317. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 18. maí 2010

Fundargerð

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar þriðjudaginn 18. maí 2010.  Fundur hefst kl. 14:40 í ráðhúsi Skaftárhrepps. Upphaf fundar frestaðist þar sem aðeins tveir sveitarstjórnarmenn voru mættir. Oddviti frestar fundi þar til allir eru mættir.

 

Þetta er 317. fundur sveitarstjórnar, sjöundi fundur ársins 2010.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra.

Oddviti býður fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir eftirfarandi breytingum á dagskrá: Tekin verði á dagskrá eftirtalin mál: Sem liður I-3 Kjörskrá Skaftárhrepps ásamt upplýsingum og leiðbeiningum frá Þjóðskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí 2010;  Sem liður I-4 bréf frá SASS 14. maí 2010 um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra; Sem liður I-5 erindi frá Jóni Helgasyni um vatnaveitingar í Eldhrauni; Sem liður I-6 umsagnarbeiðni frá Vatnajökulsþjóðgarði 12. maí 2010 um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs; Sem liður I-7 erindi frá Vinnumálastofnun 12. maí 2010; Sem liður I-8 erindi frá umhverfisráðuneytinu 12. maí 2010, fundur um utanvegaakstur; Sem liður III-1 fundargerð 774. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 7. maí 2010; Sem liður III-2 fundargerð 292. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélas Suðurlands 12. maí 2010 ásamt minnisblaði; sem liður III-3 fundargerð 433. fundar stjórnar SASS 14. maí 2010; Sem liður III-4 fundargerð 126. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands 12. maí 2010, sem liður III-5 fundargerð 121. stjórnarfundar Skólaskrifstofu Suðurlands 17. maí 2010

 

Þetta samþykkt og gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.       Ársreikningur Skaftárhrepps 2009 – Síðari umræða

Ársreikningurinn var til fyrri umræðu 10. maí 2010, undirritaður án athugasemda af endurskoðanda og skoðunarmönnum. Í A-hluta rekstrarreiknings (aðalsjóði, eignasjóði og þjónustudeild) kemur fram að heildartekjur voru 299.5 mkr, þar af 161,4 mkr skatttekjur, 91,6 mkr  úr jöfnunarsjóði og aðrar tekjur  46,5 mkr. Rekstrargjöld voru 296,4 mkr með afskriftum. Afskriftir í A hluta voru 11,5 mkr. Heildartekjur samstæðu voru 306.2 mkr, rekstrargjöld 302,1 þar af 18,2 mkr afskriftir. Fjármagnsgjöld voru 36.2 mkr og rekstrarniðurstaða samstæðu var neikvæð um 32,1 mkr. Niðurstaða efnahagsreiknings sýnir eignir samstæðu samtals 577.5 mkr. Skuldir og skuldbindingar eru samtals 339,5 mkr. Eigið fé samtals 237,9 mkr. Veltufé frá rekstri samstæðu var 9,9 mkr. Fjárfesting í varanlegum fjármunum var 7,5 mkr. Afborganir langtímalána voru  26.2 mkr. Tekið var nýtt langtímalán að upphæð 25 mkr.

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning 2009 samhljóða og staðfestir hann með undirritun sinni.

  

2.       Endurskoðun aðalskipulags

Fyrir liggja umsagnir frá umsagnaraðilum (Flugstoðir, Kirkjugarðsráð, Fornleifavernd ríkisins, Vegagerðin, Skógrækt ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Landsvirkjun, Landsnet, Suðurlandsskógar, RARIK)  og bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. apríl s.l. vegna erindis Skaftárhrepps dags. 16. mars 2010 um leyfi til að auglýsa aðalskipulagstillöguna. Skipulagsstofnun veitti heimild til að auglýsa tillöguna  þegar tekið hefði verið tillit til athugasemda stofnunarinnar. Á Skipulags- og byggingarnefndarfundi  17. maí s.l. var tillagan til umfjöllunar og samþykkti nefndin að gera ekki athugasemd við tillöguna eins og hún var fyrir lögð þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga umsagnaraðila og athugasemda Skipulagsstofnunar (sbr. fundargerð í lið II-1).  Sveitarstjórn fer yfir endurskoðaða greinargerð, umhverfisskýrslu og skipulagsuppdrætti frá Landmótun dags. 17. maí 2010  og þær umsagnir sem borist hafa. Gert er ráð fyrir að yfirlýsing frá Vatnajökulsþjóðgarði um verndarstig og óskertan nýtingarrétt á afréttarlöndum  liggi fyrir þegar tillagan verður auglýst. Meirihluti sveitarstjórn (Jóna S. Sigurbjartsdóttir, Þorsteinn M. Kristinsson, Elín Heiða Valsdóttir) samþykkir að auglýsa tillögu að alskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022, sbr. 18. gr. skipulagslaga nr. 73/1997.

