84. fundur skipulags- og byggingarnefndar 12. apríl 2012

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr.: 84 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, fimmtudaginn 12. apríl 2012 klukkan 19:30.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Pálmi Harðarson, Gísli Kjartansson og Valgerður Erlingsdóttir boða forföll. Í þeirra stað eru mættir Guðbrandur Magnússon, Ólafur Hans Guðnason og Ragnar Smári Rúnarsson.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá. Mál nr. 6, bætt á dagskrá.

Skipulagsmál:

1.      mál: Tillaga að deiliskipulagi fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæ.

Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæ. Deiliskipulagssvæðið er stamtals um 2ha. Svæðið afmarkast af Skriðuvöllum, Klausturvegi, dvalarheimilinu Klausturhólum og Túngötu. Markmið deiliskipulagsins er m.a. að útbúa áningarstað með fræðslu um nunnuklaustrið á Kirkjubæjarklaustri, bæta umhverfi og aðstöðu fyrir gesti kapellunnar og ferðamenn, tryggja aðgengi fyrir alla á skipulagssvæðinu og auka virðinu fyrir menningarminjum á staðnum. Lýsing deiliskipulagsins hefur þegar verið kynnt almenningi og send til umsagnar viðkomandi umsagnaraðila.

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við staðfest aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna tillögu að deiliskipulagi fyrir Nunnuklaustrið á Kirkjubæ og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Byggingamál:

2.      mál: Foss 1 - Umsókn um leyfi til að klæða íbúðarhús.

Helgi G. Kjartansson, kt.240670-3649, sækir um leyfi til að klæða íbúðarhús að Fossi 1 að utan með liggjandi bárujárnsklæðningu.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

   

Önnur mál:

3.      mál: Hörgsá - Grenndarkynning malarnáms.

Fyrirhugað malarnám Vegagerðarinnar við Hörgsá var grenndarkynnt hlutaðeigandi aðilum frá 22. febrúar til og með 21. mars 2012.

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust við fyrirhugaða framkvæmd við grenndarkynningu. Umsögn veiðimálastofnunnar ásamt samþykki landeigenda liggja fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd mælist til þess að framkvæmdaleyfi fyrir malarnámi við Hörgsá verði veitt.

 

4.      mál: Stöðuleyfi ökutækis til sölu veitinga.

Artur Dominiak kt.040168-2499, fyrir hönd Katla Grill ehf. kt.461011-1520, sækir um stöðuleyfi fyrir ökutækið MV-E29 á bílaplani við félagsheimilið Kirkjuhvol, á áningarstað við Dýralæki á Mýrdalssandi og á áningarstað við Laufskálavörðu, til sölu hraðveitinga frá apríl 2012 til september 2012.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir ökutækið MV-E29 á bílaplani við félagsheimilið Kirkjuhvol frá apríl til 30. september 2012. Nánari staðsetning ökutækisins á planinu skal unnin í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Beiðni um stöðuleyfi við Dýralæki og við Laufskálavörðu er hafnað.

 

5.      mál: Kirkjugólf - Leyfi fyrir skilti

Umhverfisstofnun óskar eftir leyfi til uppsetningar á aðkomu- og fræðsluskilti fyrir náttúruvættið Kirkjugólf á Kirkjubæjarklaustri skv. meðfylgjandi erindi.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 6.      mál: Katla Jarðvangur - Leyfi fyrir skilti

Vilborg Arna Gissurardóttir f.h. Kötlu Jarðvangs, sækir um leyfi til að setja upp skilti við hreppamörk Skaftárhrepps í austri, skv. meðfylgjandi erindi.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leyfi Vegagerðarinnar.

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok  20:30