318. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 27. maí 2010

 

 

Sveitarstjórn Skaftárhrepps kemur saman til aukafundar fimmtudaginn 27. mái 2010 kl. 20:25 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.

Þetta er 318. fundur sveitarstjórnar, áttundi fundur ársins.

 

Dagskrá:

 

  1. Breyting á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí 2010.

 

Fundargerð:

Borist hefur erindi frá Þjóðskrá dagsett 27. maí 2010 þar sem fram kemur að hjónin Þuríður Ágústa Jónsdóttir, kt. 190849-3339, og Sigurður Ólafsson, kt. 020645-2109, sem eiga lögheimili að Giljalandi í Skaftárhreppi, hafi verið ranglega skráð í öðru sveitarfélagi þegar kjörskrárstofn var út gefinn á viðmiðunardegi kjörskrár 8. maí 2010. Þjóðskrá vekur athygli á þessu svo leiðrétta megi kjörskrár viðkomandi sveitarfélaga sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna m.á.b.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku erindisins og felur sveitarstjóra að færa nöfn viðkomandi einstaklinga í kjörskrá og tilkynna formanni yfirkjörstjórnar Skaftárhrepps formlega um þessa breytingu.

 

 

 

 

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti       Elín Heiða Valsdóttir, varaoddviti

 

 

 

Jóhannes Gissurarson                         Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

 

Sverrir Gíslason