86. fundur skipulags- og bygginganefndar 30. júlí 2012

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr.: 86 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, mánudaginn 30. júlí 2012 klukkan 20:00.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Björn Helgi Snorrason, Gísli Kjartansson, Valgerður Erlingsdóttir og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Pálmi Harðarson boðaði forföll. Í hans stað er mættur Guðbrandur Magnússon.  

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá. Mál nr.13 tekið á dagskrá.

 

Skipulagsmál:

 

1.      mál: Tillaga að deiliskipulagi fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæ. Deiliskipulagssvæðið er samtals um 2ha. Svæðið afmarkast af Skriðuvöllum, Klausturvegi, dvalarheimilinu Klausturhólum og Túngötu. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að útbúa áningarstað með fræðslu um nunnuklaustrið á Kirkjubæjarklaustri, bæta umhverfi og aðstöðu fyrir gesti kapellunnar og ferðamenn, tryggja aðgengi fyrir alla á skipulagssvæðinu og auka virðingu fyrir menningarminjum á staðnum. Tillagan var auglýst frá 26.apríl og var athugasemdafrestur til 7.júní.

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma.Telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.

 

2.      mál: Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í landi Botna.

Deiliskipulagssvæðið nær yfir um 12 ha úr landi Botna með aðkomu um Botnaveg. Gert er ráð fyrir yfirbyggingu fiskeldis og byggingu nýrrar rafstöðvar. Tegund eldisfisks er bleikja og er fyrirhuguð framleiðslugeta lífmassa um 19 tonn. Tillagan var auglýst frá 26.apríl og var athugasemdafrestur til 7.júní.

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Skv. umsögn Heilbrigðiseftirlits var bætt við tillöguna upplýsingum um fráveitu og setþró. Telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.

 

3.      mál: Sléttaból 2 / Hraunból – Landskipti.

Eigendur jarðarinnar Sléttaból 2 / Hraunból ln.163447, sækja um stofnun nýrrar lóðar úr jörðinni skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

 

 

 

4.      mál: Hlíð II – Landskipti.

Eigendur jarðarinnar Hlíð II ln.219199, sækja um skiptingu jarðarinnar í þrjá hluta skv. meðfylgjandi uppdrætti og landskiptagjörð.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

 

 

Byggingamál:

 

5.      mál: Borgarfell 1 og 3 – Byggingarleyfisumsókn.

Sigfús Sigurjónsson kt.240363-5939, sækir um byggingarleyfi fyrir reykhúsi á jörðinni Borgarfell 1 og 3 ln.163307 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

6.      mál: Borgarfell 1 og 3 lóð – Byggingarleyfisumsókn.

Rúnar Sigurðsson kt.290660-5809, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð sinni Borgarfell 1 og 3 ln.218025, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

7.      mál: Skálmarbær lóð 9 – Byggingarleyfisumsókn.

Hallgrímur Viktorsson kt.130853-3079, sækir um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð sinni Skálmarbær lóð 9 ln.210215, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Bygging sumarhússins er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

8.      mál: Prestbakki lóð – Byggingarleyfisumsókn.

Landsnet kt.580804-2410, sækir um byggingarleyfi fyrir stjórnkerfishúsi fyrir tengivirkið að Prestsbakka á lóðinni Prestbakki ln.163631, skv. meðfylgjandi teikningum. Eldra hús sem stendur á lóðinni verður fjarlægt.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

9.      mál: Hrífunes lóð – Byggingarleyfisumsókn.

Hadda Björk Gísladóttir kt.220862-4029 og Haukur Kristinn Snorrason kt.280668-3899, sækja um leyfi til að breyta mhl.03 Véla/Verkfærageymslu á lóðinni Hrífunes lóð 163373, í gistiaðstöðu og geymslu skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

Önnur mál:

 

10.  mál: Tunga – Niðurrif bygginga.

Þórarinn Kristinsson kt.210444-3359, sækir um leyfi til að rífa mhl.02 íbúð, 03 geymsla, 04 rafstöð/stífla, 06 sundlaug á lóðinni Tunga lóð 215746.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

11.  mál: Klausturvegur 4 (íþróttahús) – Leyfi fyrir merkingu.

Skaftárhreppur óskar eftir leyfi til uppsetningar merkis á gafl íþróttahúss. Um er að ræða merki til auðkenningar íþróttahúss/sundlaugar. Stærð merkis er 150x180cm.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir uppsetningu merkisins, en bendir jafnframt á að eðlilegt hefði verið að sækja um leyfi fyrir því listaverki sem málað hefur verið á langhlið íþróttahússins. Nefndin telur mikilvægt að sveitarfélagið sýni gott fordæmi er varðar skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu.

 

12.  mál: Stöðuleyfis mál og skráning bygginga í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að afla gagna er varða málið. Afgreiðslu frestað til næsta fundar nefndarinnar.

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

13.  mál: Flaga 1 lóð 163563 – Byggingarleyfisumsókn.

Sigmar Sveinsson kt.170166-3109, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús mhl.01 á lóðinni Flaga 1 lóð 163563, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um samþykki meðeiganda og að fullnægjandi gögn berist byggingarfulltrúa.

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok  23:15