321. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 28. júní 2010

Fundargerð

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 28. júní 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 321. fundur sveitarstjórnar, ellefti fundur ársins 2010.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra.

Oddviti býður fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir eftirfarandi breytingum á dagskrá: Tekin verði á dagskrá eftirtalin mál: Sem liður I-10, erindi frá Elínu Einarsdóttur, oddvita Mýrdalshrepps 23. júní 2010 um hugsanlega aðildarumsókn að byggðasamlagi Rangæinga um skipulags- og byggingarfulltrúaembætti; Sem liður I-11, bréf frá Rangarþingi eystra 23. júní 2010 um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila; Sem liður I-12, erindi frá fjallskilanefnd Landbrots- og Miðafréttar 24. júní 2010; Sem liður III-7, fundargerð 434. fundar stjórnar SASS 25. júní 2010.

Þetta samþykkt og gengið til dagskrár.

 

Oddviti og sveitarstjóri greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

 Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.       Staðfesting á samþykktum 320. fundar sveitarstjórnar.

Vegna ágalla á 320. fundi sveitarstjórnar er hér með staðfest að  Guðmundur Ingi Ingason er rétt kjörinn oddviti með öllum greiddum atkvæðum og Jóna S. Sigurbjartsdóttir er rétt kjörin varaoddviti með öllum greiddum atkvæðum.

 

Vegna ágalla á 320. fundi sveitarstjórnar er kjör fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir endurtekið. Eftirfarandi tillaga er lögð fram:

Sveitarstjórn skipar í nefndir/stjórnir/ráð sveitarfélagsins fyrir kjörtímabilið 2010 til 2014 samkvæmt tilnefningu listanna sem hér segir:

 

Fræðslunefnd:

Aðalmenn: Jóhanna Jónsdóttir (Ó) formaður, Ragnheiður Hlín  Símonardóttir (Ó), Sverrir Gíslason (Ó), Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir (L), Þorsteinn M. Kristinsson (L).

Varamenn: Ólöf Ragna Ólafsdóttir (Ó), Unnur Magnúsdóttir (L), Guðbrandur Magnússon (Ó), Anton Kári Halldórsson (L), Sigrún Böðvarsdóttir (Ó).

 

Félagsmálanefnd Rangárvalla og V- Skaftafellssýslu:

Aðalmaður: Jóna S. Sigurbjartsdóttir (L)

Varamaður: Sverrir Gíslason (Ó)

 

Skipulags- og byggingarnefnd:

Aðalmenn: Jóhannes Gissurarson (Ó) formaður, Gísli Kjartansson (L), Björn Helgi Snorrason (Ó), Pálmi Harðarson (Ó), Valgerður Erlingsdóttir (L).

Varamenn: Ólafur H. Guðnason (L), Guðbrandur Magnússon (Ó), Gunnar Vignir Sveinsson (Ó), Þóranna Harðardóttir (Ó), Ragnar Smári Rúnarsson (L).

 

Menningarmálanefnd:

Aðalmenn: Rannveig Bjarnadóttir (L) formaður, Jón Geir Ólafsson (Ó), Henný Hrund Jóhannsdóttir (Ó).

Varamenn: Ingólfur Hartvigsson, Kjartan Hjalti Kjartansson (L), Sigríður Grétarsdóttir (Ó).

 

Atvinnumálanefnd:

Aðalmenn: Guðmundur Ingi Ingason (Ó) formaður, Ingibjörg Eiríksdóttir (L), Guðmundur Vignir Steinsson (Ó).

Varamenn: Rúnar Jónsson (L), Þóranna Harðardóttir (Ó), Kjartan Magnússon (Ó).

 

Æskulýðs- og íþróttanefnd:

Aðalmenn:  Þorsteinn M. Kristinsson (L) formaður, Bjarki Guðnason (L), Ólöf Ragna Ólafsdóttir (Ó).

Varamenn: Henny Hrund Jóhannsdóttir (Ó), Gunnar Pétur Sigmarsson (Ó), Eva Björk Harðardóttir (L).

 

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd:

Aðalmenn: Ragnheiður Hlín Símonardóttir (Ó) formaður, Kári Kristjánsson (L), Bryndís Guðgeirsdóttir (Ó).

