320. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 9. júní 2010

Fundargerð

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Skaftárhrepps er haldinn miðvikudaginn 9. júní 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 320. fundur sveitarstjórnar, tíundi fundur ársins 2010.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra.

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, kjörinn fulltrúi með lengsta setu í sveitarstjórn, setur fundinn og býður nýkjörna sveitarstjórnarmenn velkomna.

Fyrir liggur auglýst tillaga að dagskrá fundarins. Sveitarstjóri óskar eftir að tekið verði á dagskrá sem liður I-3 mál varðandi fjárhagsstöðu Klausturhóla. Þetta samþykkt.

Áður en gengið er til dagskrár er kynnt svohljóðandi samstarfsyfirlýsing:

Fulltrúar Ó-lista og L-lista sem kjörnir voru til sveitarstjórnar í kosningunum 29. maí 2010 gera með sér eftirfarandi samkomulag: Stefnt skal að sameiginlegri niðurstöðu við úrvinnslu athugasemda vegna endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps fyrir árin 2010 til 2022. Samkomulagið er gert í Skaftárhreppi 8. júní 2010 og samþykkt f.h. Ó-lista af Guðmundi Inga Ingasyni, Jóhönnu Jónsdóttur og Jóhannesi Gissurarsyni og f.h. L-lista af Jónu S. Sigurbjartsdóttur og Þorsteini M. Kristinssyni.

 

Þetta staðfest og gengið til dagskrár.

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.       Kosning oddvita og varaoddvita.

Guðmundur Ingi Ingason er rétt kjörinn oddviti með öllum greiddum atkvæðum.

Nýkjörinn oddviti tekur við stjórn fundarins.

Jóna S. Sigurbjartsdóttir er rétt kjörin varaoddviti með öllum greiddum atkvæðum.

2.       Kjör fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir.

 Sveitarstjórn hafa borist erindi frá eftirtöldum einstaklingum sem biðjast undan áframhaldandi setu í nefndum sem þeir voru skipaði í á síðasta kjörtímabili: Jón Þorbergsson, menningarmálanefnd; Fanney Jóhannsdóttir, fræðslunefnd; Ragnhildur Andrésdóttir, menningarmálanefnd; Guðmundur Óli Sigurgeirsson, kjörstjórn; Þórarinn Eggertsson, fjallskilanefnd Álftaversafréttar; Gunnar Vignir Sveinsson, fjallskilanefnd Skaftártunguafréttar.

 

Sveitarstjórn skipar í nefndir/stjórnir/ráð sveitarfélagsins fyrir kjörtímabilið 2010 til 2014 samkvæmt tilnefningu listanna sem hér segir:

 

Fræðslunefnd:

Aðalmenn: Jóhanna Jónsdóttir (Ó) formaður, Ragnheiður Hlín  Símonardóttir (Ó), Sverrir Gíslason (Ó), Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir (L), Þorsteinn M. Kristinsson (L).

Varamenn: Ólöf Ragna Ólafsdóttir (Ó), Unnur Magnúsdóttir (L), Guðbrandur Magnússon (Ó), Anton Kári Halldórsson (L), Sigrún Böðvarsdóttir (Ó).

 

Félagsmálanefnd Rangárvalla og V- Skaftafellssýslu:

Aðalmaður: Jóna S. Sigurbjartsdóttir (L)

Varamaður: Sverrir Gíslason (Ó)

 

Skipulags- og byggingarnefnd:

Aðalmenn: Jóhannes Gissurarson (Ó) formaður, Gísli Kjartansson (L), Björn Helgi Snorrason (Ó), Pálmi Harðarson (Ó), Valgerður Erlingsdóttir (L).

Varamenn: Ólafur H. Guðnason (L), Guðbrandur Magnússon (Ó), Gunnar Vignir Sveinsson (Ó), Þóranna Harðardóttir (Ó), Ragnar Smári Rúnarsson (L).

 

Menningarmálanefnd:

Aðalmenn: Rannveig Bjarnadóttir (L) formaður, Jón Geir Ólafsson (Ó), Henný Hrund Jóhannsdóttir (Ó).

Varamenn: Ingólfur Hartvigsson, Kjartan Hjalti Kjartansson (L), Sigríður Grétarsdóttir (Ó).

 

Atvinnumálanefnd:

Aðalmenn: Guðmundur Ingi Ingason (Ó) formaður, Ingibjörg Eiríksdóttir (L), Guðmundur Vignir Steinsson (Ó).

Varamenn: Rúnar Jónsson (L), Þóranna Harðardóttir (Ó), Kjartan Magnússon (Ó).

 

Æskulýðs- og íþróttanefnd:

Aðalmenn:  Þorsteinn M. Kristinsson (L) formaður, Bjarki Guðnason (L), Ólöf Ragna Ólafsdóttir (Ó).

Varamenn: Henny Hrund Jóhannsdóttir (Ó), Gunnar Pétur Sigmarsson (Ó), Eva Björk Harðardóttir (L).

 

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd:

Aðalmenn: Ragnheiður Hlín Símonardóttir (Ó) formaður, Kári Kristjánsson (L), Bryndís Guðgeirsdóttir (Ó).

