316. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 10. maí 2010

Fundargerð

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar mánudaginn 10. maí 2010.  Fundur hefst kl. 1400 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 316. fundur sveitarstjórnar, sjötti fundur ársins 2010.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn. Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi Skaftárhrepps, situr fundinn undir lið I-1 um ársreikning 2009.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra.

Oddviti býður fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir eftirfarandi breytingum á dagskrá: Tekið verði af dagskrá mál nr. I-7 í útsendri dagskrá. Tekin verði á dagskrá eftirtalin mál: Sem liður I-9 bréf frá EBÍ-Brunabót 6. maí 2010; Sem liður I-10 drög að samkomulagi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um samstarf varðandi starfsemi Klausturhóla; Sem liður I-11 aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands 14. maí 2010; Sem liður II-3 fundargerð 37. fundar menningarmálanefndar Skaftárhrepps 3. maí 2010; Sem liður IV-3 afrita af bréfi frá Veiðimálastofnun til umhverfisráðherra 5. maí 2010; Sem liður IV-4 ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2009;

Þetta samþykkt og gengið til dagskrár.

Oddviti og sveitarstjóri greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

 

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.       Ársreikningur Skaftárhrepps 2009 – Fyrri umræða.

Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi, gerir grein fyrir ársreikningi Skaftárhrepps 2009. Skoðunarmenn hafa yfirfarið reikninginn og samþykkt. Oddviti þakkar Einari fyrir greinargóða yfirferð. Málinu vísað til síðari umræðu.  

2.       Endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps.

Fyrir liggja athugasemdir frá Skipulagsstofnun dags. 4. maí 2010 um tillögu að aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst þegar tekið hefur verið tillit til helstu athugasemda stofnunarinnar, eða að athugasemdirnar verði kynntar og liggi frammi ásamt tillögunni. Helstu athugasemdir Skipulagsstofnunar varða framsetningu tillögunnar um tvo af fjórum virkjanakostum þar sem ekki hefur verið gerð grein fyrir veitulögnum. Einnig er farið fram á nánari skýringar varðandi stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og skipulagsáform á  umræddu svæði. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsráðgjafa að gera tillögur um breytingar á skipulagstillögunni  samkvæmt athugasemdum Skipulagsstofnunar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vísa málinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd  áður en ákvörðun verður tekin um auglýsingu hennar. Elín Heiða Valsdóttir yfirgefur fundinn eftir afgreiðslu þessa dagskrárliðar og Gísli Kjartansson tekur sæti á fundinum.    

3.       Ályktun frá aðalfundi Búnaðarfélags Hörgslandshrepps 15.4.2010.

Í ályktuninni segir að aðalfundur Búnaðarfélags Hörgslandshrepps 15.4.2010 gerir þá kröfu að sveitarstjórn Skaftárhrepps sjái um að ef afrétturinn fer undir þjóðgarð að bændur á félagssvæðinu haldi óskertum nýtingarrétti svo sem verið hefur, ásamt því að mega áfram nota fjórhjól, sexhjól og hesta við smalamennsku. Sveitarstjórn staðfestir móttöku ályktunarinnar.   

4.       Bréf frá Þjóðskrá 19. apríl 2010.

Vakin er athygli sveitarstjórna á viðmunardegi kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí 2010. Erindinu fylgir listi fyrir Skaftárhrepp yfir lögheimilisflutninga sem skráðir hafa verið  í þjóðskrá frá 25. nóvember 2009 til 16. apríl 2010. Sveitarstjórn staðfestir móttöku þessara gagna.

5.       Bréf frá Ester Önnu Ingólfsdóttur 30. apríl 2010: Uppsögn stöðu við Héraðsbókasafnið.

Með bréfinu segir Ester Anna Ingólfsdóttir upp stöðu sinni við Héraðsbókasafnið á Kirkjubæjarklaustri frá og með 1. ágúst 2010. Sveitarstjórn staðfestir móttöku bréfsins og felur sveitarstjóra að undirbúa auglýsingu starfsins í samráði við menningarmálanefnd. Sveitarstjórn þakkar Ester farsæl störf við Héraðsbókasafnið.  