Jóhannes Gissurarson og Sverrir Gíslason óska eftir að eftirfarandi sé bókað: Edurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps og samhliða því stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði er stórt verkefni og stefnumótandi inn í framtíðina. Jafframt hefur sú tillaga að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs sem gert er ráð fyrir í aðalskipulagstillögunni verið nokkuð umdeild bæði innan sveitarsstjórnar og einnig samfélagsins í heild. Þar sem mjög stutt er í sveitarstjórnarkosningar og þar með sveitarstjórnarskipti teljum við eðlilegt að auglýsa ekki tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Skaftárhrepps fyrr en ný sveitarstjórn hefur tekið við. Þannig gefst nýrri sveitarstjórn rýmri tími til að kynna sér efni og innihald tillögunnar áður en hún fer í auglýsingu.

3.       Kjörskrá Skaftárhrepps ásamt upplýsingum og leiðbeiningum frá Þjóðskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí 2010.

Sveitarstjórn yfirfer kjörskrá, gerir leiðréttingar og stafestir að hún sé þá rétt. Oddviti staðfestir það með undirritun sinni. Á kjörskrá eru 203 karlar og 159 konur, samtals 362.

4.       SASS 14. maí 2010: Sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra.

Fram kemur að 12 sveitarfélög hafa samþykkt tillöguna um sameiginlegt þjónustusvæði. Sveitarfélagið Hornafjörður og Vestmannaeyjabær hafa ákveðið að nýta sér undanþáguákvæði og óska eftir því að annast þjónustuna sjálf. Þrjú sveitarfélög hafa ekki tekið afstöðu. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur þegar samþykkt fyrir sitt leyti að sameinast öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi um myndun sameiginlegs þjónustusvæðis um málefni fatlaðra. Það staðfest.

5.       Erindi frá Jóni Helgasyni (ódagsett, maí 2010) vegna vatnaveitinga í Eldhrauni.

Fram kemur í erindinu að vatnsþurrð sé í lindum og lækjum í Landbroti. Sveitarstjórn hefur þegar í  samráði við Vegagerðina hlutast til um eftirlit og lagfæringar við veiturör hjá Árkvíslum í Eldhrauni og er vonast til að vatsnsmagn í Bresti aukist við það.

6.       Vatnajökulsþjóðgarður 12. maí 2010: Umsagnarbeiðni um stjórnunar- og verndaráætlun.

Óskað er umsagnar um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajöulsþjóðgarðs fyrir 10. júní nk. Sveitarstjórn felur Jónu Sigurbjartsdóttur, oddvita, og Sverri Gíslasyni, formanni skipulags- og byggingarnefndar, að svara erindinu i samráði við aðra sveitarstjórnarmenn.

7.       Erindi frá Vinnumálastofnun 12. maí 2010.

Í erindinu er bent á möguleika til að ráða fólk á atvinnuleysisskrá til sérstakra verkefna á vegum sveitarfélaga. Sveitarstjórn staðfestir móttöku upplýsinganna.

8.       Erindi frá umhverfisráðuneytinu 12. maí 2010: Fundur um skilgreiningar vegaslóða og utanvegaakstur 31. maí.

Boðað er til fundar um vegarslóða og utanvegaakstur 31. maí kl 10-11. Sveitarstjórn felur  Jóhannesi og Elínu Heiðu að mæta á fundinn

II.              Fundargerðir til samþykktar.

1.      70. fundur skipulags- og byggingarnefndar 17. maí 2010

Fundargerð samþykkt að undangenginni umræðu um einstaka liði

Þorsteinn víkur af fundi undir liðnum mál 3.

III.            Fundargerðir til kynningar.

1.     774. fundur stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga 7. maí 2010

2.     292. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 12. maí 2010 ásamt minnisblaði

3.     433. fundur stjórnar SASS 14. maí 2010

4.     126. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 12. maí 2010

5.     121. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 17. maí 2010

IV.            Annað kynningarefni.

1.       Bréf frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 7. maí 2010  

2.       Markaðsstofa Suðurlands: Verkefni janúar – apríl 2010  

3.       Markaðsstofa Suðurlands: Ársyfirlit 2009  

 

V.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 18:00.

Næsti fundur sveitarstjórnar verður boðaður með dagskrá.

 

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti      Elín Heiða Valsdóttir, varaoddviti

 

Jóhannes Gissurarson                                    Þorsteinn M. Kristinsson

 

Sverrir Gíslason