90. fundur skipulags- og bygginganefndar, 4. apríl 2013.

Fundargerð

 

Fundur nr.90 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 10, þriðjudaginn 4.apríl 2013 klukkan 15:00. Mættir eru undirritaðir nefndarmenn, Björn Helgi Snorrason boðaði forföll, í hans stað er mætt Sigurlaug Jónsdóttir.

 

Dagskrá:

Skipulagsmál:

•1.     Kirkjubæjarklaustur - Lýsing aðalskipulagsbreytingar

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun þjónustustofnunar (S9) þar sem gert er ráð fyrir þekkingasetri á Kirkjubæjarklaustri. Afmörkun svæðisins færist til vesturs, samsvarandi stærð til austurs er breytt í opið svæði (Ú2). Svæði milli félagsheimilis og hótels breytt í samsvarandi notkun og S9 vegna bílastæða.

Erindinu frestað. Nefndin leggur til að erindið verði tekið fyrir aftur þegar endanleg staðsetning þekkingarseturs liggur fyrir.

 

•2.     Hluti Mýrdalsjökuls - Stofnun þjóðlendu

Frestað mál frá 88.fundi skipulags-og byggingarnefndar. Forstætisráðuneytið óskar eftir stofnun þjóðlendunnar Hluti Mýrdalsjökuls, mál 7/2003 skv.meðfylgjandi gögnum og landspildublaði.

Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu

 

Byggingamál:

•3.     Klausturvegur 1 - Byggingarleyfi

Lauren ehf kt.5805101400 sækir um um byggingarleyfi vegna framkvæmda við Klausturveg 1 samkv. meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða gistiaðstöðu, 4 tveggja manna herbergi í fyrrum gærugeymslu.

Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn umsagnaraðila. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu og að verkið verði klárað samkv. meðfylgjandu uppdráttum.

 

•4.     Hruni - Byggingarleyfi fyrir breytingum

Þóra Ellen Þórhallsdóttir kt.220654-2739 og Helgi Björnsson kt.061242-3849 sækja um byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða breytingar á útliti og innra skipulagi á íbúðarhúsi og bílskúr í landi Hruna í Skaftárhreppi.

Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

 

Önnur mál:

•5.     Vegagerðin - Framkvæmdaleyfi vegna Aurá

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi samkv. meðfylgjani uppdrætti. Um er að ræða breytinu á farvegi Aurár í tengslum við byggingu nýrrar brúar yfir ánna.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeigenda og annarra hlutaðeigandi samkv.meðfylgjandi umsókn.

 

•6.     Vegagerðin - Stöðuleyfi vegna vinnubúða við Aurá

Vegagerðin sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir frá 15.maí til 20.ágúst 2013 samkvæmt meðfylgjandi umsókn og afstöðumynd.

Nefndin samþykkir stöðuleyfisumsókn. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að hafa eftirlit með því að gengið sé frá búðunum samkv. meðfylgjandi lýsingu og uppdrætti.

 

Almennar umræður

•7.     Samræming gjaldskráa ofl.

Skipulags-og byggingafulltrúi kynnir hugmynd sína um samræmingu gjaldskráa vegna byggingarleyfisgjalda í Skaftár- og Mýrdalshreppi

Nefndarmenn taka vel í hugmyndir um sameiginlega gjaldskrá milli sveitarfélaganna.Jafnframt vilja nefndarmenn fela skipulags-og byggingarfulltrúa að fylgja eftir umræðu vegna skráningar bygginga og stöðuleyfa í sveitarfélaginu , sbr. Bókun 86.fundar 12.Lið skipulags-og byggingarnefndar 30.júli 2012.

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

Dagskrárlok.

Fundi slitið kl.16:16

Jóhannes Gissurarson    - formaður           
Valgerður Erlingsdóttir
Gísli Kjartansson 
Guðbrandur Magnússon
Sigurlaug Jónsdóttir                

Vigfús Þ. Hróbjartsson