93. fundur skipulags- og bygginganefndar, 2. júlí 2013

Fundargerð

 

Fundur nr.93 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 10, Þriðjudaginn 2.júlí 2013 klukkan 15:00. Mættir eru undirritaðir fundarmenn, Björn Helgi Snorrason boðar forföll Þóranna Harðardóttir er mætt í hans stað.

 

Dagskrá:

Skipulagsmál:

1.     Kirkjubæjarklaustur  - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu

Í samræmi við aðalskipulagslýsingu samþykkta í sveitarstjórn þann 12.febrúar er lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun þjónustustofnunnar (S9) þar sem er gert ráð fyrir þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri og breytist afmörkun opins svæðis Ú2 til samræmis og svæði V4 er fellt út.  Afmörkun svæðanna er breytt í samræmi við þá starfsemi sem á að vera í húsinu, hönnun húss og uppfyllingar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og eftir yfirferð Skipulagsstofnunar verði hún auglýst skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Nefndin bendir þó á að með því að fella út svæði V4, eins og tillagan gerir ráð fyrir verður ekkert óbyggt verslunar og þjónustusvæði innan þéttbýlisins á Kirkjubæjarklaustri. Með byggingu Þekkingarseturs telur nefndin að skapist auknir möguleikar til verslunar og þjónustu innan þéttbýlisins og telur því mikilvægt að fundinn verði nýr reitur í staðinn fyrir V4 sem felldur er út eða þá að dregin verði til baka sú ákvörðun um að fella reitinn út og svæðið V4 verði áfram skilgreint í aðalskipulagi sem verslunar og þjónustusvæði. Einnig vill nefndin benda á að forsendur fyrir niðurfellingu á reit V4 séu að mestu brostnar þar sem staðsetning Þekkingarseturs verður mun vestar heldur en gert var ráð fyrir í upphafi og komi því væntanlegar byggingar á reitnum V4 ekki til með að skyggja á byggingu Þekkingarseturs.

 

Byggingarmál:

2.     Skaftárhreppur – Skýli fyrir varmadælu

Skaftárhreppur sækir um byggingarleyfi fyrir skýli í kringum varmadælu sem staðsett verður norðan megin við íþróttahús / sorpbrennslu. Um er að ræða skýli byggt upp af timbri, klætt að utan með hvítu bárujárni. Þak er að sama skapi byggt upp af timbursperrum klætt með bárujárni. Að öðru leiti er vísað í meðfylgjandi uppdrátt.

Samþykkt. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

3.     Hraunból – Sumarhús

Sótt var um byggingarleyfi til skipulags-og byggingarfulltrúa vegna byggingar sumarhúsa að Hraunbóli. Fyrir liggja byggingarleyfisumsókn, samþykki landeigenda, undirritaður leigusamningu og teikningar er varða húsin. Byggingarfulltrúi hefur nú þegar afgreitt viðkomandi byggingarleyfisumsókn. Óskað er athugasemda nefndarmann ef einhverjar eru.

Engar athugasemdir gerðar.

 

Önnur mál:

4.     Skaftárhreppur – Stöðuleyfi færanleg kennslustofa

Skaftárhreppur kt.460690-2069 sækir um stöðuleyfi fyrir færanlega kennslustofu við leikskóla bæjarins að Skaftárvöllum samkvæmt meðfylgjandi myndum og uppdráttum. Viðkomandi gámur verður samtengur leikskóla.

Samþykkt að veita stöðuleyfi til árs í senn. Boðið verður upp á endurnýjun að ári liðnu að öðrum kosti skal fjarlægja gáminn eða sækja um stöðuleyfi að nýju.

5.     Kynning utan fundarboðs – Rafstrengur  Búland – Hörðubreiðarháls

Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar sendi svohljóðandi bréf dagsett 28.júní 2013 á sveitarstjóra og fulltrúa skipulags-og byggingarmála með ósk um framkvæmdaleyfi :  Neyðarlínan í samvinnu við Orkufjarskipti hefur hug á að leggja rafstreng og ljósleiðara frá Hörðubreiðarhálsi að Búlandi. Lagnaleiðin er að mestu með núverandi vegi á sömu leið sjá meðfylgjandi kort. Óskað er eftir að málið verði tekið fyrir hjá sveitarstjórn og að byggingarfulltrúi undirbúi málið í samvinnu við Neyðarlínuna.

Viðkomandi bréf er lagt fyrir nefndina til kynningar, málið kemur  inn á næsta fund skipulags-og byggingarnefndar ásamt fylgigögnum með ósk um framkvæmdarleyfi . Öllum athugasemdum skal koma til fulltrúa skipulags-og byggingarmála.  

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert.

Dagskrárlok.

Fundi slitið kl. 16:20

________________________   
Jóhannes Gissurarson  Formaður

_____________________            
Valgerður Erlingsdóttir
_____________________

Gísli Kjartansson                                                     

                                                                   

________________________                       
Þóranna Harðardóttir 
_____________________         _____________________         
Guðbrandur Magnússon                  Vigfús Þ. Hróbjartsson