88. fundur skipulags- og bygginganefndar 4. febrúar 2013

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr. 88 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, mánudaginn 4. febrúar 2013, kl. 20:00.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Guðbrandur Magnússon, Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Vigfús Þór Hróbjartsson fulltrúi skipulags- og byggingarfulltrúa. Björn Helgi Snorrason og Valgerður Erlingsdóttir boðuðu forföll. Í þeirra stað eru mætt Þóranna Harðardóttir og Ólafur Hans Guðnason.

  

Dagskrá:

 

Skipulagsmál:

 

1.      mál: Samningur um skipulags- og byggingarfulltrúa

Samkomulag á milli Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Rangárþings eystra, kynnt fyrir nefndarmönnum. Sveitarfélögin hafa gert með sér samkomulag um að AntonKári Halldórsson taki að sér starf skipulags- og byggingarfulltrúa í sveitarfélögunum þremur. Mýrdalshreppur hefur ráðið Vigfús Þór Hróbjartsson byggingarfræðing í starf fulltrúa sem starfa mun að skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélögunum í Vestur- Skaftafellssýslu.

 

 

2.      mál: Eldgjá - Deiliskipulag.

Deiliskipulagið nær til um 30 ha svæðis í og við Eldgjá. Aðkoma að svæðinu er um Fjallabaksveg nyrðri nr. 208 og Eldgjárveg nr. F223. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir viðveruhúsi og snyrtiaðstöðu, upplýsingaskiltum, bílastæði, gönguleiðum og útsýnispöllum. Markmið með gerð deiliskipulagsins eru m.a. að bjóða upp á meiri og betri þjónustu við ferðamenn, bæta aðstöðu ferðamanna, auka eftirlit og stuðla að verndun náttúruminja og landslags.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

3.      mál: Langisjór – Deiliskipulag

Deiliskipulagið nær til um 4 ha svæðis sunnan við Langasjó. Aðkoma að svæðinu er um Fjallabaksveg nyrðri nr. 208 og veg að Langasjó nr. F235. Deiliskipulagið tekur til aðkomu að svæðinu og gerir ráð fyrir snyrtiaðstöðu, upplýsingaskiltum og bílastæði við gönguleiðir. Tjaldsvæði verður á bakka Langasjávar. Markmið með gerð deiliskipulagsins eru m.a. Að bæta aðstöðu göngufólks og annarra ferðamanna, bjóða upp á meiri og betri þjónustu við ferðamenn, auka eftirlit og stuðla að verndun náttúruminja og landslags.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

4.      mál: Áningastaður í Eldhrauni – Deiliskipulag

Deiliskipulagið nær til um 0,3 ha svæðis við Þjóðveg nr. 1 í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs. Um er að ræða áningastað sem gerður var af Vegagerðinni. Gert er ráð fyrir salerni, uppbygðum göngustíg og útsýnispalli, upplýsingaskiltum og bílastæði fyrir fólksbíla og rútur.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

5.      mál: Fjaðrárgljúfur – Deiliskipulag

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fjaðrá að vestanverðu, 100-200 m meðfram því að austanverður og tenging eftir núverandi aðkomu að gljúfrinu frá Lakavegi. Stærð deiliskipulagssvæðisins er um 21 ha. Aðkoma að svæðinu er um Holtsveg og Lakaveg. Gert er ráð fyrir salerni, bílastæðum, gönguleiðum og útsýnispöllum. Sett verða upp aðvörunarskilti og varnargirðingar á þeim stöðum sem eru hættulegastir.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6.      mál: Dverghamrar – Deiliskipulag

Deiliskipulagið nær til um 2,9 ha svæðis við áningarstað Vegagerðarinnar við Dverghamra. Hluti af svæðinu er friðlýstur. Tillagan gerir ráð fyrir að lögð verði áhersla á uppbyggingu á einni hringleið um svæðið og lokað verði fyrir núverandi slóða sem liggja um brattari svæði. Gert er ráð fyrir salerni, nestisaðstöðu, upplýsingaskiltum og bílastæði fyrir fólksbíla og rútur.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

