322. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 26. júlí 2010

Fundargerð

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 26. júlí 2010.  Fundur hefst kl. 2100 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 322. fundur sveitarstjórnar, tólfti fundur ársins 2010.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra.

Oddviti býður fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir eftirfarandi breytingu á dagskrá:  Sem liður I-7, ákvörðun daggjalda á afrétti 2010.

Þetta samþykkt og gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.       Ráðning sveitarstjóra.

Sveitarstjórn staðfestir ráðningu Eyglóar Kristjánsdóttur, viðskiptafræðings, í starf sveitarstjóra Skaftárhrepps. Hún mun taka formlega við starfinu mánudaginn 16. ágúst 2010. Oddvita og varaoddvita falið að ljúka ráðningarsamningi við Eygló. Sveitarstjóra falið að tilkynna öðrum umsækjendum um málalok með bréfi.

2.       Skólaakstur.

Fyrir liggur tillaga oddvita / vinnuhóps, að höfðu samráði við skólabílstjóra, um samkomulag sveitarfélagsins og skólabílstjóra um áframhaldandi þjónustu á grundvelli fyrri samninga. Lagt er til að samningar gildi til fjögurra ára, 2010-2014. Gert verði ráð fyrir óbreyttu kílómetraverði til 1. ágúst 2012, en gjaldið taki þá breytingu skv. breytingu á vísitölu neysluverðs án húsnæðiskostnaðar frá 1. ágúst 2011. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við skólabílstjóra á grundvelli þessarar tillögu og felur vinnuhópnum að ljúka undirbúningi samninga að höfðu nánara samráði við skólastjóra og fræðslunefnd um skólastarfið, akstursleiðir og tímaáætlun. Vegna sumarleyfis óskar Jóna S. Sigurbjartsdóttir eftir að tilnefndur verði varamaður hennar í vinnuhópinn. Samþykkt að Þórunn Júlíusdóttir verði varamaður.

3.       Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps: Mótteknar athugasemdir.

Alls bárust um 45 athugasemdir. Að hluta til er um samhljóða athugasemdir að ræða og eins eru nokkrar athugasemdir undirritaðar af fjölda einstaklinga. Sveitarstjórn samþykkir að kynna sér athugasemdirnar en taka þær ekki til efnislegrar umfjöllunar fyrr en að loknu sumarhléi í september. Sveitarstjóra og yfirmanni tæknisviðs falið að vinna áfram í samráði við skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins að greiningu efnisatriða í athugasemdunum og undirbúningi formlegrar umfjöllunar í sveitarstjórn.

4.       SASS 29. júní 2010. Tilkynning um frestun ársþings til 13. og 14. september 2010.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku upplýsinganna.

5.       Samband íslenskra sveitarfélaga 13.07.2010: Tilkynning um námskeið um lýðræði í sveitarfélögum 6. september 2010.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku upplýsinganna.

6.       Umhverfisnefnd Ferðaklúbbs 4X4: Stikun leiðar á Breiðbak.

Ferðaklúbburinn óskar eftir heimild til að stika hálendisleið á Breiðbak, en merkingum leiðarinnar hefur lítið verið sinnt í áratugi. Sveitarstjórn tekur erindinu vel og felur yfirmanni tæknisviðs að afla nánari upplýsinga hjá klúbbnum og hafa samráð við Vatnajökulsþjóðgarð.

7.       Ákvörðun daggjalda á afrétti 2010.

Sveitarstjórn samþykkir að daggjöld á afrétti verði óbreytt frá síðasta ári, framreiknuð samkvæmt vísitölu neysluverðs án húsnæðiskostnaðar í júlí 2010. Daggjöld 2009 voru 10.808 kr. og vísitala í júlí 2009 323,9 stig. Daggjöld verða framreiknuð þegar umrædd vísitala í júlí 2010 liggur fyrir.

II.              Fundargerðir til samþykktar.

1.      71. fundur skipulags- og byggingarnefndar 5. júlí 2010

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við 1. mál, skiptingu lóðar úr landi Skaftárdals 2 2, landnr. 218253. Fundargerð samþykkt að undangenginni umfjöllun um einstaka liði.

2.     114. fundur fræðslunefndar 1. júlí 2010

Fundargerð samþykkt að undangenginni umfjöllun um einstaka liði.

III.            Fundargerðir til kynningar.

1.     Kirkjubæjarstofu – þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri; 2. fundur samstarfshóps 8. júní 2010.

2.     Suðurorka: Fundargerð kynningarfundar með sveitarstjórn Skaftárhrepps 22. júní 2010.

3.     293. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 7. júlí 2010, ásamt minnisblaði.

IV.            Annað kynningarefni.

1.       Iðnaðarráðuneytið 26. maí 2010: Minnisblað um aðgerðir í ferða- og upplýsingamálum .

2.       Sýslumaðurinn í Vík 15. júlí 2010: Tilkynningar.

 

 

V.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 22:45.

Sveitarstjórn mun gera sumarhlé á störfum sínum í ágúst og verður næsti fundur boðaður með dagskrá í fyrri hluta september.

 

Fráfarandi sveitarstjóri mun hætta störfum um miðjan ágúst. Hann þakkar ánægjuleg samskipti við íbúa hreppsins og gott samstarf við sveitarstjórn, nefndir, stofnanir  og starfsmenn hreppsins og óskar sveitarfélaginu velfarnaðar á komandi árum.

 

Sveitarstjórn þakkar fráfarandi sveitarstjóra fyrir ánægjlegt samstarf og vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

 

 

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti     Jóna S. Sigurbjartsdóttir, varaoddviti

 

 

 

Jóhannes Gissurarson                                    Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

 

Jóhanna Jónsdóttir