Varamenn: Rannveig Bjarnadóttir (L), Jónína Jónsdóttir (Ó), Ólafur Hans Guðnason (L).

 

Héraðsnefnd V-Skaftafellssýslu:

Aðalmenn: Guðmundur Ingi Ingason (Ó), Jóna S. Sigurbjartsdóttir (L).

Varamenn: Jóhannes Gissurarson (Ó), Þorsteinn M. Kristinsson (L).

 

Rekstrarnefnd Klausturhóla:

Aðalmenn: N.N., sveitarstjóri Skaftárhrepps, formaður, Elín Heiða Valsdóttir (Ó), Anna Harðardóttir (L). Varamenn: Guðrún Svana Sigurjónsdóttir (Ó), Gunnar Valdimarsson (Ó), Erla Ívarsdóttir (L).

Óskað verður tilnefningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um einn aðalmann og varmann í nefndina.

 

Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu:

Aðalmaður: Jóna S. Sigurbjartsdóttir (L)

Varamaður: Sverrir Gíslason (Ó)

 

Skoðunarmenn Skaftárhrepps:

Aðalmenn: Ólafía Jakobsdóttir (L), Páll Eggertsson (Ó).

Varamenn: Sólrún Ólafsdóttir (Ó), Gunnar Þorkelsson (L).

 

Stjórn Tungusels:

Aðalmenn: Rannveig Bjarnadóttir (L), Jón Geir Ólafsson (Ó).

Varamenn: Jóhannes Gissurarson (Ó), Þórgunnur María Guðgeirsdóttir (Ó).

 

Stjórn Kirkjubæjarstofu:

Aðalmenn: Guðmundur Ingi Ingason (Ó), Jóna S Sigurbjartsdóttir (L).

Varamenn:  Þorsteinn M Kristinsson (L), Jóhanna Jónsdóttir (Ó).

 

Jafnréttisnefnd:

Aðalmenn: Fanney Ólöf Lárusdóttir (Ó) formaður, Eva Björk Harðardóttir (L), Sigurður Gunnarsson (L).

Varamenn: Rúnar Jónsson (L), Guðmundur Ingi Ingason (Ó), Jóhanna Jónsdóttir (Ó).

 

Fulltrúar á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Aðalmaður: Guðmundur Ingi Ingason (Ó) oddviti.

Varamaður: Jóna S.Sigurbjartsdóttir (L) varaoddviti.

 

Skipan í kjörstjórn og fjallskilanefndir er óháð framboðslistum til sveitarstjórnar:

 

Kjörstjórn:

Aðalmenn: Sigurlaug Jónsdóttir formaður, Elín Anna Valdimarsdóttir, Sigurjóna Matthíasdóttir.

Varamenn: Gunnar Þorkelsson, Kjartan Magnússon, Páll Eggertsson.

 

Fjallskilanefnd Álftaversafréttar:

Aðalmenn: Páll Eggertsson formaður, Sigurður Sverrisson, Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir.

Varamenn: Gottsveinn Eggertsson, Margrét Harðardóttir, Kristbjörg Hilmarsdóttir.

 

Fjallskilanefnd Skaftártunguafréttar:

Aðalmenn:  Jóhannes Ingi Árnason formaður, Lilja Guðgeirsdóttir, Sæmundur Oddsteinsson.

Varamenn: Jón Geir Ólafsson, Elín Heiða Valsdóttir, Þórgunnur María Guðgeirsdóttir.

 

Fjallskilanefnd Landbrots og Miðafréttar:

Aðalmenn: Fanney Ólöf Lárusdóttir  formaður,Valmundur Guðmundsson, Eyþór Valdimarsson.

Varamenn: Hjalti Júlíusson, Agnar Davíðsson, Einar Magnússon.

 

Fjallskilanefnd Austur- Síðuafréttar:

Aðalmenn: Ólafur Oddsson formaður, Sigurður Vigfús Gústafsson, Páll Helgason.

Varamenn: Guðlaug Ásgeirsdóttir, Jón Jónsson, Bjarni Pétur Baldursson.

