87. fundur skipulags- og bygginganefndar, 3. desember 2012

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr.: 87 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, mánudaginn 3.desember 2012 klukkan 20:00.

Mætt: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar,  Gísli Kjartansson, Valgerður Erlingsdóttir og Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Pálmi Harðarson og Björn Helgi Snorrason boðuðu forföll.  Í þeirra stað eru mætt Guðbrandur Magnússon og Þóranna Harðardóttir.  

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá. Mál nr.1og 2 tekin á dagskrá.

 

Skipulagsmál:

 

1.      mál: Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna gerðar tveggja varnargarða í Hvammshrauni.

Landgræðslan sækir um framkvæmdarleyfi fyrir tveimur varnargörðum skv. meðfylgjandi erindi og uppdráttum. Um er að ræða varnargarða í Hvammshrauni  við Vestara- Miðvatn milli Skaftár og Eldvatns.  Efni í garðanna verður tekið úr farvegi Miðvatns, en þar er víða að finna hraunrásir sem auðvelt er að ná í byggingarefni.

Ráðgert er að garðarnir verði um 1,2 m á hæð, samtals 30 m. langir, 3,5 m breiðir í toppinn með fláa 1:2 ár megin en 1:1 hlé megin.  Ráðgert er að fláafótur varnargarðanna verði grafinn um 1 m niður fyrir árfarveg svo áin grafi síður undan þeim og þeir hrynji.  Heildarmagn í garðana er rétt um 200 m3.

 

 Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

2.      mál: Geirland – ósk um stækkun lóðar.

Gísli Kjartansson, fyrir hönd Geirlands óskar eftir því að stærð lóðarinnar Geirlands ln. 163570 verði breytt skv. uppdrætti unnum af Landnot ehf dags. 16.11.2012.  Eins er óskað eftir að íbúðarhús og önnur útihús verði færð yfir á lóðina í kjölfar stækkunar.

 

Gísli víkur af fundi.

 

Afgreiðsla: Skipulags- og bygginganefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar.

 

Gísli kemur aftur inn á fundinn.

 

 

Byggingamál:

Engin erindi um byggingarmál bárust.

 

Önnur mál:

 

3.      mál: Fjárhagsáætlun 2013.
Sveitarstjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2013.  Gert er ráð fyrir 6,3 milljónum króna í málaflokkinn á árinu 2013.

 

4.      mál: Skipulags- og byggingafulltrúi, staða embættisins og framtíðin.
Sveitarstjóri greindi frá stöðunni eins og hún er í dag.  Hvernig unnið er að skipulags- og byggingarmálum í þessu millibilsástandi sem ríkir.  Viðræður eru í gangi um samvinnu með Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra um samstarf í málaflokknum.  Stefnt er að því að mótun samstarfsins verði komin til umfjöllunar fyrir áramót.

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok.  

 

Fundi slitið kl. 21:15.