6.       Bréf frá Jóni Þorbergssyni 4. maí 2010: Beðist undan setu í menningarmálanefnd á næsta kjörtímabili.

Með bréfinu biðst Jón Þorbergsson undan setu í menningarmálanefnd Skaftárhrepps eftir komandi sveitarstjórnarkosningar 29. maí nk. Sveitarstjórn staðfestir móttöku bréfsins.

7.       Greinargerð vinnuhóps um hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins.

Þessi liður tekinn af dagskrá samkvæmt tillögu oddvita í upphafi fundar. Oddviti þakkar vinnuhópnum fyrir störf sín.  

8.       Skaftárhreppur 20 ára.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir samstarfi við Kirkjubæjarstofu og „Velunnara Skaftárhrepps“ um að 20 ára afmælis hreppsins verði minnst á þessu ári.

9.       Bréf frá EBÍ-Brunabót 6. maí 2010: Styrktarsjóður EBÍ 2010.

Fram kemur í bréfinu að stjórn Styrktarsjóðsins hefur ákveðið að óska ekki eftir umsóknum í sjóðinn að þessu sinni, heldur verja úthlutunarfénu til sérstakra brýnna verkefna í sveitarfélögum vegna afleiðinga eldgossins í Eyjafjallajökli.

10.    Samkomulag við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um faglegt samstarf varðandi starfsemi Klausturhóla.

Fyrir liggja drög að samkomulagi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) um faglegt samstarf , læknisþjónustu, fræðslumál o.fl. varðandi rekstur Klausturhóla. Sveitarstjórn telur að aukið samstarf við HSu í anda fyrirliggjandi tillagna sé  mjög ákjósanlegt og felur sveitarstjóra / formanni rekstrarnefndar Klausturhóla að vinna að samningi á grundvelli þeirra. Sveitarstjórn telur koma til greina að taka upp nánara samstarf við HSu um rekstur Klausturhóla en vísar frekari athugun á því til komandi sveitarstjórnar.

11.    Aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands 14. maí 2010.

Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að sitja fundinn f.h. Skaftárhrepps.

 

II.              Fundargerðir til samþykktar.

1.     69. fundur skipulags- og byggingarnefndar 12. apríl 2010

Sveitarstjórn samþykkir fundargerð að undangenginni umræðu um einstök mál. Varðandi 3. mál, Umsókn um stofnun þjóðlendu, staðfestir sveitarstjórn afgreiðslu nefndarinnar. Sverrir Gíslason víkur af fundi. Varðandi 7. mál, Bréf frá LEX Lögmannsstofu, sem nefndin vísar til nánari skoðunar hjá sveitarstjórn, felur sveitarstjórn yfirmanni tæknisviðs að svara fyrirspurn lögmannsstofunnar. Sverrir Gíslason mætir aftur tilfundar.  

2.     39. fundur æskulýðs- og íþróttanefndar 24. apríl 2010.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að undangenginni umræðu um einstaka liði.

3.     37. fundur menningarmálanefndar Skaftárhrepps 3. maí 2010

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að undangenginni umræðu um einstaka liði. Tillögu formanns um aukið starfshlutfall forstöðumanns bókasafnsins til að sinna upplýsingaveitu sveitarfélagsins er vísað til komandi sveitarstjórnar.

III.            Fundargerðir til kynningar.

1.      432. fundur stjórnar SASS 26. mars 2010  

2.     44. fundur Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 30. mars 2010  

3.     125. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands 8. apríl 2010  

4.     Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf fyrir árið 2009, haldinn 19. mars 2010  

5.     120. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands 12. apríl 2010  

IV.            Annað kynningarefni.

1.       Ársskýrsla Vottunarstofunnar Túns 2009 og ársreikningur 2009  

2.       Erindi frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna varðandi Reykjavíkurflugvöll sem sjúkra- og öryggisflugvöll

3.       Afrit af bréfi frá Veiðimálastofnun til umhverfisráðherra 5. maí 2010

4.       Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2009

 

V.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 18:10.

Næsti fundur sveitarstjórnar er ráðgerður þriðjudaginn 18. maí 2010 kl. 14:00.

 

 

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti      Gísli Kjartansson

 

 

Jóhannes Gissurarson                                    Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

Sverrir Gíslason