Varamenn: Rannveig Bjarnadóttir (L), Jónína Jónsdóttir (Ó), Ólafur Hans Guðnason (L).

 

Héraðsnefnd V-Skaftafellssýslu:

Aðalmenn: Guðmundur Ingi Ingason (Ó), Jóna S. Sigurbjartsdóttir (L).

Varamenn: Jóhannes Gissurarson (Ó), Þorsteinn M. Kristinsson (L).

 

Rekstrarnefnd Klausturhóla:

Aðalmenn: N.N., sveitarstjóri Skaftárhrepps, formaður, Elín Heiða Valsdóttir (Ó), Anna Harðardóttir (L). Varamenn: Guðrún Svana Sigurjónsdóttir (Ó), Gunnar Valdimarsson (Ó), Erla Ívarsdóttir (L).

Óskað verður tilnefningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um einn aðalmann og varmann í nefndina.

 

 

Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu:

Aðalmaður: Jóna S. Sigurbjartsdóttir (L)

Varamaður: Sverrir Gíslason (Ó)

 

Skoðunarmenn Skaftárhrepps:

Aðalmenn: Ólafía Jakobsdóttir (L), Páll Eggertsson (Ó).

Varamenn: Sólrún Ólafsdóttir (Ó), Gunnar Þorkelsson (L).

 

Stjórn Tungusels:

Aðalmenn: Rannveig Bjarnadóttir (L), Jón Geir Ólafsson (Ó).

Varamenn: Jóhannes Gissurarson (Ó), Þórgunnur María Guðgeirsdóttir (Ó).

 

Stjórn Kirkjubæjarstofu:

Aðalmenn: Guðmundur Ingi Ingason (Ó), Jóna S Sigurbjartsdóttir (L).

Varamenn:  Þorsteinn M Kristinsson (L), Jóhanna Jónsdóttir (Ó).

 

Jafnréttisnefnd:

Aðalmenn: Fanney Ólöf Lárusdóttir (Ó) formaður, Eva Björk Harðardóttir (L), Sigurður Gunnarsson (L).

Varamenn: Rúnar Jónsson (L), Guðmundur Ingi Ingason (Ó), Jóhanna Jónsdóttir (Ó).

 

Fulltrúar á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Aðalmaður: Guðmundur Ingi Ingason (Ó) oddviti.

Varamaður: Jóna S.Sigurbjartsdóttir (L) varaoddviti.

 

Skipan í kjörstjórn og fjallskilanefndir er óháð framboðslistum til sveitarstjórnar:

 

Kjörstjórn:

Aðalmenn: Sigurlaug Jónsdóttir formaður, Elín Anna Valdimarsdóttir, Sigurjóna Matthíasdóttir.

Varamenn: Gunnar Þorkelsson, Kjartan Magnússon, Páll Eggertsson.

 

Fjallskilanefnd Álftaversafréttar:

Aðalmenn: Páll Eggertsson formaður, Sigurður Sverrisson, Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir.

Varamenn: Gottsveinn Eggertsson, Margrét Harðardóttir, Kristbjörg Hilmarsdóttir.

 

Fjallskilanefnd Skaftártunguafréttar:

Aðalmenn:  Jóhannes Ingi Árnason formaður, Lilja Guðgeirsdóttir, Sæmundur Oddsteinsson.

Varamenn: Jón Geir Ólafsson, Elín Heiða Valsdóttir, Þórgunnur María Guðgeirsdóttir.

 

Fjallskilanefnd Landbrots og Miðafréttar:

Aðalmenn: Fanney Ólöf Lárusdóttir  formaður,Valmundur Guðmundsson, Eyþór Valdimarsson.

Varamenn: Hjalti Júlíusson, Agnar Davíðsson, Einar Magnússon.

 

Fjallskilanefnd Austur- Síðuafréttar:

Aðalmenn: Ólafur Oddsson formaður, Sigurður Vigfús Gústafsson, Páll Helgason.

Varamenn: Guðlaug Ásgeirsdóttir, Jón Jónsson, Bjarni Pétur Baldursson.

 

3.       Fjárhagsstaða Klausturhóla.

Rekstrarnefnd Klausturhóla bókaði eftirfarandi á fundi sínum 8. júní 2010: „Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Klausturhóla samþykkir rekstrarnefnd að beina því til sveitarstjórnar Skaftárhrepps að óskað verði eftir láni hjá Arion banka að upphæð 15 mkr.“ Sveitarstjórn samþykkir að tekið verði lán hjá Arion banka til allt að 10 ára að upphæð 15 mkr. vegna fjárhagserfiðleika Klausturhóla.  Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela nýskipaðri rekstrarnefnd Klausturhóla að leita eftir aðstoð ríkisvaldsins vegna fjárhagshalla heimilisins þar sem hann stafar eingöngu af ófyrirsjáanlegum áföllum í rekstri.

II.      Samþykkt fundargerðar / Fundarslit.

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 15:30.

Næsti sveitarstjórnarfundur verður boðaður með dagskrá.

Sveitarstjóri verður í sumarleyfi frá 11. til 20. júní nk.

 

 

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti                 Jóna S. Sigurbjartsdóttir, varaoddviti

 

 

Jóhanna Jónsdóttir                                        Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

Jóhannes Gissurarson