89. fundur skipulags- og bygginganefndar 5. mars 2013

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr.: 89 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 10, Þriðjudaginn 5.mars klukkan 15:00.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Valgerður Erlingsdóttir, Guðbrandur Magnússon og Vigfús Þór Hróbjartsson fulltrúi skipulags- og byggingarmála.

 

Dagskrá:

 

Skipulagsmál:

 

  1. Mál: Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Klaustursveg 1.

Tekin er fyrir tillaga um breytingu á deiliskipulagi. Breyting skipulagsins felst í því að 400 fermetra byggingarreit er komið fyrir þar sem hús hafa verið staðsett til bráðabirgða vestan við Klaustursveg 1. Viðkomandi reitur er innan gömlu lóðamarkanna.

 

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki ástæðu fyrir meðferð skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, þar sem að allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Nefndin samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði auglýst samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010

 

  1. Mál: Breyting á aðalskipulagi skaftárhrepps 2010-2022 vegna þekkingarseturs

Framkvæmdasýsla ríkisins óskar eftir því fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs að lóð auðkennd V-4 á þéttbýlisuppdrætti gildandi aðalskipulags verði felld út með fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi.

 

Afgreiðsla: Meirihluti nefndarinnar hafnar beiðni framkvæmdasýslu ríkisins um að viðkomandi svæði V-4 verði breytt úr svæði til verslunar og þjónusturýmis í útivistarsvæði Ú-2 . Gísli Kjartansson og Valgerður Erlingsdóttir skila séráliti og samþykkja að lóðinni verði breytt í útivistarsvæði en samþykkja þó ekki að slík breyting verði óafturkræf til framtíðar.

 

 

 

 

Byggingamál:

 

  1. Vatnjökulsþjóðgarður – Byggingarleyfisumsók

Vatnajökulsþjóðgarður kt.441007-0940 sækir um byggingaleyfi fyrir landvarðahúsi við Eldgjá ásamt flutningi salernishúss sem fyrir er á staðnum og mögulega síðari stækkun salernisaðstöðu með sérstakri einingu fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir nýrri rotþró og siturlögn skv. meðfylgjandi uppdráttum.

 

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir viðkomandi byggingaráform með fyrirvara um afgreiðslu deiliskipulags og skráningu lóðar undir húsin. Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að ljúka málinu.

 

  1. Vatnjökulsþjóðgarður – Byggingarleyfisumsókn

Vatnajökulsþjóðgarður kt 441007-0940 sækir um leyfi fyrir flutningi og breyttri tilhögun landvarðahúss og Salernishúss við Tjarnagíg sem þegar er á staðnum. Viðkomandi breytingar skulu unnar samkv. Meðfylgjandi afstöðumynd , með palli, nýrri rotþró og siturlögn.

 

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir viðkomandi byggingaráform með fyrirvara um afgreiðslu deiliskipulags og skráningu lóðar undir húsin. Skipulags-og byggingarfulltrúa er falið að ljúka málinu.

 

 

 

 

Önnur mál: Engin

 

Fundi slitið.

 

Dagskrárlok.