83. fundur skipulags- og byggingarnefndar 8. mars 2012

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps 

Fundur nr.: 83 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, fimmtudaginn 8. mars 2012 klukkan 20:00.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Valgerður Erlingsdóttir og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Pálmi Harðarson, Gísli Kjartansson og Björn Helgi Snorrason boða forföll. Í þeirra stað eru mættir Guðbrandur Magnússon og Ólafur Hans Guðnason. Ekki náðist að boða varamann fyrir Björn Helga Snorrason.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá. Mál nr. 6, bætt á dagskrá.

 

Skipulagsmál: 

1.      mál: Tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í landi Botna.
Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í landi Botna. Deiliskipulagssvæðið nær yfir um 12ha. Gert er ráð fyrir yfirbyggingu fiskeldis og byggingu rafstöðvar. Fyrirhuguð framleiðslugeta lífmassa verður um 19 tonn. Lýsing deiliskipulagsins hefur þegar verið kynnt almenningi og send til umsagnar viðkomandi umsagnaraðila. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við staðfest aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldi í landi Botna og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41gr. skipulagslaga nr.123/2010.

 

2.      mál: Breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022. Skipulags- og matslýsing.
Lögð fyrir fundinn tillaga að skipulags- og matslýsingu v. breytingar á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022, dags. 27. febrúar 2012. Aðalskipulagsbreytingin tekur til lagningu háspennulína frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og þaðan að Sigöldulínu 4, við Fremri Tólfahringa.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti skipulags- og matslýsinguna og mælist til þess að haft verði samráð við Skipulagsstofnun og aðra lögbundna aðila vegna lýsingar skipulagsverkefnisins og um umfang og áherslur í umhverfisskýrslu.

 

Byggingamál:

3.      mál: Klausturvegur 2 - Umsókn um leyfi til endurbyggingar þaks.
Jón Helgason f.h. Eldvilja kt. 680400-2020, sækir um leyfi til endurbyggingar þaks á matshluta 02 að Klausturvegi 2 skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.  

4.      mál: Hörgsland 1 - Breyting á vélaskemmu í gistiaðstöðu.
Ragnar Johansen f.h. Ferðaþjónustu og sumarhús ehf. kt. 711001-2630, sækir um leyfi til að breyta véla/verkfærageymslu mhl.64 að Hörgslandi 1, ln. 163382 í gistiaðstöðu skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu. 

5.      mál: Mörk, íþróttasvæði - Flutningur húss.
Anna Ragnarsdóttir f.h. Hótel Skaftafell ehf. kt. 650589-1149, sækir um leyfi til að flytja mhl.01, aðstöðuhús af lóðinni Mörk íþr.völlur ln.179501. Húsið verður flutt að Freysnesi.
Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

6.      mál: Kirkjubær 2 -  Álit nefndar á smáhýsum til gistingar.
Benedikt Lárusson óskar eftir áliti skipulags- og byggingarnefndar á fyrirhuguðum byggingaráformum að Kirkjubæ 2. Áætlað er að koma upp 8 smáhýsum til gistingar í tengslum við núverandi tjaldsvæði að Kirkjubæ 2.
Afgreiðsla: Guðbrandur Magnússon víkur af fundi. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og fagnar hverskyns uppbyggingu í sveitarfélaginu. Nefndin bendir á að þegar sótt verður um byggingarleyfi þarf að skila inn fullnægjandi gögnum.  

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok  22:20