79. fundur skipulags- og byggingarnefndar 10. ágúst 2011

Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Skaftárhrepps

 

 

Fundur nr: 79 haldinn á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi nr 15, miðvikudaginn 10. ágúst 2011 klukkan 20:00.

 

Mættir: Jóhannes Gissurarson formaður nefndarinnar, Gísli Kjartansson, Björn Helgi Snorrason varaformaður nefndarinnar, Pálmi Harðarson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Valgerður Erlingsdóttir boðaði forföll og í hennar stað er mættur Ragnar Smári Rúnarsson.

 

Samþykkt breyting á útsendri dagskrá: Mál nr.5 tekið á dagskrá.

 

Skipulagsmál:

 

1.    mál: Deiliskipulagsbreyting Hótel Núpar

Um er að ræða breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi fyrir Hótel Núpa á svonefndu Sléttuhrauni úr jörðinni Núpum í Fljótshverfi. Breytingin felur í sér að byggingarreitur er stækkaður til suðurs og gert er ráð fyrir byggingu starsmannahúss.

Afgreiðsla: Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi. Breyting á deiliskipulaginu samþykkt.

 

2.    mál: Breyting á aðalskipulagi vegna byggingar Þekkingarseturs

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að sveitarstjórn ráðist í breytingu á staðfestu aðalskipulagi Skaftárhrepps vegna byggingar Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri.

 

3.    mál: Fossar – Stofnun lóðar

Agnar Davíðsson kt.070355-5159, sækir um að stofna lóð úr jörðinni Fossar ln.163341 skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar.

 

4.    mál: Kirkjubær 2 – Stofnun lóðar

Skaftárhreppur kt.480690-2069, sækir um að stofna lóð undir Þekkingarsetur úr jörðinni Kirkjubær 2 ln.163396 skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki landeiganda.

 

Erindi sem bárust eftir að fundarboð var sent út:

 

5.    mál: Skilti við Klausturveg – Byggingarleyfisumsókn

Skaftárhreppur sækir um leyfi til þess að setja upp skilti á við Klausturveg þar sem upplýsingaskilti vegagerðarinnar eru staðsett. Um er að ræða skilti fyrir Kötlu jarðvang.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

 

 

Fundargerð lesin upp, fleira ekki gert

 

Dagskrárlok 21:00