91. fundur skipulags- og bygginganefndar, 7. maí 2013.

Skipulags-og byggingarnefnd

Fundargerð

 

Fundur nr.91 verður haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 10, þriðjudaginn 7.maí 2013 klukkan 15:00. Mættir eru undirritaðir nefndarmenn, Björn Helgi Snorrason boðaði forföll, ekki náðist í varamann í hans stað.

 

Dagskrá:

Skipulagsmál:

1.     Deiliskipulagstillaga – Fjaðrárgljúfur

Í kjölfar auglýsingar vegna deiliskipulags við Fjaðrárgljúfur komu eftirfarandi athugasemdir fram:

·         Vegagerðin:

          Gerir athugasemd vegna fyrirkomulags rútustæða við Lakaveg sbr, meðfylgjandi bréfi.

·         Heilbrigðiseftirlit Suðurlands:

          Athugasemd við að ekki sé tiltekið í greinargerð hverskonar salerni eigi að setja upp við umræddan áningastað

          Athugasemd sökum þess að hvergi er fjallað um vatnsöflun við umræddan áningarstað.

Brugðist hefur verið við athugasemdum umsagnaraðila og tillögunni breytt til samræmis. Um er að ræða óverulegar breytingar eftir auglýsingu og telst því tillagan samþykkt.

 

2.     Deiliskipulagstillögur – Fagrifoss, Eldhraun og Dverghamrar

Í kjölfar auglýsingar vegna deiliskipulaga við Fagrafoss, Eldhraun og Dverghamra komu eftirfarandi athugasemdir fram:

·         Heilbrigðiseftirlit Suðurlands:

          Athugasemd við það að ekki sé tiltekið í greinargerð hverskonar salerni eigi að setja upp við umrædda áningastaði

          Athugasemd sökum þess að hvergi er fjallað um vatnsöflun við umrædda áningarstaði

 

Brugðist hefur verið við athugasemdum Heilbrigðiseftirlits og tillögunum breytt til samræmis. Um er að ræða óverulegar breytingar eftir auglýsingu og teljast því tillögurnar samþykktar.

 

3.     Deiliskipulagstillaga – Hrífunes

Um er að ræða deiliskipulagstillögu vegna Hrífunes lóð 163373 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Á tillögunni er skilgreindur nýr byggingarreitur.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verið auglýst í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010

 

4.     Tillaga að breytingum á deiliskipulagi – Stjórnarsandur

Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu vegna urðunar á stjórnarsandi. Breytingin felur í sér að sá hluti urðunarsvæðis sem nýttur hefur verið til urðunar ösku úr sorpbrennslu verður nýttur fyrir urðun heimilissorps.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verið auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. nr.123/2010

 

 

5.     Deiliskipulagsbreyting – Klausturvegur 1

Fjallað var um deiliskipulagstillögu Klausturvegi 1 á 89. fundi skipulags-og byggingarnefndar þann 05.03.2013 þar sem samþykkt var að setja deiliskipulagstillöguna í auglýsingu.

Engar athugasemdir bárust við tillöguna og telst því tillagan samþykkt.

 

6.     Deiliskipulagsbreyting – Hæðargarðsvatn

Fjallað var um deiliskipulagsbreytingu við Hæðargarðsvatn á 88.fundi skipulags-og byggingarnefndar þann 4.febrúar 2013 þar sem samþykkt var að setja deiliskipulagsbreytinguna í auglýsingu.

Engar athugasemdir bárust við breytinguna og telst hún því samþykkt.                                                                                                                                   

 

Byggingamál:

7.     Klausturvegur 1 - Byggingarleyfi

Lauren ehf kt.5805101400 sækir um um byggingarleyfi vegna framkvæmda við Klausturveg 1 samkv. meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða byggingarleyfi vegna gistiskála staðsetta á byggingnareit sem hefur verið afmarkaður samkv.deiliskipulagi  unnið fyrir Klausturveg 1.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkta deiliskipulagsbreytingu, fullnægjandi verkfræðiteikningar af undirstöðum og jákvæðri umsögn umsagnaraðila. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

8.     Herjólfsstaðir 1 – Byggingarleyfi fyrir stækkun

Jóhannes Gissurarson kt.160962-5429 sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar á vélageymslu samkv. meðfylgjandi uppdráttum.

Jóhannes Gissurarson víkur af fundi.

Samþykkt. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

Jóhannes kemur aftur á fund.

 

Önnur mál:

9.     Hólaskjól –  Umsókn um stöðuleyfi

Veiðifélag Skaftártungumanna sækir um stöðuleyfi vegna uppsetningar gámaaðstöðu fyrir landverði. Um er að ræða að flytja smáhýsi sem staðsett er á byggingareit afmörkuðu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

Hafnað. Skipulags-og byggingarnefnd mælist til þess að fundinn verði staður utan viðkomandi byggingarreits til að sækja um stöðuleyfi fyrir viðkomandi gámaaðstöðu. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu ef önnur umsókn vegna stöðuleyfis berst.

 

10.                        Nýibær – Umsókn um stöðuleyfi

Kristinn Kristinsson sækir um stöðuleyfi fyrir þrjá 20 feta íbúðargáma í landi Nýjabæjar.

Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

Almennar umræður:

          Uppsetning upplýsingaskiltis við Skaftárstofu (félagsheimili)

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert.

Dagskrárlok.

Fundi slitið kl. 16:30

 

Jóhannes Gissurarson   Formaður               

Gísli Kjartansson                       

Valgerður Erlingsdóttir

Guðbrandur Magnússon                

Vigfús Þ. Hróbjartsson