81. fundur skipulags- og byggingarnefndar 5. desember 2011

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr: 81 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 5. desember 2011 klukkan 20:00. Mættir: Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Valgerður Erlingsdóttir og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson og Pálmi Harðarson boða forföll, í þeirra stað eru mættir Guðbrandur Magnússon og Ólafur Hans Guðnason. Ekki náðist að boða annan varamann í tæka tíð.

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Deiliskipulagsbreyting Hörgslandi 1.

Breytingin felur í sér að byggingarlóð fyrir þjónustumiðstöð sem rúmar skrifstofu fyrir útleigu á sumarhúsum, verslun og veitingasölu, mun færast austur fyrir bílastæði sem áður voru austan megin byggingarlóðar. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.

Afgreiðsla: Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytinguna á deiliskipulaginu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Önnur mál:

 

2.    mál: Erindi Skipulagsstofnunar dags.16.nóv. 2011 vegna björgunarsveitarhúss á lóð í landi Grafar, Skaftárhreppi.

Afgreiðsla: Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn veiti byggingarleyfi fyri björgunarsveitarhúsi á lóð í landi Grafar, fjarlægð byggingarreits frá tengivegi sé ekki í samræmi við ákvæði 7.mgr. 4.16.2gr. skipulagsreglugerðar nr.400/1998 og að ekki hafi verið leitað umsagna Húsafriðunarnefndar og Fornleifaverndar ríkisins vegna nálægðar byggingarinnar við Grafarkirkju. Nefndin vill koma því á framfæri að byggingin er staðsett á lóð í landi Grafar skv. staðarvali landeiganda. Að mati nefndarinnar hefur byggingin lítil sem engin áhrif á ásýnd Grafarkirkju, byggingin stendur mun neðar í landinu heldur en kirkjan. Einnig vill nefndin benda á að aðrar byggingar í landi Grafar standa nær kirkjunni heldur en umrædd bygging. Varðandi fjarlægð byggingarinnar frá tengivegi, kemur umrædd bygging til með að standa næst vegi í 70m fjarlægð. Skv. 7.mgr.4.16.2gr. skipulagsreglugerðar nr.400/1998, skal þess gætt að ekki sé byggt nær stofn- og tengivegum en 100m. Í sömu grein segir einnig að unnt sé að víkja frá þessum ákvæðum vegna þjónustubygginga við vegi. Nefndin bendir á að umrædd bygging sé þjónustubygging og að mikilvægt sé m.t.t. viðbragðstíma í útköllum björgunarsveitarinnar að byggingin hafi gott aðgengi að vegasambandi. Með lengri afleggjara að byggingunni getur aðgengin orðið erfiðara vegna snjóa. Að mati nefndarinnar er ekki nauðsynlegt að leyta umsagna Húsafriðunarnefndar og Fornleifaverndar ríkisins þar sem byggingin hefur að mati nefndarinnar lítil sem engin áhrif á ásýnd Grafarkirkju og að á umræddum stað eru engin sjáanleg ummerki um fornleifar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi Skipulagsstofnunar.

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 20:45