7.      mál: Fagrifoss – Deiliskipulag

Deiliskipulagið nær til um 2,6 ha svæðis við Fagrafoss. Aðkoma að svæðinu er um Lakaveg. Tillagan gerir ráð fyrir salerni, bílastæðum og gönguleiðum með tveimur útsýnisstöðum. Gert er ráð fyrir að loka hættulegum leiðum við gljúfurbarminn með varnargirðingum.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

8.      mál: Hæðargarður – Deiliskipulagsbreyting

Breytingin tekur til leiðréttinga á grunni deiliskipulagsins. Breytingin nær til eftirfarandi lóða, G1a, G1b, G2b, G3, G5, G6, G8, I1, I2, I3, I4, L1, L2, L3, H1, H6, H8 og K1. Afmörkuð er lóð Vatnsveitunnar á Kirkjubæjarklaustri. Í greinargerð eru gerðar breytingar er varða hámarkshæð húsa og varðandi eignarhald á lóðum.

Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

9.      mál: Kirkjubæjarklaustur – Lýsing aðalskipulagsbreytingar

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun þjónustustofnunnar (S9) þar sem er gert ráð fyrir Þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri og breytist afmörkun opins svæðis Ú2 til samræmis.

Nefndin samþykkir fram komna lýsingu og mælist til þess að hún verði kynnt í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

10.  mál: Hluti Mýrdalsjökuls – Stofnun þjóðlendu

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun þjóðlendunnar Hluti Mýrdalsjökuls, mál 7/2003 skv. meðfylgjandi gögnum og landspildublaði.

Erindinu frestað.

 

 

 Byggingamál:

 

11.  mál: Skaftárskáli – Byggingarleyfi fyrir breytingum

Guðmundur Vignir Steinsson fh. Systrakaffis ehf. kt.530201-2010, sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum á húsnæði Skaftárskála skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

12.  mál: Hótel Klaustur – Byggingarleyfi fyrir breytingum

Sveinn Hreiðar Jensson fh. Bær ehf. kt.481074-0539, sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum og endurnýjun glugga á mhl.01 að Klausturvegi 6, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

13.  mál: Hörgsland I – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Ragnar Johansen fh. Ferðaþjónustu og sumarhús ehf. kt.711001-2630, sækir um leyfi til að byggja við núverandi íbúðarhús að Hörgslandi I ln.163382, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Byggingaráform samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

14.  mál: Hörgsland I – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Ragnar Johansen fh. Ferðaþjónustu og sumarhús ehf. kt.711001-2630, sækir um leyfi til að byggja við núverandi þjónustuhús að Hörgslandi I ln.163382, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Byggingaráform samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

15.  mál: Klausturvegur 15 – Byggingarleyfi fyrir breytingum

Eygló Kristjánsdóttir fh. Skaftárhrepps 480690-2069, sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum og nýrri hurð á gafl húsnæðisins  að Klausturvegi 15, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

16.  mál: Skerjavellir 10 – Byggingarleyfi fyrir breytingum og breyttri notkun

Sveinn Hreiðar Jensson fh. Bær ehf. kt.481074-0539, sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum á bílskúr að Skerjavöllum 10. Einnig er sótt um að notkun verði breytt úr bílskúr í íbúð. 

Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

17.  mál: Kistufell – Leyfi fyrir fjarskiptahúsi/mastri

Neyðarlínan ohf. sækir um leyfi til að setja niður fjarskiptahús á Kistufelli skv. meðfylgjandi erindi og uppdráttum.

Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu fjarskiptahúss og mastri.

 

18.  mál: Sléttaból – Leyfi fyrir fjarskiptahúsi/mastri

Neyðarlínan ohf. sækir um leyfi til að setja niður fjarskiptahús að Sléttabóli skv. meðfylgjandi erindi og uppdráttum.

Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu fjarskiptahúss og mastri.

 

 

Fundi slitið kl. 21:20