82. fundur skipulags- og byggingarnefndar 6. febrúar 2012

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr.82 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, mánudaginn 6. febrúar 2012 klukkan 20:00.

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Valgerður Erlingsdóttir og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Pálmi Harðarson mætti ekki og ekki náðist í varamann í hans stað.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá. Mál nr. 6, 7, 8 og 9 bætt á dagskrá.

Að gefnu tilefni mælist nefndin til þess að erindi sem eigi að leggja fyrir fund nefndarinnar hafi borist í það minsta viku fyrir áætlaðan fundartíma. Að jafnaði eru fundir nefndarinnar haldnir fyrsta mánudag í hverjum mánuði.

 

 

Skipulagsmál:

 

1.      mál: Ósk Landsnet um breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022

Breytingin varðar legu háspennulínu frá Hólsmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og þaðan að Sigöldulínu 4 við Fremri Tólfahringa.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna við breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 verði hafin í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2.      mál: Deiliskipulagsbreyting Hörgslandi 1

Breytingin felur í sér að mörk deiliskipulags til austurs færast og eru eftir breytingu í beinni línu að þjóðvegi frá norð-austur horni núverandi marka deiliskipulags. Byggingarlóð fyrir þjónustumiðstöð (lóð B) stækkar til vesturs, einnig er lóð snúið. Bílastæði vestan lóðar færast til vesturs. Byggingarlóð C stækkar til suðurs og austurs. Gert er ráð fyrir 20 herbergja svefnálmu á lóðinni í stað 14 herbergja.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna tillögu og mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 41gr. skipulagslaga nr.123/2010.

 

3.      mál: Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku við Hörgsá og Kúðafljót.

Vegagerðin sækir um framkvæmdarleyfi fyrir tveimur námum skv. meðfylgjandi erindi og uppdráttum. Um er að ræða námu við Hörgsá þar sem áætlað er að taka 40.000m³, til styrkingar á hringvegi. Einnig námu við Kúðafljót þar sem áætlað er að taka 14.000m³, til styrkingar á Skaftártunguvegi.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leyfi landeiganda. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

Byggingamál:

 

4.      mál: Hrífunes – Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum.

Sigurður Garðarsson kt.181066-4239, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum  á ytra byrði gömlu sjoppunnar í Hrífunesi ln.163372, skv. meðfylgjandi uppdráttum. Um er að ræða breytta stærð á gluggum og breytingu á inngangi.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

5.      mál: Klausturhólar – Umsókn um byggingarleyfi fyrir þökum á tengibyggingar.

Skaftárhreppur kt.480690-2069, sækir um leyfi til bygginga þaka yfir tengibyggingar á milli Klausturhóla 1-2 og á milli Klausturhóla 2 og aðalbyggingar skv. meðfylgjandi uppdrætti. Um er að ræða skúrþök til þess að kom í veg fyrir leka.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið ljúka málinu.

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

6.      mál: Lýsing deiliskipulaga fyrir Eldgjá og Langasjó.

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir heimild til þess að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir þjónustusvæði í Eldgjá og við Langasjó, um leið eru lagðar fram lýsingar á skipulagsáætlununum.

Deiliskipulagssvæðið í Eldgjá nær til um 110 ha. svæðis þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir landverði og ferðamenn sem koma á svæðið. Í deiliskipulaginu verður afmörkuð lóð fyrir aðstöðuhús fyrir landverði og nýtt salernishús. Einnig er gert ráð fyrir afmörkun bílastæða, gönguleiðum og upplýsingaskiltum.

Deiliskipulagssvæðið við Langasjó nær til um 25ha. svæðis þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir landverði og ferðamenn sem koma á svæðið. Í deiliskipulaginu verður afmörkuð lóð fyrir aðstöðuhús fyrir landverði, salernishús og tjaldsvæði. Einnig er gert ráð fyrir lítilsháttar breytingu á vegi, afmörkun bílastæða og upplýsingaskiltum.

Afgreiðsla: Með vísan í 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps, meðfylgjandi lýsingar vegna fyrihugaðrar skipulagsvinnu við Eldgja og Langasjó og mælist til að lýsingarnar verði sendar Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum til umsagnar og kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þá veitir skipulags- og byggingarnefnd fyrir sitt leyti heimild til að hefja deiliskipulagsvinnu á svæðunum.

 

 

 

7.      mál: Múlakot – Beiðni um breytta skráningu

Björn Ólafur Hallgrímsson, fyrir hönd eiganda óskar eftir því að skráningu á tveimur lóðum úr landi Múlakots ln.191999 og ln.191997 verði breytt skv. meðfylgjandi erindi.

Afgreiðsla: Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

 

8.      mál: Hörgslandskot – Landskipti

Eigendur Hörgslandskots sækja um leyfi fyrir landsskiptum skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn og samþykki allra landeiganda. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

9.      mál: Lögð fram tillaga að nýrri gjaldsrká fyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Skaftárhrepps.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrána og vísar henni áfram til staðfestingar sveitarstjórnar.

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 22:45