 

Tillagan er samþykkt samhljóða. Sveitastjórn undirstrikar að bókstafir við nefndarfulltrúa vísar til tilnefningar listanna en nefndir og ráð skulu vinna saman sem  óháðar heildir.

 

Vegna ágalla á 320. fundi sveitarstjórnar er staðfest eftirfarandi ákvörðun varðandi fjárhagsstöðu Klausturhóla:

Rekstrarnefnd Klausturhóla bókaði eftirfarandi á fundi sínum 8. júní 2010: „Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Klausturhóla samþykkir rekstrarnefnd að beina því til sveitarstjórnar Skaftárhrepps að óskað verði eftir láni hjá Arion banka að upphæð 15 mkr.“ Sveitarstjórn samþykkir að tekið verði lán hjá Arion banka til allt að 10 ára að upphæð 15 mkr. vegna fjárhagserfiðleika Klausturhóla.  Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela nýskipaðri rekstrarnefnd Klausturhóla að leita eftir aðstoð ríkisvaldsins vegna fjárhagshalla heimilisins þar sem hann stafar eingöngu af ófyrirsjáanlegum áföllum í rekstri.

 

2.       Samband íslenskra sveitarfélaga 2. júní 2010: Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fyrir liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kjör fulltrúa á landsþing ásamt upplýsingum um fulltrúafjölda  aðildarsveitarfélaga og lög sambandsins. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að tilkynna um fulltrúa Skaftárhrepps.

3.       Umsóknir um starf sveitarstjóra Skaftárhrepps.

Alls hafa borist 33 umsóknir um starf sveitarstjóra. Eftirtaldir hafa sótt: Ágúst Guðmundsson, Ásgeir Magnússon, Björn Guðmundur Björnsson, Björn Sævar Einarsson, Björn Rúriksson, Bryndís Bjarnason, Einar Kristján Jónsson, Eiríkur Árni Hermannsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Eygló Kristjánsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Gunnar Björnsson, Gylfi Þorkelsson, Hafsteinn H. Gunnarsson, Halldór Berg Ólafsson, Halldór Trausti Svavarsson, Hildur Harðardóttir, Jón Egill Unndórsson, Jón Hrói Finnsson, Jón Ó. Sigurðsson, Kjartan Þór Ragnarsson, Ólafur Árnason, Óskar Baldursson, Ragnar Sær Ragnarsson, Rúnar Fossádal Árnason, Sigurður Magnússon, Sigurður Viktor Úlfarsson, Snorri H. Guðmundsson, Sveinn Pálsson, Valdís Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Wiium, Þórarinn Egill Sveinsson, Þórhallur Pálsson.

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjórnarmenn fari yfir umsóknir og geri tillögur um röðun umsækjenda til oddvita fyrir kl. 12 á hádegi 1. júlí nk. Oddviti og varaoddviti fylgja síðan málinu eftir. Stefnt skal að því að ljúka málinu fyrir 15. júlí nk.

4.       Skólaakstur.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa oddvita, varaoddvita og Sverrir Gíslason sem fulltrúi fræðlunefndar í vinnuhóp til að gera tillögur um skipulag og framkvæmd skólaaksturs í Skaftárhreppi næsta skólaár.

5.       Erindi frá Rafni F. Johnson 1. júní 2010: Viðhald á félagsheimilinu Tunguseli.

Í erindinu felst áskorun til sveitarstjórnar um að gera það sem eitt af sínum fyrstu verkum að láta mála og snyrta félagsheimilið Tungusel. Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ræða við stjórn Tunguses um hugsanlegar aðgerðir í málinu.

6.       Skýrsla formanns kjörstjórnar Skaftárhrepps vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku skýrslunnar og þakkar formanni, nefndarmönnum og starfsfólki við kosningarnar fyrir vel unnin störf. Sveitarstjóra falið að annast greiðslur fyrir unnin störf samkvæmt skýrslunni.

7.       Samstarfshópur um Kirkjubæjarstofu – Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri: Áfangaskýrsla til Skaftárhrepps 8. júní 2010.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku áfangaskýrslunnar.

