237. fundur, 7. fundur ársins, 9. ágúst 2004.

Dagsetning: 9. ágúst 2004
Nefnd: Sveitarstjórn
Fundur númer: 237. fundur, 7. fundur ársins.
Fundarstaður: Skrifstofa sveitarfélagsins
Tími: 19:00
Ritari: Sveitarstjóri / Jóna S. Sigurbjartsdóttir
Athugasemdir: Ragnar Jónsson, sveitarstjórnarmaður af A-lista, er fjarverandi og mætir Sverrir Gíslason, fyrsti varamaður af A-lista, á fundinn í hans stað. Þorsteinn M. Kristinsson, sveitarstjórnarmaður af N-lista, er fjarverandi og mætir Gísli Kjartansson, annar varamaður af N-lista, á fundinn í hans stað.

Fundargerð tölvuskráð af sveitarstjóra.

Dagskrá:

I. Sveitastjóri og oddviti greina frá úrvinnslu mála:


II. Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu:

1. Ársreikningur Klausturhóla 2003.

Heimilið skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu, kr. 2.718 þús., árið 2003. Sveitarstjórn samþykkir ársreikning Klausturhóla árið 2003 með undirritun.

2. Landbóta- og landnýtingaráætlun 2004-2010 fyrir Álftaversafrétt í Skaftárhreppi, undirrituð af fjallskilanefnd og staðfest af fulltrúa Landgræðslunnar 1. júní 2004.

Sveitarstjórn samþykkir áætlunina. Sveitarstjóra falið að staðfesta áætlunina fyrir hönd sveitarstjórnar.

3. Skýrsla formanns kjörstjórnar Skaftárhrepps vegna forsetakosninga 26. júní 2004.

Skýrslan kynnt sveitarstjórn. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við skýrsluna og þakkar kjörstjórn og starfsmönnum hennar þeirra störf.

4. Skólaakstur 2004-2005.

Gengið hefur verið frá samningum um skólaakstur á austurleið við Guðna Bergsson, dags. 19. júlí 2004. Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

Verið að vinna í málum á suðurleið og vesturleið. Ýmsar leiðir eru færar og leggur sveitarstjórn áherslu á að ná fram fjárhagslegu hagræði með hagsmuni skólabarna að leiðarljósi.

5. Fjarskiptamál.

Málið kynnt og sveitarstjóra falið að vinna áfram að hagstæðustu lausn.

6. Sameiginleg almannavarnanefnd V-Skaftafellssýslu.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar og aðgerðastjórnar í umdæmi lögreglustjórans í V-Skaftafellssýslu.

7. Nefndaskipan.

Vegna búferlaflutninga eru eftirfarandi breytingar gerðar á nefndaskipan hjá sveitarfélaginu.

Menningarmálanefnd:

Frá A-lista gengur Valgerður Guðjónsdóttir úr nefndinni og í hennar stað tekur Jón Þorbergsson sæti sem aðalmaður. Brynja Bjarnadóttir, varamaður hættir. Nýir varamenn í menningarmálanefnd fyrir hönd A-lista verða Sigríður Böðvarsdóttir og Sverrir Gíslason.

Frá N-lista gengur Baldur Gautur Baldursson úr nefndinni og í hans stað tekur Þórunn Júlíusdóttir sæti sem aðalmaður. Fyrir hönd N-lista verður Eva Björk Harðardóttir varamaður.

Æskulýðs- og íþróttanefnd:

Frá A-lista gengur Lilja Guðnadóttir úr nefndinni og í hennar stað tekur Guðni Már Sveinsson sæti sem aðalmaður. Jónatan Guðni Jónsson varamaður hættir. Nýir varamenn í æskulýðs- og íþróttanefnd fyrir hönd A-lista verða Guðlaugur Kjartansson og Pálmi Harðarson.

Húsnæðisnefnd:

Frá A-lista gengur Lilja Guðnadóttir úr nefndinni. Formaður nefndarinnar hefur óskað eftir því, af persónulegum ástæðum, að verða leystur undan þeirri ábyrgð en mun áfram sitja í nefndinni. Nýr aðalmaður og jafnframt formaður nefndarinnar er skipaður Gunnsteinn R. Ómarsson.

8. Fjármál.

Farið yfir 6 mánaða stöðu sveitarsjóðs. Ljóst er að aðgerða er þörf til að rekstrarniðurstaða ársins verði í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

Lagt til að endurskoðun fjárhagsáætlunar fari fram í september og stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið fyrir lok mánaðarins.

Sveitarstjórn veitir heimild til að innheimta kostnað vegna útsendra innheimta frá sveitarfélaginu og skal gjaldinu haldið í samræmi við raunkostnað.

