310. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps 17. desember 2009

Fundargerð

Sveitarstjórn Skaftárhrepps fundar fimmtudaginn 17. desember 2009.  Fundur hefst kl. 1700 í ráðhúsi Skaftárhrepps.

Þetta er 310. fundur sveitarstjórnar, 12. fundur ársins 2009.

Mættir eru undirritaðir sveitarstjórnarmenn.

Fundargerð er tölvuskráð af sveitarstjóra.

Oddviti býður fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá: Sem liður I-6, erindi frá fjallskilanefnd Landbrots- og Miðafréttar 15. desember 2009; Sem liður II-1, fundargerð fjallskilanefndar Landbrots- og Miðafréttar 25.06.2009; Sem liður II-2, fundargerð atvinnumálanefndar 15. desember 2009; Sem liður II-3, fundargerð æskulýðs- og íþróttanefndar 16. desember 2009; Sem liður III-3, fundargerð 770. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. desember 2009.

Þetta samþykkt og gengið til dagskrár.

Oddviti og sveitarstjóri greina frá gangi mála frá síðasta fundi.

Dagskrá

I.                Málefni til umfjöllunar/afgreiðslu.

1.      Fjárhagsáætlun fyrir 2010 – Síðari umræða.

Fjárhagsáætlun 2010 fyrir samantekin reikningsskil A- og B-hluta gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 167,519 mkr, framlög jöfnunarsjóðs 88,545 mkr og aðrar tekjur 43,667 mkr. Laun og launatengd gjöld eru áætluð 122,454 mkr, önnur rekstrargjöld 141,312 mkr og afskriftir 17,875 mkr. Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð jákvæð 18,090 mkr, rekstrarniðurstaða í heild neikvæð um 7,826 mkr.

Eignir eru samtals áætlaðar 545,348 mkr, skuldir og skuldbindingar 316,898 mkr og eigið fé því 228,449 mkr. Veltufé frá rekstri er áætlað 24,981 mkr. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun. Óvissa ríkir um tekjuhlið áætlunarinnar og niðurstaða hennar er neikvæð um tæpar 8 mkr. Gera verður ráð fyrir áframhaldandi hagræðingu og ýtrasta aðhaldi.

2.     Framlenging lánssamnings við Kaupþing frá 2004.

Í 4. gr samnings Skaftárhrepps við Kaupþing Búnaðarbanka frá 28.12.2004 um 65 mkr lán til 5 ára er ákvæði um rétt til 5 ára framlengingar að þeim tíma liðnum. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir þeirri framlengingu sem samningurinn gerir ráð fyrir.

3.     Ársreikningur Klausturhóla 2009.

Ársreikningur Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Klausturhóla 2008 liggur fyrir til undirskriftar. Sveitarstjórn hefur áður fjallað efnislega um reikninginn. Ársreikningurinn staðfestur með undirritun sveitarstjórnar.

4.     Klausturhólar – Yfirdráttarheimild.

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir hækkun yfirdráttarheimildar hjá Arionbanka í 15 mkr í 6 mánuði fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla.

5.     Heilbrigðisþjónusta í Skaftárhreppi – Samstarf við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í framhaldi af samtölum fulltrúa framkvæmdastjórnar HSu og forsvarsmanna sveitarfélaga í Skaftafellssýslu hefur forstjóri HSu staðfest með bréfi 12. desember 2009 vilja stofnunarinnar til áframhaldandi viðræðna um aukið samstarf við Skaftárhrepp, m.a. í þeim tilgangi að kanna möguleika á nánara samstarfi heilsugæslustöðvar og hjúkrunar- og dvalarheimilis og möguleika á auknu samstarfi við nágrannasveitarfélögin til að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu.  Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að ganga til viðræðna við HSu um möguleika á auknu samstarfi um heilbrigðisþjónustu.

6.     Erindi frá fjallskilanefnd Landbrots- og Miðafréttar 15. desember 2009.

Óskað er eftir því að sveitarstjórn geri ráð fyrir fjárframlagi 2010 til að hægt sé að hefja nauðsynlega viðgerð á lögréttinni. Erindinu fylgir kostnaðaráætlun vegna girðingar í Holtsdal sem til stendur að reisa. Sveitarstjórn mun skoða þetta mál nánar þegar upplýsingar berast um framkvæmdaáform og kostnað.

II.              Fundargerðir til samþykktar.

1.     Fundur fjallskilanefndar Landbrots- og Miðafréttar 25.06.2009.

Fundargerð samþykkt.

2.     Fundur atvinnumálanefndar Skaftárhrepps 15. desember 2009.

Fundargerð samþykkt.

3.     Fundur æskulýðs- og íþróttanefndar Skaftárhrepps 16. desember 2009.

Fundargerð samþykkt.

III.            Fundargerðir til kynningar.

1.     430. fundur stjórnar SASS 11. desember 2009.

2.     33. fundur Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu b.s. 14. desember 2009, ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2010.

3.     770. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. desember 2009

IV.            Annað kynningarefni.

1.       Afrit af erindi frá þjónustuhópi aldraðra til félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 8. desember 2009.

2.       Samband íslenskra sveitarfélaga: Skólaskýrsla 2009.

 

V.        Samþykkt fundargerðar / Fundarslit

Fundargerð lesin upp, samþykkt og árituð. Fundi slitið kl. 20:30.

Sveitarstjórn óskar íbúum Skaftárhrepps gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakar góð samskipti á árinu sem er að líða.

Næsti fundur sveitarstjórnar er ráðgerður mánudaginn 18. janúar 2010 kl. 14:00.      

 

Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti      Elín Heiða Valsdóttir, varaoddviti   

 

Jóhannes Gissurarson                                    Þorsteinn M. Kristinsson

 

 

Sverrir Gíslason