8.       Erindi frá Félagi eldriborgara í Skaftárhreppi 09.06.2010: Styrkumsókn vegna fyrirhugaðrar  sumarferðar.

Óskað er eftir styrk að upphæð 50.000 kr. vegna fyrirhugaðrar sumarferðar til Vestmannaeyja í ágúst. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr. af liðnum 02-42, tómstundastarf aldraðra.

9.       Umhverfisráðuneytið 11. júní 2010: Staða verkefnis um skilgreiningu á vegum innan miðhálendislínunnar og aðgerðaáætlun umhverfisráðherra gegn utanvegaakstri. Sveitarstjórn staðfestir móttöku upplýsinganna. Málið er í umsjá yfirmanns tæknisviðs.

10.    Erindi frá oddvita Mýrdalshrepps 23. jún 2010: Hugmynd um að Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur sæki um aðild að byggðasamlagi Rangæinga um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita, varaoddvita og formanni skipulags- og byggingarnefndar að ræða hugmyndina nánar við Mýrdalshrepp og Rangaárþing.

11.    Bréf frá Rangárþingi eystra 23. júní 2010: Rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila. Bréfið varðar erindi Mýrdalshrepps frá 31. maí 2010 þar sem kynnt var samþykkt frá 27. maí 2010 um að óska eftir  samstarfi við nágrannasveitarfélögin og Heilbrigðisstofnun Suðurlands um greiningu á rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Hvolsvelli. Erindið lá fyrir á síðasta fundi fráfarandi sveitarstjórnar Skaftárhrepps 7. júní 2010 og var því vísað til nýkjörinnar sveitarstjórnar til afgreiðslu. Í bréfi Rangárþings eystra kemur fram að samþykkt hefur verið samhljóða að vinna að þessu máli samkvæmt tillögu Mýrdalshrepps. Sveitarstjórn Skaftárhrepps  samþykkir að taka fullan þátt í þessu samstarfsverkefni.

12.    Erindi frá fjallskilanefnd Landbrots- og Miðafréttar 24. júní 2010: Ýmis mál.

Óskað er eftir framlagi úr sveitarsjóði að upphæð 1.320.000 kr. á ári í 4 ár til efniskaupa og vegna aðkeyptrar vinnu á móti reiknuðu vinnuframlagi bænda að upphæð 880.000 kr. á ári vegna lagfæringa á Skaftárrétt. Sveitarstjórn telur ekki mögulegt að leggja fram þessa upphæð eins og fjárhagsstaða sveitarfélagsins er nú, en lýsir sig reiðubúna til að vinna að framgangi málsins í samráði við fjallskilanefnd ef hagkvæmari lausn gæti komið til greina.  Sveitarstjórn felur oddvita og Jóhannesi Gissurarsyni að ræða möguleika við fjallskilanefnd.

II.              Fundargerðir til samþykktar.

1.      40. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar 7. júní 2010.

Fundargerð samþykkt.

III.            Fundargerðir til kynningar.

1.     98. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 28. maí 2010

2.     81. fundur rekstrarnefndar Klausturhóla 8. júní 2010

3.     Aðalfundur Friðar og frumkrafta 10. júní 2010

4.     78. fundur Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu 14. júní 2010

5.     Fundur í Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 15. júní 2010

6.     99. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 15. júní 2010

7.     434. fundur stjórnar SASS 25. júní 2010

IV.            Annað kynningarefni.

1.       Velferðarvaktin 8. júní 2010: Sumarvinna ungmenna

2.       Capacent 14. júní 2010: Úttekt á fjármálalegri stöðu sveitarfélags í kjölfar sveitarstjórnarkosninga

3.       Félag leikskólakennara 15. júní 2010: Ráðning í stöður stjórnenda og kennara í leikskólum án auglýsingar (afrit af bréfi til Sambands íslenskra sveitarfélaga)

 

 

V.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 18:00.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður boðaður með dagskrá.

Sveitarstjóri verður í sumarleyfi 30. júní til 2. júlí og frá 12. til 19. júlí nk.

 

 

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti       Jóna S. Sigurbjartsdóttir, varaoddviti

 

 

 

Jóhannes Gissurarson                         Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

 

Jóhanna Jónsdóttir