85. fundur skipulags- og byggingarnefndar 14. maí 2012

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr.: 85 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, mánudaginn 14. maí 2012 klukkan 20:00.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Pálmi Harðarson, Gísli Kjartansson, Valgerður Erlingsdóttir og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Björn Helgi Snorrason boðaði forföll. Í hans stað er mætt Þóranna Harðardóttir.

 

 

 

Skipulagsmál:

 

1.      mál: Deiliskipulagsbreyting Hörgslandi 1.

Breytingin felur í sér að mörk deiliskipulags til austurs færast og eru eftir breytingu í beinni línu að þjóðvegi frá norð-austur horni núverandi marka deiliskipulags. Byggingarlóð fyrir þjónustumiðstöð (lóð B) stækkar til vesturs, einnig er lóð snúið. Bílastæði vestan lóðar færast til vesturs. Byggingarlóð C stækkar til suðurs og austurs. Gert er ráð fyrir 20 herbergja svefnálmu á lóðinni í stað 14 herbergja.

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og hefur verið tekið tillit til þeirrar ábendingar. Telst því deiliskipulagstillagan samþykkt.

 

 

Byggingamál:

 

2.      mál: Sandhóll – Byggingarleyfisumsókn.

Örn Karlsson kt.080559-2839, fyrir hönd Fjósakots ehf. kt. 570409-0260, sækir um byggingarleyfi fyrir þurk og geymsluhúsnæði fyrir korn og repjuafurðir á jörðinni Sandhól ln.163431 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

3.      mál: Blágil – Byggingarleyfisumsókn.

Birgir Teitsson kt.020460-4589, fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs kt.441007-0940, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við landvarðahús í Blágiljum ln.163480 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

  

 

4.      mál: Hamrafoss – Byggingarleyfisumsókn.

Erlingur Sigurgeirsson kt.271173-5989, fyrir hönd Miklafells ehf. kt.510304-3490 sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við íbúðarhús mhl.03 á jörðinni Hamrafoss ln.163348 skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

5.      mál: Hamrafoss – Byggingarleyfisumsókn.

Erlingur Sigurgeirsson kt.271173-5989, fyrir hönd Miklafells ehf. kt.510304-3490, sækir um byggingarleyfi og breyttri notkun á mhl.04 á jörðinni Hamrafoss ln.163348 skv. meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða að hluta fjóss verður breytt í 4 herbergi til gistingar.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok  21:00