319. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 7. júní 2010

Fundargerð

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 7. júní 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 319. fundur sveitarstjórnar, níundi fundur ársins 2010.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra.

Oddviti býður fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir eftirfarandi breytingum á dagskrá: Tekin verði á dagskrá eftirtalin mál:  Sem liður I-6, erindi frá umhverfisráðuneytinu 1. júní 2010: Minnispunktar og fundargerð frá fundi starfshóps um utanvegaakstur með sveitarfélaginu Skaftárhreppi 31. maí 2010; Sem liður I-7, bréf frá sveitarstjórn Mýrdalshrepps 31. maí 2010: Ósk um samstarf um greiningu á rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila; Sem liður III-2 fundargerð 127. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands 2. júní 2010.

 

Þetta samþykkt og gengið til dagskrár.

Oddviti og sveitarstjóri greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

 

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.       SASS 18. maí 2010: Tilkynning um ársþing 9.-10. september 2010.

Á fundi stjórnar SASS 14. maí 2010 var ákveðið að halda næsta ársþing SASS á Selfossi 9. og 10. september nk. Sveitarstjórn staðfestir móttöku tilkynningarinnar.

2.       SASS 18. maí 2010: Eldgos í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess.

Á fundi stjórnar SASS 14. maí 2020 var samþykkt eftirfarandi bókun vegna eldgossins í Eyjafjallajökli: „Stjórn SASS sendir íbúum á hamfarasvæðunum í Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu góðar kveðjur og heitir sveitarstjórnum á svæðinu allri þeirri aðstoð sem unnt er að veita. Stjórn SASS hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til að veita alla þá aðstoð sem möguleg er. Jafnframt hvetur stjórn SASS ríkisstjórn til að standa við loforð um stuðning við íbúa og sveitarfélög á hamfarasvæðinu“. Á fundinum var einnig samþykkt eftirfarandi ályktun vegna beiðni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til stjórnvalda um fjárframlag vegna vinnu í tengslum við afleiðingar eldgossins: „Stjórn SASS styður beiðni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um fjárframlag vegna vinnu eftirlitsins á hamfarasvæðinu. Stjórn SASS bendir á að kostnaður vegna náttúruhamfara eru málefni þjóðfélagsins í heild en ekki einstakra sveitarfélaga“.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku ályktana stjórnar SASS.

3.       Bréf frá Fanneyju Jóhannsdóttur 27. maí 2010: Beðist undan setu í fræðslunefnd á næsta kjörtímabili.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku bréfsins.

4.       Bréf frá Ragnhildi Andrésdóttur 21. maí 2010: Beðist undan setu í menningarmálanefnd á næsta kjörtímabili.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku bréfsins.

5.       Umhverfisráðuneytið 31. maí 2010: Tilkynning um staðfestingu ráðherra á hættumati vegna ofanflóða við Kirkjubæjarklaustur.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku tilkynningarinnar.

6.       Erindi frá umhverfisráðuneytinu 1. júní 2010: Minnispunktar og fundargerð frá fundi starfshóps um utanvegaakstur með sveitarfélaginu Skaftárhreppi 31. maí 2010.

Sveitarstjórn staðfestir móttöku erindisins og vísar því til nýrrar sveitarstjórnar til áframhaldandi úrvinnslu.

7.       Bréf frá sveitarstjórn Mýrdalshrepps 31. maí 2010: Ósk um samstarf um greiningu á rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila.

Á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps 27. maí 2010 var samþykkt að óska eftir samstarfi við nágrannasveitarfélögin og Heilbrigðisstofnun Suðurlands um greiningu á rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila á Kirkjubæjarklaustri, Vík og Hvolsvelli. Sveitarstjórn  staðfestir móttöku bréfsins og vísar erindinu til nýrrar sveitarstjórnar til afgreiðslu.

II.              Fundargerðir til samþykktar.

 Engin fundargerð til samþykktar

III.            Fundargerðir til kynningar.

1.      97. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 28. apríl 2010

2.     127. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 2. júní 2010

IV.            Annað kynningarefni.

1.        Menntamálaráðuneytið 14. maí 2010: Eftirfylgni vegna úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla á tímabilinu 2008 og 2009

2.       Afrit af bréfi Samtaka heilsuleikskóla til skólastjóra Kirkjubæjarskóla, dags 1. júní 2010, um mötuneytisþjónustu við Kærabæ vegna áforma um að hann verði heilsuleikskóli

 

V.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Oddviti þakkar sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í nefndum og ráðum og starfsfólki sveitarfélagsins gott samstarf á liðnu kjörtímabili og óskar nýrri sveitarstjórn velfarnaðar í störfum.  Varaoddviti þakkar oddvita, sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélagsins gott samstarf á liðnu kjörtímabili. Aðrir sveitarstjórnarmenn taka undir þakkir og góðar óskir.

Fundargerð lesin, samþykkt og árituð.  Fundi slitið kl. 15:30.

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti       Elín Heiða Valsdóttir, varaoddviti

Jóhannes Gissurarson                         Þorsteinn M. Kristinsson

Sverrir Gíslason