III. Fundargerðir til samþykktar:

1. Fundur byggingarnefndar íþróttahúss, dags. 24. júní 2004.

Oddur B. Thorarensen, skipulags- og byggingarfulltrúi, mætir á fund.

Liður 1 í fundargerðinni. Oddur fór yfir mögulegar staðsetningar sparkvallar inni á skólalóðinni. Sveitarstjórn óskar eftir því að önnur staðsetning verði fundin en sú sem lögð er til í fundargerðinni.

Liður 2 í fundargerðinni. Oddur fór yfir tillögur arkitekts vegna byggingar þjónustuhúss við íþróttahúsið auk þess sem hann kynnti kostnaðaráætlanir vegna tillagnanna. Sveitarstjórn samþykkir framlagða teikningu sem samþykkt var af byggingarnefndinni og heimilar áframhaldandi hönnun á grundvelli teikningarinnar. Jafnframt heimilar sveitarstjórn að ráðist verði í jarðvegsskipti vegna byggingarinnar. Framhald byggingarinnar verður skoðað í ljósi fjárhagsstöðu að loknum jarðvegsskiptum.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.

Oddur víkur af fundi.

2. Fundur húsnæðisnefndar, dags. 13. júlí 2004.

Fundargerðin samþykkt.

3. 25. fundur skipulags- og byggingarnefndar, dags. 19. júlí 2004.

Fundargerðin samþykkt.

4. Fundur almannavarnanefndar Skaftárhrepps, dags. 9. ágúst 2004.

Sveitarstjórn þakkar almannavarnanefnd vel unnin störf á liðnum árum.

Fundargerðin samþykkt.

IV. Fundargerðir til kynningar:

1. 56. fundur í rekstrarstjórn Klausturhóla, dags. 1. mars 2004.

2. 241. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 25. júní 2004.

3. 715. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. júní 2004.

4. 194. fundur í Launanefnd sveitarfélaga, dags. 30. júní 2004.

5. 57. fundur í rekstrarstjórn Klausturhóla, dags. 30. júní 2004.

6. 24. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 6. júlí 2004.

7. 25. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 12. júlí 2004.

8. 58. fundur í rekstrarstjórn Klausturhóla, dags. 15. júlí 2004.

9. 59. fundur í rekstrarstjórn Klausturhóla, dags. 22. júlí 2004.

10. 60. fundur í rekstrarstjórn Klausturhóla, dags. 29. júlí 2004.

V. Annað kynningarefni:

1. Bréf frá Kirkjubæjarstofu, varðar fornleifarannsóknir á Kirkjubæjarklaustri, dags. 22. júní 2004.

2. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsáætlun 2004, dags. 23. júní 2004.

3. Bréf frá EBÍ, styrktarsjóður EBÍ 2004, dags. 24. júní 2004.

Sveitarstjórn samþykkir að sækja um styrk til merkingar gönguleiða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og þjóðleiða í sveitarfélaginu.

4. Afrit af bréfi byggingarnefndar íþróttahúss FSu til Héraðsnefndar V-Skaft., afnot af íþróttahúsi FSu á Selfossi, dags. 27. júní 2004.

5. Bréf frá Úrvinnslusjóði, söfnun og endurnýting á heyrúlluplasti, dags. 30. júní 2004.

Sveitarstjórn beinir umfjöllun um málið til sorphirðuhóps.

6. Bréf frá Vegagerðinni, afreiðsla umsókna til styrkvega 2004, styrkvegir í Skaftárhreppi, dags. 1. júlí 2004.

Í bréfinu kemur fram að Skaftárhreppi hafi verið úthlutað 2 mkr. til endurbóta á styrkvegum í Skaftárhreppi árið 2004.

7. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, viðmiðunarreglur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, dags. 5. júlí 2004.

8. Ályktun frá Veiðifélagi Skaftár vegna fyrirhugaðrar Skaftárveitu, mótt. 23. júlí 2004.

9. Bréf frá EBÍ, ágóðahlutagreiðsla 2004, dags. 27. júlí 2004.

Fram kemur að Skaftárhreppi hafi verið úthlutað 1.539 þús kr. í ágóðahlut árið 2004 sem kemur til útgreiðslu 15. október nk.

10. Bréf frá Landbúnaðarráðuneyti, ábúðarskipti að Bakkakoti, dags. 26. júlí 2004.

VI. Samþykkt fundargerðar/fundarslit:

Fundargerð lesin, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 22:45.

Mættir:
Árni Jón Elíasson
Jóna Sigurbjartsdóttir
Kjartan Magnússon
Sveinbjörg Pálsdóttir
Sverrir Gíslason
Heiða G. Ásgeirsdóttir
Gísli Kjartansson