskulýðs- og íþróttanefnd.

Forsvarsmenn N-lista óska eftir að eftirfarandi verði bókað:
“Í framhaldi af fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar, þar sem fjallað er um starfsmannamál við íþróttamannvirki, óskar N-listinn eftir því að farið verði strax í vinnu við það að skilgreina starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa og staðan verði auglýst fljótt á nýju ári.”

Vegna umfjöllunar um búningsklefa og tækjasal skal tekið fram að sveitarstjórn hefur heimilað byggingarnefnd íþróttahúss að leita samninga um byggingu sökkla og grunnplötu, á þessu ári, fyrir þjónustuhús við íþróttahús og sundlaug.

2. 26. fundur skipulags- og byggingarnefndar, dags. 20. september 2004.

Fundargerðin samþykkt.

3. 86. fundur fræðslunefndar, dags. 21. september 2004.

Fundargerðin samþykkt.

4. 1. fundur almannavarnanefndar V-Skaftafellssýslu, dags. 29. september 2004.

Fundargerðin samþykkt.

5. Fundur húsnæðisnefndar Skaftárhrepps, dags. 11. október 2004.

Fundargerðin samþykkt.

IV. Fundargerðir til kynningar:

1. 26. fundur barnaverndarnefndar Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu, dags. 24. ágúst 2004.
2. 27. fundur barnaverndarnefndar Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu, dags. 30. ágúst 2004.
3. 28. fundur barnaverndarnefndar Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu, dags. 7. september 2004.
4. 195. fundur launanefndar sveitarfélaga, dags. 15. september 2004.
5. 242. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 17. september 2004.
6. 76. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 22. september 2004.
7. 53. fundur Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu, dags. 29. september 2004.
8. 378. stjórnarfundur SASS, dags. 1. október 2004.
9. Fundur með Vegagerðarmönnum, dags. 6. október 2004.

V. Annað kynningarefni:

1. Bréf frá Fjölgreiðslumiðlun.
2. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 7. september 2004.
3. Bréf frá Fasteignamati ríkisins, útgáfa fasteignaskrár 31. desember 2004, dags. 9. september 2004.
4. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 9. september 2004.
5. Bréf frá KSÍ, stærðir á knattspyrnuvöllum, dags. 15. september 2004.
6. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 16. september 2004.
7. Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, ráðstefna um Staðardagskrá 21, dags. 17. september 2004.
8. Bréf frá Umhverfisstofnun, ný lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, dags. 20. september 2004.
9. Bréf frá Umhverfisstofnun, eftirlit Umhverfisstofnunar með meðhöndlun úrgagns í Skaftárhreppi, dags. 20. september 2004.
10. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, boðun XVIII. landsþings. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. september 2004.
11. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 23. september 2004.
12. Bréf frá ríkisskattstjóra, dags. 27. september 2004.
13. Bréf frá lánasjóði sveitarfélaga, vextir af lánum af eigin fé sjóðsins, dags. 28. september 2004.
14. Bréf frá TÚN vottunarstofu, fundarboð, dags. 30. september 2004.
15. Bréf frá Skipulagsstofnun, framkvæmd við Árkvíslar í Skaftárhreppi, dags. 1. október 2004.
16. Bréf frá Sýslumanninum Vík í Mýrdal, varðar nýtt skipulag almannavarna í umdæmi sýslumannsins Vík í Mýrdal, sem er í dag V-Skaftafellssýsla, dags. 4. október 2004.

VI. Samþykkt fundargerðar/fundarslit:

Fundargerð lesin, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 22:30.

Mættir:
Árni Jón Elíasson
Jóna Sigurbjartsdóttir
Ragnar Jónsson
Sveinbjörg Pálsdóttir
Kjartan Magnússon
Þorsteinn M. Kristinsson
Heiða G. Ásgeirsdóttir