80. fundur skipulags- og byggingarnefndar 3. október 2011

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

Fundur nr: 80 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, mánudaginn 3. október 2011 klukkan 20:00.

Mættir: Gísli Kjartansson, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Valgerður Erlingsdóttir og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar og Pálmi Harðarson boða forföll, í þeirra stað eru mætt Guðbrandur Magnússon og Þóranna Harðardóttir.

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Ósk um breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps

Erindi vísað af sveitarstjórn til skipulags- og byggingarnefndar. Magnús Þorfinnsson óskar eftir því að sveitarstjórn Skaftárhrepps taki til skoðunar að breyta aðalskipulagi Skaftárhrepps og fjölga íbúðarsvæðum í þéttbýli sbr. Meðfylgjandi uppdrátt.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd þakkar Magnúsi fyrir erindið. Nefndin telur að bíða eigi með breytingar á aðalskipulagi Skaftárhrepps þar til aðalskipulagið sem nú bíður staðfestingar ráðherra verður staðfest.

 

2.    mál: Gröf – Stofnun lóðar

Ólafur Björnsson kt.140145-6379, sækir um að stofna lóð úr jörð sinni Gröf ln.163344, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar.

 

Byggingarmál:

 

3.    mál: Seljaland – Byggingarleyfisumsókn

Snorri Björnsson kt.070944-3089, sækir um byggingarleyfi fyrir fjárhúsi á jörð sinni Seljalandi ln.163434, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Björn Helgi Snorrason víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu. Björn Helgi Snorrason kemur aftur til fundar.

 

4.    mál: Arnardrangur – Byggingarleyfisumsókn

Helga Dís Helgadóttir kt.290886-2879 og Róbert Birgir Gíslason kt.170783-4339, sækja um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi í landi Arnardrangs ln.163297, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

 

5.    mál: Gröf – Byggingarleyfisumsókn

Gísli V. Sigurðsson kt.290373-5229, fyrir hönd björgunarsveitarinnar Stjörnunnar kt.620688-2689, sækir um byggingarleyfi fyrir björgunarsveitarhúsi á lóð úr landi Grafar ln.163344, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að afla fullnægjandi gagna og ljúka málinu.

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:00