236. fundur, 6. fundur ársins, 21. júní 2004.

Dagsetning: 21. júní 2004
Nefnd: Sveitarstjórn
Fundur númer: 236. fundur, 6. fundur ársins.
Fundarstaður: Skrifstofa sveitarfélagsins
Tími: 19:00
Ritari: Sveitarstjóri / Jóna S. Sigurbjartsdóttir
Athugasemdir:

Dagskrá:

I. Sveitastjóri og oddviti greina frá úrvinnslu mála:
Fyrirhugað er að loka skrifstofu sveitarfélagsins fyrstu vinnuviku eftir verslunarmannahelgi, þ.e. frá þriðjudeginum 3. ágúst til og með föstudeginum 6. ágúst, vegna sumarleyfa starfsfólks.

II. Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu:

1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs, skv. 14. gr. sveitarstjórnalaga nr. 45/1998.

Árni Jón Elíasson er kjörinn oddviti til eins árs með fimm atkvæðum greiddum. Tveir seðlar voru auðir. Jóna S. Sigurbjartsdóttir er kjörin varaoddviti til eins árs með fimm atkvæðum greiddum. Tveir seðlar voru auðir.

2. Yfirferð kjörskráa vegna forsetakosninga 26. júní 2004.

Kjörskrárstofnar yfirfarnir af sveitarstjórn. Kjörskrárstofnar munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og í versluninni Kjarval til kjördags.

3. Beiðni frá Sýslumanni um umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistiskála og gistiheimili að Eystri Dalbæ, skv. bréfi dags. 1. júní 2004.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4. Beiðni Klúbbsins Stróks um fjárstyrk, skv. bréfi dags. 14. júní 2004.

Styrkbeiðninni hafnað.

5. Beiðni landbúnaðarráðuneytis um bréflegt samþykki sveitarstjórnar fyrir gerð byggingarbréfs um lífstíðarábúð við Torfa Guðmund Jónsson á jörðinni Bakkakoti, skv. bréfi dags. 14. júní 2004.

Sveitarstjórn samþykkir gerð byggingarbréfs um lífstíðarábúð við Torfa Guðmund Jónsson á jörðinni Bakkakoti í Meðallandi í Skaftárhreppi.

6. Fjarskiptamál.

Lögð fram greinargerð frá Neista ehf. um fjarskiptamál í Skaftárhreppi þar sem tíundaðar eru mögulegar lausnir vegna háhraða internettenginga.

7. Samkomulag við MABB ehf. um rekstur upplýsingamiðstöðvar Skaftárhrepps.

Sveitarstjórn gerð grein fyrir stöðu mála. Sveitarstjóra veitt heimild til að klára samkomulag um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar út sumarið 2004.

8. Fjármál.

Fimm mánaða staða sveitarsjóðs lögð fram fyrir sveitarstjórn.

III. Fundargerðir til samþykktar:

1. 14. fundur menningarmálanefndar, dags. 18. maí 2004.

Fundargerðin samþykkt.

2. 65. fundur félagsmálanefndar, dags. 16. júní 2004.

Fundargerðin samþykkt.

3. 84. fundur fræðslunefndar, dags. 18. júní 2004.

Fundargerðin samþykkt.

IV. Fundargerðir til kynningar:

1. 236. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 27. febrúar 2004.

2. 237. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 19. mars 2004.

3. 24. aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 19. mars 2004.

4. 238. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 19. mars 2004.

5. 239. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 16. apríl 2004.

6. 192. fundur í Launanefnd sveitarfélaga, dags. 21. apríl 2004.

7. 193. fundur í Launanefnd sveitarfélaga, dags. 5. maí 2004.

8. 21. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 11. maí 2004.

9. 22. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 11. maí 2004.

10. Fundur vegna mála sem varða veglagningu við Skaftárbrú, dags. 12. maí 2004.

11. 240. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, dags. 19. maí 2004.

12. 65. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 26. maí 2004.

13. 23. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, dags. 8. júní 2004.

V. Annað kynningarefni:

1. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, framlög til jöfnunar tekjutaps vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti 2004, dags. 30. apríl 2004.

2. Bréf frá félagsmálaráðuneyti og Jafnréttisstofu, jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana, dags. 4. maí 2004.

3. Bréf frá ÍSÍ, ályktanir 67. íþróttaþings ÍSÍ, dags. 5. maí 2004.

4. Bréf frá Íslenskum fasteignum ehf. dags. 6. maí 2004.

5. Bréf frá USVS, samþykktir frá ársþingi USVS, dags. 10. maí 2004.

6. Bréf frá Flugmálastjórn, lokun flugvallar í Álftaveri, dags. 10. maí 2004.

Sveitarstjórn óskar eftir áliti almannavarnarnefndar Skaftárhrepps á áformum Flugmálastjórnar.

7. Bréf frá UMÍS ehf. Environice, svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, dags. 12. maí 2004.

8. Bréf frá RARIK, svar við áskorun um þrífösun rafmagns í Skaftárhreppi, dags. 13. maí 2004.

Samþykkt að kynna þingmönnum Suðurkjördæmis efnisinnihald bréfsins.

9. Bréf frá Menntamálaráðuneyti, auglýsingar í grunnskólum, dags. 13. maí 2004.

10. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti, leiðbeiningar varðandi beitingu 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, dags. 17. maí 2004.

11. Kynningarbréf frá starfshópi um kálæxlaveiki dags. 24. maí 2004.

12. Sameining almannavarnanefnda, drög að breyttri skipan.

13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ársreikningur sveitarfélagsins 2003, dags. 1. júní 2004.

14. Bréf frá Mýrdalshreppi, tillaga að aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2002-2022, dags. 7. júní 2004.

Tillögunni vísað til skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps til umsagnar.

15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, norrænt hugmyndahefti um Staðardagskrá 21, dags. 8. júní 2004.

16. Bréf frá USVS, umsókn USVS um Unglingalandsmót UMFÍ 2005, dags. 9. júní 2004.

Í bréfinu kemur fram að ákveðið hefur verið að sækja um unglingalandsmót UMFÍ árið 2005 og ef til kemur verði það haldið í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóra falið að kanna forsendur ákvörðunar fyrir staðarvali.

17. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sala á fasteignum sem nauðsynlegar eru til að sveitarfélag geti rækt lögskyld verkefni sín, dags. 15. maí 2004.

VI. Samþykkt fundargerðar/fundarslit:

Fundargerð lesin, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 22:45.

Mættir:
Árni Jón Elíasson
Jóna Sigurbjartsdóttir
Ragnar Jónsson
Kjartan Magnússon
Sveinbjörg Pálsdóttir
Þorsteinn M. Kristinsson
Heiða G. Ásgeirsdóttir